Málsnúmer 1802014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 509. fundur - 22.02.2018

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskrár Íslands frá 6. febrúar sl. varðandi breytingar á skráningu námsmanna á Norðurlöndunum á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar.

Bæjarráð - 513. fundur - 18.05.2018

Lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands frá 6. maí sl. um meðferð kjörskrárstofna vegna sveitarjórnarkosninga. Skv. 1. mgr. 26. gr. kosningalaga skulu kjörskrár lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 16. maí 2018. Kjörskrá liggur fram á bæjarskrifstofu frá þeim degi.

Jafnframt lagður fram kjörskrárstofn í Grundarfirði. Á kjörskrá eru 626 manns, 315 karlar og 311 konur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kjörskrárstofn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.