Málsnúmer 1802002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 212. fundur - 08.03.2018

  • .1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • .2 1701020 Íbúðamál
    Bæjarráð - 509 Lagðir fram tímabundnir húsaleigusamningar til sex mánaða vegna parhússins Sæbóls 44 og 44a, ásamt bréfum þar sem fram kemur að íbúðirnar muni verða settar á sölu.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða tilhögun þessa.

    Jafnframt lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Íbúðalánasjóð vegna Grundargötu 69 og bréf Íbúðalánasjóðs vegna Ölkelduvegs 3.

    Grundarfjarðarbæ stendur til boða að leigja íbúð að Ölkelduvegi 9.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Íbúðalánasjóð og núverandi leigjendur.

    Samþykkt samhljóða.
  • .3 1802030 Ný vefsíða
    Bæjarráð - 509 Lagt fram tilboð í gerð nýrrar vefsíðu Grundarfjarðarbæjar. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir gagnlega vefi.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að hafist verði handa við gerð nýrrar vefsíðu og felur skrifstofustjóra og menningar- og markaðsfulltrúa að vinna áfram í málinu.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi frá 12. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar, vegna umsóknar Bjargs apartments ehf., um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Grundargötu 8.

    Húseignin er með gilt rekstrarleyfi til 15. janúar 2019. Rekstrarleyfið er bundið við leyfishafa og því ekki á neinn hátt framseljanlegt og fylgir því ekki með sölu eignarinnar.

    Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram bréf Líkamsræktarinnar ehf. frá 8. febrúar sl. þar sem sagt er upp leigusamningi.

    Bæjarráð telur starfsemi líkamsræktarstöðvar í Grundarfirði mikilvæga fyrir samfélagið og vonast til þess að fundin verði leið til að halda slíkri starfsemi áfram.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, BGE og ÞS.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 8. febrúar sl. þar sem upplýsinga er óskað vegna tengingar þriggja fasa rafmagns.

    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara erindinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands frá 6. febrúar sl. varðandi breytingar á skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga frá 16. febrúar sl. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 9. janúar sl. varðandi beiðni um fjárveitingu til hafnarframkvæmda á fjárlögum 2018.

    Unnið er að framgangi málsins og hefur m.a. verið kallað eftir fundi með ráðherra samgöngumála.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 8. febrúar sl. varðandi reikningsskil vegna uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar undirritað samkomulag um yfirtöku Héraðsnefndar Snæfellinga á lífeyrisskuldbindingum vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Samkomulagið varðar fyrrum starfsmann Héraðsnefndar.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf frá upplýsingateymi Grunnskóla Grundarfjarðar varðandi styrk til tölvukaupa.

    Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjármagni til tölvukaupa.
  • Bæjarráð - 509 Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 12. febrúar 2018.