Málsnúmer 1803045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 510. fundur - 21.03.2018

Lagt fram erindi Grundarfjarðarbæjar til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þar sem óskað er eftir að eftirlitið taki að sér sýnatöku við útrásir bæjarins.

Fyrir liggja mælingar af þessum toga frá árinu 2003, sem Náttúrustofa Vesturlands vann. Eðlilegt og nauðsynlegt er að nýjar mælingar verði gerðar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa að vera í sambandi við heilbrigðiseftirlitið varðandi framvindu mála.