Málsnúmer 1803020

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 212. fundur - 08.03.2018

Flestum í áhöfn Grundfirðings SH-24 hefur verið sagt upp störfum.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af málinu og harmar uppsagnirnar.

Af þeim sökum óskar bæjarstjórn eftir fundi með eigendum fyrirtækisins eins fljótt og kostur er, þar sem farið verður yfir hugmyndir fyrirtækisins til vinnslu og veiða í Grundarfirði.

Samþykkt samhljóða.