Málsnúmer 1804028

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 214. fundur - 12.04.2018

Lagt fram erindi Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, varðandi umsögn félagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Óskað er eftir stuðningi sveitarstjórna á Snæfellsnesi við frumvarpið.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar tekur undir umsögn Snæfells, félags smábátaeigenda, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.

Sérstaklega er tekið undir breytingu á ákvæðum 2. mgr. 6. gr. laganna, varðandi takmarkanir strandveiða við 12 veiðidaga fyrir hvert skip innan hvers mánaðar mánuðina maí-ágúst.

Með þessari breytingu verður sóknaröryggi mun meira en verið hefur fyrir strandveiðibáta heldur en er við núgildandi löggjöf. Áhætta við sjósóknina er mun minni ef bátarnir geta valið sér góðviðrisdaga í hverjum mánuði, frekar en að þurfa að róa við mismunandi góð veðurskilyrði.

Samþykkt samhljóða.