Málsnúmer 1801009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 210. fundur - 11.01.2018

Lögð fram úttekt Eldor, dags. 5. des. sl. vegna skoðunar á húsnæði bæjarins m.t.t. brunavarna. Úttektin var gerð að beiðni bæjarstjóra.

Jafnframt lögð fram tilboð frá Securitas í brunavarnarkerfi fyrir Samkomuhús Grundarfjarðar og Hrannarstíg 18.

Til máls tóku EG, ÞS og JÓK.

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju með úttektina og óskar eftir því að unnið verði að lagfæringum brunavarnarkerfa skv. ábendingum í úttektinni.

Bæjarstjórn samþykkir að kaupa brunavarnarkerfi í Samkomuhús og Hrannarstíg 18 og felur skipulags- og byggingafulltrúa umsjón með uppsetningu þeirra.

Jafnframt er umsjónarmanni fasteigna og skipulags- og byggingafulltrúa falið að lagfæra neyðarlýsingu og önnur atriði sem þurfa lagfæringa við.

Samþykkt samhljóða.