Lagt fram erindi dags. 5. jan. sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum um annars vegar hvort gistileyfi sem nú er á Grundargötu 8 gildi áfram, verði húseignin seld, og hins vegar hvort bæjarstjórn myndi gefa jákvæða umsögn um nýtt rekstrarleyfi á húseigninni.
Kynnt álit lögmanns bæjarins varðandi fyrirspurnina. Í álitinu kemur fram að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og því ekki á neinn hátt framseljanlegt og fylgi því ekki með sölu eigna.
Til máls tóku EG, HK, EBB, JÓK, RG og ÞS.
Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 14. desember 2017 getur bæjarstjórn ekki veitt jákvæðar umsagnir vegna nýrra rekstrarleyfisumsókna um gististaði í íbúðabyggð.
Lagt fram erindi dags. 5. jan. sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum um annars vegar hvort gistileyfi sem nú er á Grundargötu 8 gildi áfram, verði húseignin seld, og hins vegar hvort bæjarstjórn myndi gefa jákvæða umsögn um nýtt rekstrarleyfi á húseigninni.
Kynnt álit lögmanns bæjarins varðandi fyrirspurnina. Í álitinu kemur fram að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og því ekki á neinn hátt framseljanlegt og fylgi því ekki með sölu eigna.
Til máls tóku EG, HK, EBB, JÓK, RG og ÞS.
Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 14. desember 2017 getur bæjarstjórn ekki veitt jákvæðar umsagnir vegna nýrra rekstrarleyfisumsókna um gististaði í íbúðabyggð.
Samþykkt samhljóða.
SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.