210. fundur 11. janúar 2018 kl. 16:30 - 20:26 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti sett fund og gengið var til dagskrár.

1.Samkomuhús, lagfæringar og búnaður

Málsnúmer 1801001Vakta málsnúmer

Lagt fram tilboð frá Trésmiðjunni Gráborg vegna smíði tveggja hurða í Samkomuhús Grundarfjarðar. Jafnframt lagt fram tilboð Fastus í uppþvottavél í húsið.

Bæjarstjórn samþykkir að gengið verði að tilboðum í gerð hurða og að ráðist verði í kaup á nýrri uppþvottavél, en kannaðir verði fleiri valkostir.

Samþykkt samhljóða.

2.Minnispunktar bæjarstjóra

3.Sorpurðun Vesturlands, fundargerð stjórnarfundar 20.10.2017

Málsnúmer 1801019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands hf. frá 20. október 2017.

4.Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerð 855. fundar stjórnar

Málsnúmer 1801016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 855. fundar stjórnar Samb. ísl. sveitarfélaga frá 15. desember 2017.

5.SSV, fundargerð 134. fundar stjórnar

Málsnúmer 1712024Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 134. fundar stjórnar SSV frá 6. desember 2017.

6.Félags- og skólaþjónusta, fundargerð 94. fundar stjórnar

Málsnúmer 1801017Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 94. fundar stjórnar Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 11. desember 2017.

7.Skotgrund, Skotfélag Snæfellsness. Ársreikningur 2016

Málsnúmer 1712028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ársuppgjör Skotfélagsins Skotgrundar vegna ársins 2016.

8.Landgræðsla ríkisins. Endurheimt og varðveisla votlendis á Íslandi

Málsnúmer 1712025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Landgræðslu ríkisins frá 12. desember 2017 um endurheimt og varðveislu votlendis á Íslandi.

9.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga, framlög 2017

Málsnúmer 1801004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um framlög úr Jöfnunarsjóði árið 2017.

10.Lenging Norðurgarðs, ósk um fjárveitingar

Málsnúmer 1801013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Grundarfjarðarbæjar til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, dags. 12. desember 2017, þar sem óskað er eftir fjárveitingu til lengingar Norðurgarðs við Grundarfjarðarhöfn.

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarstjóra að fá fund með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna málsins.

11.Þrívíddarprentarar

Málsnúmer 1801014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað um nýsköpunarverkefni á Snæfellsnesi, þar sem greint er frá því að keyptir verði þrívíddarprentarar fyrir grunnskóla Grundarfjarðarbæjar, Snæfellsbæjar og Stykkishólmsbæjar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar fagnar framtakinu.

12.Námskeið um sveitarstjórnarmál, Ráðrík ehf.

Málsnúmer 1801008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Ráðrík varðandi námskeið um sveitarstjórnarmál.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að kanna með verð á námskeiðum og tímasetningum þeirra.

Samþykkt samhljóða.

13.FSN - Skólaasktur við Fjölbrautaskóla Snæfellinga vorönn 2017

Málsnúmer 1712023Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga (FSN) frá 1. desember 2017 um uppgjör á skólaakstri á vorönn 2017.

Bæjarstjórn leggur til að Byggðasamlag Snæfellsness skoði möguleika á almenningssamgöngum á norðanverðu Snæfellsnesi.

Samþykkt samhljóða.

14.Brunavarnir

Málsnúmer 1801009Vakta málsnúmer

Lögð fram úttekt Eldor, dags. 5. des. sl. vegna skoðunar á húsnæði bæjarins m.t.t. brunavarna. Úttektin var gerð að beiðni bæjarstjóra.

Jafnframt lögð fram tilboð frá Securitas í brunavarnarkerfi fyrir Samkomuhús Grundarfjarðar og Hrannarstíg 18.

Til máls tóku EG, ÞS og JÓK.

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með úttektina og óskar eftir því að unnið verði að lagfæringum brunavarnarkerfa skv. ábendingum í úttektinni.

Bæjarstjórn samþykkir að kaupa brunavarnarkerfi í Samkomuhús og Hrannarstíg 18 og felur skipulags- og byggingafulltrúa umsjón með uppsetningu þeirra.

Jafnframt er umsjónarmanni fasteigna og skipulags- og byggingafulltrúa falið að lagfæra neyðarlýsingu og önnur atriði sem þurfa lagfæringa við.

Samþykkt samhljóða.

15.Fjölís, samningur um afritun höfundaréttarvarins efnis

Málsnúmer 1712027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi við Fjölís vegna afritunar á höfundaréttarvörðu efni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samningsdrög.

16.Kirkjufellsfoss, skipulag

Málsnúmer 1801011Vakta málsnúmer

Lögð fram skipulagslýsing um deiliskipulag við Kirkjufellsfoss dags. 2. janúar 2018, ásamt auglýsingu þar sem kallar er eftir athugasemdum við skipulagslýsinguna. Athugasemdafrestur við skipulagslýsinguna er til 24. janúar nk.

Bæjarstjórn samþykkir málsmeðferð þessa.

17.Nýtt deiliskipulag Sólvallareits

Málsnúmer 1710052Vakta málsnúmer

RG vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 8. janúar sl. Í bréfinu kemur fram að Skipulagsstofnun hefur yfirfarið deiliskipulagsgögn vegna Sólvallareits og gerir ekki athugasemdir við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.

Til máls tóku EG og EBB.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi deiliskipulag og felur byggingafulltrúa að birta auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum.

18.Heilbrigðisstofnun Vesturlands, heilsugæsla

Málsnúmer 1709037Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til heilbrigðisráðherra, dags. 15. desember 2017 varðandi læknaþjónustu í Grundarfirði.

Jafnframt lagt fram bréf forstjóra Heilbrigðisstofnunar Vesturlands (HVE) til heilbrigðisráðherra varðandi málið.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mjög mikilvægt að læknisþjónusta í sveitarfélaginu sé góð og verði sjö daga vikunnar. Jafnframt harmar bæjarstjórn viðhorf forstjóra HVE til læknisþjónustu í Grundarfirði.

Bæjarstjóra falið að fá fund með heilbrigðisráðherra um málið.

Samþykkt samhljóða.

19.Vegagerðin í Borgarnesi, samningur

Málsnúmer 1712026Vakta málsnúmer

Lagður fram þjónustusamningur við Vegagerðina vegna þjóðvegar í gegnum þéttbýli Grundarfjarðar, frá 4. desember 2017.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

20.Rekstrarleyfi, Grundargötu 43

Málsnúmer 1706016Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sædísar Helgu Guðmundsdóttur varðandi umsögn á umsókn Óla smiðs ehf. á rekstrarleyfi að Grundargötu 43. Farið var yfir umsagnarbeiðni Sýslumannsins á Vesturlandi á fundi bæjarráðs 26. júní 2017. Á þeim fundi var afgreiðslu málsins frestað, þar til nauðsynleg gögn hefðu borist.

Jafnframt lagt fram bréf frá hönnuði sem tók að sér að skila inn tilskyldum gögnum og ennfremur álit lögmanns bæjarins.

Allir tóku til máls.

Enn hafa engin gögn borist frá fundi bæjarráðs þann 26. júní 2017. Þar af leiðandi lítur bæjarstjórn svo á að samþykkt bæjarstjórnar frá 14. desember 2017 um rekstrarleyfisumsóknir gildi um umrædda umsókn.

Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 14. desember 2017 getur bæjarstjórn ekki veitt jákvæðar umsagnir vegna nýrra rekstrarleyfisumsókna um gististaði í íbúðabyggð.

Samþykkt með sex atkvæðum. Einn sat hjá (SÞ).

21.Rekstrarleyfi, Grundargötu 8

Málsnúmer 1801005Vakta málsnúmer

SÞ vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram erindi dags. 5. jan. sl. þar sem óskað er eftir upplýsingum um annars vegar hvort gistileyfi sem nú er á Grundargötu 8 gildi áfram, verði húseignin seld, og hins vegar hvort bæjarstjórn myndi gefa jákvæða umsögn um nýtt rekstrarleyfi á húseigninni.

Kynnt álit lögmanns bæjarins varðandi fyrirspurnina. Í álitinu kemur fram að rekstrarleyfi er bundið við leyfishafa og því ekki á neinn hátt framseljanlegt og fylgi því ekki með sölu eigna.

Til máls tóku EG, HK, EBB, JÓK, RG og ÞS.

Á grundvelli samþykktar bæjarstjórnar frá 14. desember 2017 getur bæjarstjórn ekki veitt jákvæðar umsagnir vegna nýrra rekstrarleyfisumsókna um gististaði í íbúðabyggð.

Samþykkt samhljóða.

SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.

22.Lánasjóður sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801020Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra frá 4. janúar sl. til Lánasjóðs sveitarfélaga varðandi umsókn um lán til bæjarins árið 2018.

Lánsumsóknin er tvískipt. Annars vegar er um að ræða 60 millj. kr. lán til greiðslu afborgana eldri lána hjá sjóðnum og framkvæmda, og hins vegar 181 millj. kr. lán til greiðslu uppgjörs við Brú lífeyrissjóð.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 241.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála lánstilboðs sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórn hefur kynnt sér.

Bæjarstjórn samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til fjármögununar á framkvæmdum árins og vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við lífeyrisjóðinn Brú sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þorsteini Steinssyni, kt. 110254-4239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

23.Brú lífeyrissjóður, samkomulag um uppgjör

Málsnúmer 1801018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð, sem gerð hafa verið á grundvelli laga um breytingu á fyrirkomulagi lífeyrismála opinberra starfsmanna, sbr. lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Samningsdrögin voru send sveitarfélögum landsins þann 4. jan. sl. Þar kemur fram að heildarkröfur lífeyrissjóðsins á öll sveitarfélögin nemur 40,2 milljörðum kr., sem skiptist þannig að 9,9 milljarðar fara í jafnvægissjóð, 27,3 milljarðar í lífeyrisaukasjóð og 3 milljarðar í varúðarsjóð. Framlög þessi eiga að byggja á tryggingafræðilegu mati á uppsöfnuðum halla lífeyrissjóðsins og framtíðarskuldbindingum.

Af þessari fjárhæð er gerð krafa um að Grundarfjarðarbær greiði 46,8 millj. kr. í jafnvægissjóð, 121,2 millj. kr. í lífeyrisaukasjóð og 13 millj. kr. í varúðarsjóð, alls 181 millj. kr.

Engin sundurliðun fylgir kröfunni og gerð er krafa um greiðslu allrar fjárhæðarinnar eigi síðar en 31. janúar nk.

Til máls tóku EG, ÞS, JÓK og RG.

Bæjarstjórn telur óeðlilegt að krafa af þessari stærðargráðu sé sett fram án þess að nokkur sundurliðun fylgi á útreikningi kröfunnar. Eðlilegt hefði verið að kynna Grundarfjarðarbæ kröfuna ásamt útreikningi áður en endanleg krafa væri lögð fram.

Bæjarstjóra falið að kalla eftir sundurliðuðum útreikningum sem liggja að baki kröfunni og óska eftir yfirferð endurskoðanda bæjarins á útreikningum.

Samþykkt samhljóða.

24.Ljósleiðari, blástur

Málsnúmer 1801012Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn vegna verðkönnunar á blæstri og tengingum á ljósleiðarakerfi í dreifbýli Grundarfjarðar.

Tilboð í verkið verða opnuð föstudaginn 12. janúar nk., kl. 13:00, í Ráðhúsi Grundarfjarðar.

Til máls tóku EG og ÞS.

Afgreiðslu málsins vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

25.Sorphirðumál

Málsnúmer 1801010Vakta málsnúmer

Lagður fram sorphirðusamningur frá 2016 ásamt sorphirðudagatali 2018.

Til máls tóku EG, HK, JÓK, SÞ, RG og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir að kalla eftir breytingu á sorphirðudagatali þannig að græn tunna verði losuð a.m.k. tvisvar sinnum í kringum jól og áramót. Bæjarráði jafnframt falið að yfirfara samninginn varðandi losun og opnunartíma gámastöðvar.

Samþykkt samhljóða.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:26.