212. fundur 08. mars 2018 kl. 16:30 - 18:51 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.
Óli Fjalar Ólason, fæddur 18. maí 1964, dáinn 23. febrúar 2018.

Fundarmenn risu úr sætum.

Gengið var til dagskrár.

1.Rekstrarleyfi, Grundargötu 8

Málsnúmer 1802029Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 12. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar Bjargs apartments ehf., um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Grundargötu 8.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn áréttar fyrri bókanir sínar um að ekki séu veittar jákvæðar umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir í íbúðabyggð, þar sem sú starfsemi samræmist ekki gildandi skipulagsáætlunum, né ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og -reglugerðar nr. 90/2013, sem og ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010.

Bæjarstjórn áréttar jafnframt að fyrirhugað sé að leggja skýrar línur um fjölda gistirýma í íbúðabyggð í þéttbýli sveitarfélagsins í aðalskipulagi sem nú er í endurskoðun. Áætlað er að endurskoðun aðalskipulags verði lokið í maí 2018.

Jafnframt er vegna þessa lagt fram erindi Pacta lögmanna f.h. Grundarfjarðarbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 2. mars sl., þar sem m.a. er óskað leiðbeininga stofnunarinnar varðandi umsagnir bæjarins vegna umsókna um rekstrar- og gistileyfi í íbúðabyggð í þéttbýli Grundarfjarðar á grundvelli 2. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 og 12. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um sama efni.

Í erindinu er m.a. óskað leiðsagnar um það hvort samþykkt bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar frá 14. desember 2017 geti staðið óbreytt eða ekki. Samþykktin var gerð á grundvelli álitsgerðar Pacta lögmanna frá 20. nóv. sl. sem unnin var fyrir bæinn.

Framangreindri afstöðu bæjarstjórnar, sem áðurnefnd samþykkt gerir grein fyrir, hefur verið mótmælt af rekstrarleyfishöfum sem eru nú, eða þurfa fyrirsjáanlega á næstu mánuðum, að sækja um endurnýjun rekstrarleyfa. Á grundvelli þessa telur bæjarstjórn, með vísan til 1. mgr. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að nauðsynlegt hafi verið að óska eftir leiðsögn Skipulagsstofnunar vegna þeirra álitaefna sem tiltekin eru í bréfinu.

Kallað hefur verið eftir því við Skipulagsstofnun að leiðsögn stofnunarinnar verði flýtt eins og frekast er kostur. Leiðbeiningar stofnunarinnar liggja ekki fyrir á fundinum en búast má við þeim á næstu dögum. Ekki liggur því fyrir á fundinum hvort einhverjar forsendur séu til þess að bæjarstjórn endurskoði efni bókunar frá fundi bæjarstjórnar þann 14.12.2017.

Endanleg umsögn bæjarstjórnar verður ekki afgreidd fyrr en leiðsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir mál í vinnslu.

3.Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - Styrktarsjóður EBÍ 2018

Málsnúmer 1802033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) frá 21. febrúar sl. varðandi styrktarsjóð félagsins.

4.Breytingar á mannvirkjalögum

Málsnúmer 1803009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Samband ísl. sveitarfélaga frá 28. febrúar sl. varðandi breytingar á mannvirkjalögum.

Til máls tóku EG og JÓK.

5.Heilbrigðiseftirlit, skýrsla

Málsnúmer 1803004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands frá 23. febrúar sl. varðandi hugsanlega íþróttaaðstöðu að Norðurgarði 4, Grundarfirði.

Til máls tóku EG, ÞS og HK.

6.Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerð 857. fundar stjórnar

Málsnúmer 1803008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 857. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 23. febrúar sl.

Til máls tóku EG, HK og ÞS.

7.Heilbrigðisnefnd Vesturlands, fundargerð 147. fundar

Málsnúmer 1803021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 12. febrúar sl.

8.Grundfirðingur SH-24/1202, uppsagnir

Málsnúmer 1803020Vakta málsnúmer

Flestum í áhöfn Grundfirðings SH-24 hefur verið sagt upp störfum.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af málinu og harmar uppsagnirnar.

Af þeim sökum óskar bæjarstjórn eftir fundi með eigendum fyrirtækisins eins fljótt og kostur er, þar sem farið verður yfir hugmyndir fyrirtækisins til vinnslu og veiða í Grundarfirði.

Samþykkt samhljóða.

9.Óbyggðarnefnd - Kröfur fjármála- og efnahagsráðherra

Málsnúmer 1802034Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Óbyggðanefndar frá 23. febrúar sl. varðandi kröfur fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins um þjóðlendur á Snæfellsnesi og opinbera kynningu óbyggðanefndar á þeim.

Bæjarstjóra falið að svara kröfum fjármála- og efnahagsráðherra.

Samþykkt samhljóða.

10.Bæjarráð - 509

Málsnúmer 1802002FVakta málsnúmer

  • 10.1 1501066 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 10.2 1701020 Íbúðamál
    Bæjarráð - 509 Lagðir fram tímabundnir húsaleigusamningar til sex mánaða vegna parhússins Sæbóls 44 og 44a, ásamt bréfum þar sem fram kemur að íbúðirnar muni verða settar á sölu.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða tilhögun þessa.

    Jafnframt lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Íbúðalánasjóð vegna Grundargötu 69 og bréf Íbúðalánasjóðs vegna Ölkelduvegs 3.

    Grundarfjarðarbæ stendur til boða að leigja íbúð að Ölkelduvegi 9.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við Íbúðalánasjóð og núverandi leigjendur.

    Samþykkt samhljóða.
  • 10.3 1802030 Ný vefsíða
    Bæjarráð - 509 Lagt fram tilboð í gerð nýrrar vefsíðu Grundarfjarðarbæjar. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir gagnlega vefi.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að hafist verði handa við gerð nýrrar vefsíðu og felur skrifstofustjóra og menningar- og markaðsfulltrúa að vinna áfram í málinu.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi frá 12. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar, vegna umsóknar Bjargs apartments ehf., um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Grundargötu 8.

    Húseignin er með gilt rekstrarleyfi til 15. janúar 2019. Rekstrarleyfið er bundið við leyfishafa og því ekki á neinn hátt framseljanlegt og fylgir því ekki með sölu eignarinnar.

    Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram bréf Líkamsræktarinnar ehf. frá 8. febrúar sl. þar sem sagt er upp leigusamningi.

    Bæjarráð telur starfsemi líkamsræktarstöðvar í Grundarfirði mikilvæga fyrir samfélagið og vonast til þess að fundin verði leið til að halda slíkri starfsemi áfram.

    Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Til máls tóku EG, BGE og ÞS.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram bréf Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins frá 8. febrúar sl. þar sem upplýsinga er óskað vegna tengingar þriggja fasa rafmagns.

    Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að svara erindinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • 10.7 1802014 Kjörskrárstofn 2018
    Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands frá 6. febrúar sl. varðandi breytingar á skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga frá 16. febrúar sl. þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 9. janúar sl. varðandi beiðni um fjárveitingu til hafnarframkvæmda á fjárlögum 2018.

    Unnið er að framgangi málsins og hefur m.a. verið kallað eftir fundi með ráðherra samgöngumála.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 8. febrúar sl. varðandi reikningsskil vegna uppgjörs sveitarfélaga við Brú lífeyrissjóð vegna laga nr. 127/2016.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar undirritað samkomulag um yfirtöku Héraðsnefndar Snæfellinga á lífeyrisskuldbindingum vegna B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Samkomulagið varðar fyrrum starfsmann Héraðsnefndar.
  • Bæjarráð - 509 Lagt fram til kynningar bréf frá upplýsingateymi Grunnskóla Grundarfjarðar varðandi styrk til tölvukaupa.

    Í fjárhagsáætlun ársins 2018 er gert ráð fyrir fjármagni til tölvukaupa.
  • Bæjarráð - 509 Lögð fram til kynningar fundargerð 147. fundar Heilbrigðisnefndar Vesturlands frá 12. febrúar 2018.

11.Rekstrarleyfi, Grundargötu 18

Málsnúmer 1802036Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar GG18 ehf. um rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki II að Grundargötu 18.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn áréttar fyrri bókanir sínar um að ekki séu veittar jákvæðar umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir í íbúðabyggð, þar sem sú starfsemi samræmist ekki gildandi skipulagsáætlunum, né ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010 og -reglugerðar nr. 90/2013, sem og ákvæðum laga um mannvirki nr. 160/2010.

Bæjarstjórn áréttar jafnframt að fyrirhugað sé að leggja skýrar línur um fjölda gistirýma í íbúðabyggð í þéttbýli sveitarfélagsins í aðalskipulagi sem nú er í endurskoðun. Áætlað er að endurskoðun aðalskipulags verði lokið í maí 2018.

Jafnframt er vegna þessa lagt fram erindi Pacta lögmanna f.h. Grundarfjarðarbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 2. mars sl., þar sem m.a. er óskað leiðbeininga stofnunarinnar varðandi umsagnir bæjarins vegna umsókna um rekstrar- og gistileyfi í íbúðabyggð í þéttbýli Grundarfjarðar á grundvelli 2. gr. laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 85/2007 og 12. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 um sama efni.

Í erindinu er m.a. óskað leiðsagnar um það hvort samþykkt bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar frá 14. desember 2017 geti staðið óbreytt eða ekki. Samþykktin var gerð á grundvelli álitsgerðar Pacta lögmanna frá 20. nóv. sl. sem unnin var fyrir bæinn.

Framangreindri afstöðu bæjarstjórnar, sem áðurnefnd samþykkt gerir grein fyrir, hefur verið mótmælt af rekstrarleyfishöfum sem eru nú, eða þurfa fyrirsjáanlega á næstu mánuðum, að sækja um endurnýjun rekstrarleyfa. Á grundvelli þessa telur bæjarstjórn, með vísan til 1. mgr. 4. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að nauðsynlegt hafi verið að óska eftir leiðsögn Skipulagsstofnunar vegna þeirra álitaefna sem tiltekin eru í bréfinu.

Kallað hefur verið eftir því við Skipulagsstofnun að leiðsögn stofnunarinnar verði flýtt eins og frekast er kostur. Leiðbeiningar stofnunarinnar liggja ekki fyrir á fundinum en búast má við þeim á næstu dögum. Ekki liggur því fyrir á fundinum hvort einhverjar forsendur séu til þess að bæjarstjórn endurskoði efni bókunar frá fundi bæjarstjórnar þann 14.12.2017.

Endanleg umsögn bæjarstjórnar verður ekki afgreidd fyrr en leiðsögn Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða.

12.Veiðigjöld

Málsnúmer 1803001Vakta málsnúmer

Kynnt samantekt um áskoranir í sjávarútvegi sem unnin var af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi í janúar 2018. Í samantektinni er m.a. farið yfir útreikninga veiðigjalds, hvernig fjárhæð þess hefur þróast og hvernig skipting þess er á mismunadi flokka veiða og vinnslu.

Mikilvægt er að við ákvörðun á áframhaldandi álagningu gjaldanna verði útreikningsgrunnar endurskoðaðir miðað við útgerðar- og fiskvinnsluflokka. Jafnframt er nauðsynlegt að leitast verði við að öllum flokkum verði gert jafnt undir höfði varðandi álagningu gjaldanna. Ennfremur þarf að skoða sérstaklega áhrif veiðigjalds á byggðaþróun í landinu. Álagning gjaldanna verður að taka mið af því að samkeppnishæfni greinarinnar verði höfð að leiðarljósi og byggðaþróun verði ekki raskað.

Til máls tóku EG, RG og ÞS.

Bókun bæjarstjórnar:

"Bæjarstjórn Grundarfjarðar telur mikilvægt að löggjöf um veiðigjöld verði endurskoðuð, en gildandi reiknigrunnur gjaldsins var samþykktur með lögum nr. 74/2012 og átti að gilda í þrjú fiskveiðiár. Alþingi þarf því annað hvort að framlengja gildandi reglu eða samþykkja nýja reiknireglu fyrir fiskveiðiárið 2018/2019.
Mikilvægt er að veiðigjöld séu ákvörðuð þannig að þau verði ekki meira íþyngjandi fyrir suma flokka veiða en aðra. Hófleg gjaldtaka mun til lengri tíma litið tryggja fjölbreyttan og öflugan sjávarútveg og eðlilega byggðaþróun.

Mikilvægt er að við ákvörðun á nýrri reiknireglu veiðigjalda verði þess gætt að jafnræði sé á álagningunni niður á einstakar fisktegundir. Sérstaklega er mikilvægt að vægi veiðigjalds á hverja fisktegund verði svipað og að vægi milli uppsjávar- og bolfiskveiða verði jafnað. Við ákvörðun þessara gjalda þarf að hafa í huga að raska ekki byggðaþróun og að allir útgerðarflokkar hafi sambærilega möguleika."

Samþykkt samhljóða.

13.Almannavarnarnefnd

Málsnúmer 1803003Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samkomulagi um skipan sameiginlegrar almannavarnarnefndar í umdæmi lögreglunnar á Vesturlandi.

Bæjarsjórn samþykkir samhljóða fyrirkomulag almannavarna á svæðinu eins og því er lýst í samkomulagsdrögunum.

14.Persónuverndarmál

Málsnúmer 1803006Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn varðandi ný lög um persónuvernd og hvaða þýðingu þau hafa fyrir sveitarfélögin í landinu.

Til máls tóku EG, SÞ og ÞS.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að vinna að kynningu þessara mála hjá Grundarfjarðarbæ og fá sérfræðing til þess að funda með forstöðumönnum, bæjarstjórn og nefndum bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

15.Aðalfundur SSV, kosning fulltrúa

Málsnúmer 1802037Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem haldinn verður í Borgarbyggð 19. mars nk.

Lagt til að aðalfulltrúar Grundarfjarðarbæjar verði Eyþór Garðarsson, Berghildur Pálmadóttir og Jósef Ó. Kjartansson.

Til vara verði Hinrik Konráðsson, Elsa Bergþóra Björnsdóttir og Bjarni Georg Einarsson.

Samþykkt samhljóða.

16.Sorpurðun Vesturlands

Málsnúmer 1803007Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð aðalfundar Sorpurðunar Vesturlands hf., sem haldinn verður í Borgarbyggð 19. mars nk.

Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu mæta á fundinn.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd - 186

Málsnúmer 1802003FVakta málsnúmer

  • 17.1 1710056 Ferðamál, bréf
    Bréf Kolbrúnar Grétarsdóttur: Mótmæli og athugasemdir í samræmi við grenndarkynningu við Hellnafell. Skipulags- og umhverfisnefnd - 186 Skipulags- og umhverfisvernd frestar fyrirtöku athugasemda vegna grenndarkynningar við Hellnafell og felur byggingarfulltrúa að kanna málið frekar.

    Nefndin leggur til að farið verði í grenndarkynningu vegna stöðuleyfis í Torfabót fyrir fyrirhugaðan rekstur.
    Byggingarfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir Sæbóli 1-9, Sæbóli 16 og Sæbóli 18.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur einnig til að gengið verði frá lóðarmörkum á lóðinni við Hellnafell nr. 211-4670 (01 0101) sem allra fyrst.

    Unnur Þóra vék af fundi undir þessum lið.
    Jósef Ó Kjartansson sat á fundi undir þessum lið.


    .
    Bókun fundar EG vék af fundi undir þessum lið og RG tók við stjórn fundarins.

    Til máls tóku RG, HK, JÓK, ÞS og EBB.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar að gengið verði frá lóðamörkum á lóðinni við Hellnafell.
    Endanleg ákvörðun um stöðuleyfi verður tekin þegar grendarkynning hefur farið fram.

    Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingafulltrúa að svara bréfritara.

    Samþykkt samhljóða.

    Jafnframt felur bæjarstjórn skipulags- og byggingafulltrúa að hefja vinnu við yfirferð lóðaleigusamninga sveitarfélagsins.

    Samþykkt samhljóða.

    EG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
  • Fyrirspurn frá Gunnari Þorkelssyni varðandi Grundarfjarðarflugvöll Skipulags- og umhverfisnefnd - 186
    2. 1802038 - Grundarfjarðarflugvöllur-deiliskipulag

    Skipulags- og umhverfisvernd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja málið í deili skipulagsferli
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:51.