510. fundur 21. mars 2018 kl. 12:00 - 14:42 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Hinrik Konráðsson (HK) formaður
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Eyþór Garðarsson (EG)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS)
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS)
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur

Málsnúmer 1803043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 31.12.2017.

3.Útsvarsskuldir

Málsnúmer 1803044Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir útsvarsskuldir.

4.Landslög - Deiliskipulag á Sólvallarreit

Málsnúmer 1803029Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Landslögum dags. 7. mars sl. vegna athugasemda við breytingu á deiliskipulagi á Sólvallarreit. Bréfið er ritað fyrir hönd eiganda íbúðar að Nesvegi 13, fastanr. 211-5224.

Bæjarstjóra falið í samráði við lögmann bæjarins að ræða við bréfritara.

Samþykkt samhljóða.

5.Sæból 44, tilboð

Málsnúmer 1803047Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í húseignina Sæból 44.

Bæjarstjóra falið að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða.

6.Ölkelduvegur 9

Málsnúmer 1803038Vakta málsnúmer

Íbúð að Ölkelduvegi 9 var auglýst laus til umsóknar. Þrjár umsóknir bárust.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Söndru Önnu Kilanowska íbúðinni, að uppfylltum þeim skilyrðum sem bæjarráð setur.

7.Slökkvilið, tryggingar

Málsnúmer 1803037Vakta málsnúmer

Lögð fram tilboð frá VÍS í hópslysatryggingar slökkviliðsmanna, með styttri biðtíma en áður, eða tveimur vikum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að slysatrygging hlutastarfandi slökkviliðsmanna taki mið af ákvæðum í grein 14.4.2 í kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

8.Lögmenn Suðurlandi - Lög um þjóðlendur

Málsnúmer 1803028Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Lögmönnum Suðurlandi, dags. 6. mars sl., þar sem þeir bjóða fram þjónustu sína fyrir bæjarfélagið með vísan í tilkynningu Óbyggðanefndar frá 16. febrúar sl., sem birtist í Lögbirtingablaðinu 23. feb. 2018, varðandi kröfur ríkisins um að ákveðin landssvæði á Snæfellsnesi verði úrskurðuð þjóðlendur.

Bæjarstjóra falið að ræða við bréfritara um möguleg þjónustukaup vegna þessara mála.

9.Fyrirspurn Grundarfjarðarbæjar, svar Skipulagsstofnunar

Málsnúmer 1803046Vakta málsnúmer

Lagt fram svar Skipulagsstofnunar frá 9. mars sl., þar sem stofnunin svarar fyrirspurnum bæjarins vegna umsagna um rekstrar- og gistileyfisumsóknir í íbúðabyggð í þéttbýli Grundarfjarðar á grundvelli laga og reglugerða sem um málið gilda.

Með bókun dags. 14.12.2017 ákvað bæjarstjórn Grundarfjarðar að jákvæðar umsagnir um umsóknir um rekstrarleyfi gististaða í flokki II, sbr. lög nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, yrðu aðeins veittar ef fyrirhuguð starfsemi væri í samræmi við gildandi skipulagsáætlanir og ef öll tilskilin leyfi skv. lögum um mannvirki væru fyrir hendi vegna þeirrar fasteignar sem fyrirhugað væri að hafa reksturinn í.

Framangreind ákvörðun var tekin í framhaldi af ráðgjöf lögmanns bæjarins þar um, en sú ráðgjöf var síðar staðfest með leiðbeiningum Skipulagsstofnunar um efnið, en leitað var sérstaklega til stofnunarinnar vegna þessa. Með hliðsjón af ráðgjöf lögmanns bæjarins og leiðbeiningum Skipulagsstofnunar telur bæjarráð að framangreind ákvörðun bæjarstjórnar sé lögum samkvæmt.

Frá því að framangreind ákvörðun var tekin hafa bæjaryfirvöld orðið þess áskynja að ákvörðunin kunni að koma illa við núverandi rekstrarleyfishafa sem séu í þeirri stöðu nú að þurfa að sækja um nýtt leyfi í stað leyfis sem er að renna út. Þeir hafi þannig lent á milli steins og sleggju sem ekki hafi verið ætlun bæjaryfirvalda.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn með tilliti til framangreindra atriða að æskilegt sé að veittar séu jákvæðar umsagnir um umsóknir um rekstrarleyfi í húseignum sem þegar hafa slík rekstrarleyfi, þar til endurskoðað aðalskipulag tekur gildi.

Bæjarráð samþykkti samhljóða að vísa málsmeðferð þessari til afgreiðslu bæjarstjórnar.


10.Útrásamál

Málsnúmer 1803045Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Grundarfjarðarbæjar til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þar sem óskað er eftir að eftirlitið taki að sér sýnatöku við útrásir bæjarins.

Fyrir liggja mælingar af þessum toga frá árinu 2003, sem Náttúrustofa Vesturlands vann. Eðlilegt og nauðsynlegt er að nýjar mælingar verði gerðar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að vera í sambandi við heilbrigðiseftirlitið varðandi framvindu mála.

11.Sannir Landvættir, salernismál

Málsnúmer 1712012Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Sannra Landvætta ehf. frá 19. mars. sl., þar sem fyrirtækið vísar í fund sem það átti með bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa um uppbyggingu og rekstur á þjónustu við ferðamenn í Grundarfirði. Í bréfinu rekja fulltrúar fyrirtækisins hugmyndir sínar að mögulegri uppbyggingu slíkrar þjónustu.

Bæjarráð telur hugmyndirnar mjög áhugaverðar og felur bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að framgangi málsins með fyrirtækinu með það að markmiði að þjónustuhús af þessum toga geti verið tilbúið til notkunar sem fyrst.

12.Orkusjóður, styrkir

Málsnúmer 1803042Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing frá Orkusjóði varðandi sérstaka styrki árið 2018. Styrkirnir eru sérstaklega ætlaðir til verkefna sem leiða til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis og mannvirkja í eigu sveitarfélaga.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að sækja um í sjóðinn.

Samþykkt samhljóða.

13.Tillaga að deiliskipulagi - Kolgrafafjörður

Málsnúmer 1803036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar deiliskipulagstillaga áfangastaðar við Kolgrafafjörð. Tillagan er á vinnslustigi og hefur verið auglýst sem slík.

14.Tillaga að deiliskipulagi- Kirkjufellsfoss

Málsnúmer 1803035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar deiliskipulagstillaga áfangastaðar við Kirkjufellsfoss. Tillagan er á vinnslustigi og hefur verið auglýst sem slík.

15.Listvinafélag Grundarfjarðarkirkju - Ársuppgjör 2017

Málsnúmer 1803039Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju fyrir árið 2017.

16.Golfklúbburinn Vestarr - Ársuppgjör 2017

Málsnúmer 1803032Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarr fyrir árið 2017.

17.Karlakórinn Kári - Ársuppgjör 2017

Málsnúmer 1803030Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Karlakórsins Kára fyrir árið 2017.

18.Fiskistofa, aflahlutdeildir

Málsnúmer 1803023Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt Fiskistofu á aflahlutdeildum.

19.Opinber innkaup

Málsnúmer 1803040Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar tengiliðahóps um opinber innkaup dags. 5. mars 2018. Einnig lagt fram bréf dags. 19. mars frá Sambandi ísl. sveitarfélaga til Ríkiskaupa um samstarf Ríkiskaupa og sveitarfélaga um rammasamninga o.fl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 14:42.