Málsnúmer 1802013

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87. fundur - 09.11.2018

Ragnheiður Dröfn gerði að umræðuefni, að enginn fulltrúi úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar hefði tekið þátt í ungmennaþingi Vesturlands 2.-3. nóvember sl.

Heiður, fulltrúi með ungmennaráði, kom á fundinn.
Heiður og bæjarstjóri skýrðu frá því að gengið hefði verið eftir því að fulltrúar eða varafulltrúar í ungmennaráði tækju þátt, en fulltrúarnir hefðu ekki gefið kost á sér eða átt tök á því. Ungmennaráð tók hins vegar þátt í landsfundi og málþingi sveitarfélaga um jafnréttismál 18. september sl. en yfirskriftin var „ungt fólk og jafnréttismál“.


Gestir

  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir umsjónarmaður ungmennaráðs