Málsnúmer 1801018

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 210. fundur - 11.01.2018

Lögð fram drög að samkomulagi við Brú lífeyrissjóð, sem gerð hafa verið á grundvelli laga um breytingu á fyrirkomulagi lífeyrismála opinberra starfsmanna, sbr. lög nr. 127/2016 um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins.

Samningsdrögin voru send sveitarfélögum landsins þann 4. jan. sl. Þar kemur fram að heildarkröfur lífeyrissjóðsins á öll sveitarfélögin nemur 40,2 milljörðum kr., sem skiptist þannig að 9,9 milljarðar fara í jafnvægissjóð, 27,3 milljarðar í lífeyrisaukasjóð og 3 milljarðar í varúðarsjóð. Framlög þessi eiga að byggja á tryggingafræðilegu mati á uppsöfnuðum halla lífeyrissjóðsins og framtíðarskuldbindingum.

Af þessari fjárhæð er gerð krafa um að Grundarfjarðarbær greiði 46,8 millj. kr. í jafnvægissjóð, 121,2 millj. kr. í lífeyrisaukasjóð og 13 millj. kr. í varúðarsjóð, alls 181 millj. kr.

Engin sundurliðun fylgir kröfunni og gerð er krafa um greiðslu allrar fjárhæðarinnar eigi síðar en 31. janúar nk.

Til máls tóku EG, ÞS, JÓK og RG.

Bæjarstjórn telur óeðlilegt að krafa af þessari stærðargráðu sé sett fram án þess að nokkur sundurliðun fylgi á útreikningi kröfunnar. Eðlilegt hefði verið að kynna Grundarfjarðarbæ kröfuna ásamt útreikningi áður en endanleg krafa væri lögð fram.

Bæjarstjóra falið að kalla eftir sundurliðuðum útreikningum sem liggja að baki kröfunni og óska eftir yfirferð endurskoðanda bæjarins á útreikningum.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 508. fundur - 25.01.2018

Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Brúar lífeyrissjóðs varðandi drög að samkomulagi um uppgjör iðgjaldagreiðslna sem bárust sveitarfélögum landins þann 4. janúar sl.

Kallað var eftir sundurliðun útreikninga á kröfunni og hafa þau gögn borist. Á grundvelli sundurliðunarinnar hefur verið farið yfir kröfuna og gerðar leiðréttingar. Miðað við það mun heildarkrafan lækka um rúmlega 400 þús. kr.

Bæjarráð leggur til að gengið verði frá uppgreiðslu kröfunnar.

Samþykkt samhljóða.