513. fundur 18. maí 2018 kl. 12:00 - 15:59 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson Bæjarstjóri
Dagskrá

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram og yfirfarið yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Áhaldahús, húsnæði o.fl

Málsnúmer 1804046Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð Grundarfjarðarbæjar í húseignina Nesvegur 19, matshluta 01 0102. Kaupverðið er 19,3 m.kr. Um er að ræða iðnaðarhús sem ætlað er undir starfsemi áhaldahúss.
Bæjarráð samþykkir tilboðið og vísar endanlegri afgreiðslu til bæjarstjórnar.

3.Kjörskrárstofn 2018

Málsnúmer 1802014Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Þjóðskrár Íslands frá 6. maí sl. um meðferð kjörskrárstofna vegna sveitarjórnarkosninga. Skv. 1. mgr. 26. gr. kosningalaga skulu kjörskrár lagðar fram eigi síðar en miðvikudaginn 16. maí 2018. Kjörskrá liggur fram á bæjarskrifstofu frá þeim degi.

Jafnframt lagður fram kjörskrárstofn í Grundarfirði. Á kjörskrá eru 626 manns, 315 karlar og 311 konur.

Bæjarráð samþykkir samhljóða fyrirliggjandi kjörskrárstofn og felur bæjarstjóra að undirrita hann.

4.Framkvæmdir 2018

Málsnúmer 1710023Vakta málsnúmer

Farið var yfir helstu framkvæmdir sem unnar verða á árinu 2018.
Verið er að ganga frá samningum um lagfæringu á leikskólanum og verður hafist handa þar á næstunni. Miðað er við að haldið verði áfram með lagfæringar á grunnskóla, þegar skóla lýkur.Verið er að kanna með kaup á hoppubelg. Lagfæringar og undirbúningur er í gangi vegna tjaldsvæðis. Kynntar hugmyndir um kaup á klósettgámi sem hugmyndin er að setja upp á tjaldsvæði, slík framkvæmd yrði til mikilla bóta fyrir þjónustu tjaldsvæðisins.
Lokið er við eldvarnir og ýmsar lagfæringar í samkomuhúsi. Verið er að ljúka við tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi bæjarins, sem verður væntanlega sett í auglýsingu í næstu viku. Í undirbúningi er að gera göngustíg í gegnum Paimpolgarðinn frá Hrannarstíg yfir að Grunnskóla. Í undirbúningi eru lagfæringar á bæjargirðingunni.
Ný gata milli Nesvegar og Sólvalla er í hönnun og er gert ráð fyrir að unnt verði að fara í þá framkvæmd seinnihluta sumars og vonandi að ljúka við malbikun hennar í framhaldi.
Lögð fram tilboð í götumálun og kantsteina við bílastæði. Jafnframt var farið yfir hugmyndir um gerð og lagfæringu gangstétta. Bæjarráð leggur áherslu á að farið verði sem fyrst í framkvæmdir við gangstétt upp Ölkelduveg.

Bæjarráð samþykkir að keyptur verði klósettgámur á tjaldsvæðið, jafnframt að fenginn verði aðili til þess að mála götur bæjarins og að keyptir verði bílastæðasteinar skv. tilboði til að setja við sundlaug og grunnskóla.
Ennfremur samþykkt að kanna með kaup á hoppubelg og finna endanlega staðsetningu fyrir slíkt tæki.
Byggingafulltrúa falið að hafa forgöngu um þessi mál í samvinnu við forstöðumann áhaldahúss og fasteigna bæjarins.
Bæjarráð er að öðru leyti samþykkt þeim verkáætlunum sem í gangi eru.

5.Skipulags- og byggingafulltrúi

Málsnúmer 1804039Vakta málsnúmer

Farið yfir málefni Skipulags- og byggingarfulltrúa.

Bæjarráð samþykkir að auglýsa starf skipulags- og byggingafulltrúa aftur laust til umsóknar.

6.Menningar- og markaðsfulltrúi

Málsnúmer 1805008Vakta málsnúmer

Menningar- og markaðsfulltrúi hefur sagt starfi sínu lausu. bæjarstjórn vísaði málinu til vinnslu í bæjarráði.

Lögð fram samantekt um starfssvið menningar-og markaðsfulltrúa. Þar kemur vel fram í hverju helstu verkefni viðkomandi starfsmanns eru fólgin.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra í samráði við formann bæjarráðs að yfirfara starfslýsingu starfsins í samræmi við umræður á fundinum..

7.Utan kjörfundar atkvæðagreiðsla

Málsnúmer 1710016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dómsmálaráðuneytisins frá 11. maí sl., sem er svar við erindum bæjaryfirvalda um það að unnt verði að kjósa utankjörfundar í Grundarfirði vegna komandi sveitarstjórnarkosningar.

Ráðuneytið metur það svo að ekki sé skylt að hafa atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í Grundarfirði miðað við gildandi lög og reglur. Ráðuneytið bendir þó á að það sé á forræði sýslumannsins að meta hvort nauðsyn er á að unnt sé að greiða atkvæði utan kjörfundar á öðrum stöðum en skrifstofum sýslumannsins. Við það mat skuli m.a. tekið mið af því hvort kjósendur sem ekki geta greitt atkvæði á kjördag þurfi um langan veg að fara til að greiða atkvæði sitt. Ekki sé gert ráð fyrir í lögum að unnt sé að kjósa utan kjörfundar í hverju og einu sveitarfélagi.

Bæjaryfirvöld í Grundarfirði ítreka mótmæli sín vegna þess að ekki sé boðið upp á utankjörfundaratkvæðagreiðslu í sveitarfélaginu eins og til að mynda var gert í síðustu Alþingiskosningum. Með slíkri ákvörðun sé ekkert tillit tekið til þesss að almenningssamgöngur séu stopular milli staða á landsbyggðinni. Með ákvörðun af þessum toga er jafnræðisreglan ekki í heiðri höfð gagnvart öllum íbúum þessa lands.
Bæjarráð skorar á sýslumanninn á Vesturlandi að sjá til þess að að Grundfirðingar geti kosið utan kjörfundar, í heimabyggð fyrir komandi kosningar.
Samþykkt að fela bæjarstjóra að vinna að úrlausn málsins með dómsmálaráðuneytinu til framtíðar.

8.Laun bæjarfulltrúa og nefnda í Grundarfirði

Málsnúmer 1805029Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að launum bæjarfulltrúa og nefnda í Grundarfirði.

Að lokinni umfjöllun var lagt til að tillagan yrði samþykkt og að laun samkvæmt henni verði greidd frá og með 1. júní nk.
Bæjarráð samþykkir tillöguna samhljóða.

9.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1805009Vakta málsnúmer

Lagðar fram breytingartillögur á samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Eftir yfirferð og smávægilegar breytingar samþykkti bæjarráð fyrirliggjandi tillögur að breytingum að samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
Tillögunum vísað til afgreiðslu í bæjarstjórn.

10.Landskerfi bókasafna hf. Aðalfundur 2018

Málsnúmer 1805025Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frá Landskerfi bókasafna dags. 9. maí sl. Í bréfinu er boðað til aðalfundar Landskerfis bókasafna, sem verður 30. maí nk. í Reykjavík.

11.Snæfrost, hluthafafundur

Málsnúmer 1804045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 15. maí sl., þar sem boðað er til hluthafafundar í Snæfrost h/f.

12.Öryrkjabandalag Íslands - Málþing um reynsluna af greiðsluþátttöku í heilbrigðisþjónustu

Málsnúmer 1805026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dags. 15. maí sl., frá Öryrkjabandalaginu, þar sem boðað er til málþings 29. maí nk.

13.Bindindissamtökin IOGT á Íslandi - Umsögn frumvarp

Málsnúmer 1805016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá IOGT dags. 22. mars sl.

Fundi slitið - kl. 15:59.