87. fundur 09. nóvember 2018 kl. 14:00 - 16:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Íþróttamaður ársins 2018

Málsnúmer 1810007Vakta málsnúmer

Tilnefningar til íþróttamanns Grundarfjarðar 2018. Kjör íþróttamanns.
Fyrir lágu alls fimm tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2018 frá íþróttafélögum og frá deildum UMFG. Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglur þar að lútandi. Niðurstaða lá fyrir en verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei í samkomuhúsinu sunnudag 2. des. nk.
Bæjarstjóri mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson f.h. knattspyrnuráðs UMFG
  • Valdís Ásgeirsdóttir f.h. fimleikadeildar UMFG
  • Heiðar Bjarnason f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar
  • Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir f.h. Skotfélags Snæfellsness, í síma á fundinum

2.Ungmennaþing á Vesturlandi 2018 Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands.

Málsnúmer 1802013Vakta málsnúmer

Ragnheiður Dröfn gerði að umræðuefni, að enginn fulltrúi úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar hefði tekið þátt í ungmennaþingi Vesturlands 2.-3. nóvember sl.

Heiður, fulltrúi með ungmennaráði, kom á fundinn.
Heiður og bæjarstjóri skýrðu frá því að gengið hefði verið eftir því að fulltrúar eða varafulltrúar í ungmennaráði tækju þátt, en fulltrúarnir hefðu ekki gefið kost á sér eða átt tök á því. Ungmennaráð tók hins vegar þátt í landsfundi og málþingi sveitarfélaga um jafnréttismál 18. september sl. en yfirskriftin var „ungt fólk og jafnréttismál“.


Gestir

  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir umsjónarmaður ungmennaráðs

3.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Umræða varð um ýmis atriði sem snerta fjölskyldumál, s.s. samskipti kynslóða og forvarnir.
Samþykkt var að fá forvarnafulltrúa FSN til að koma og ræða við nefndina síðar.

Í tengslum við þennan lið var einnig rætt um eftirfarandi atriði:
- skák; hvernig megi efla áhuga og færni grunnskólanemenda í skák
- 100 ára fullveldi: hátíð í grunnskóla 1. des.
- fræðslu inní grunnskóla um vímugjafa


4.Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd

Málsnúmer 1810006Vakta málsnúmer

Nefndin leggur til að leitað verði eftir sameiginlegum fundi með öllum íþrótta- og æskulýðsfélögum í bænum, þar sem félög og ráð kynni stuttlega starfsemi sína fyrir nefndinni og hvert öðru. Einnig verði rætt um sameiginleg hagsmunamál og mál sem íþrótta- og æskulýðsnefnd getur unnið að eða stutt við. Fundurinn verði ennfremur nýttur sem liður í endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins - þar sem færi gefist til umræðu um tiltekin efni sem snerta stefnuna.

Fundargerð upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:50.