Málsnúmer 1803028

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 510. fundur - 21.03.2018

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Suðurlandi, dags. 6. mars sl., þar sem þeir bjóða fram þjónustu sína fyrir bæjarfélagið með vísan í tilkynningu Óbyggðanefndar frá 16. febrúar sl., sem birtist í Lögbirtingablaðinu 23. feb. 2018, varðandi kröfur ríkisins um að ákveðin landssvæði á Snæfellsnesi verði úrskurðuð þjóðlendur.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um möguleg þjónustukaup vegna þessara mála.