214. fundur 12. apríl 2018 kl. 16:30 - 19:28 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
  • Berghildur Pálmadóttir (BP)
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
Starfsmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Kristinn Kristófersson og Marinó Mortensen frá Deloitte sat fundinn undir lið 2.

Forseti setti fund.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingum:
Stúlka fædd 14.03.2018. Foreldrar hennar eru Bryndís Guðmundsdóttir og Bjarni G. Einarsson.
Drengur fæddur 04.04.2018. Foreldrar hans eru Kristjana Hákonía Hlynsdóttir og Hjörtur Steinn Fjeldsted.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Forseti bar upp tillögu þess efnis að tekinn verði á dagskrá með afbrigðum dagskrárliðurinn Snæfell, félag smábátaeigenda, sem yrði liður 10 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Hafnarstjórn - 15

Málsnúmer 1804001FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjórn - 15 Lagður fram og kynntur ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðar fyrir árið 2017.

    Hafnarstjórn samþykkir ársreikninginn samhljóða.
  • Hafnarstjórn - 15 Lagt fram yfirlit yfir kröfur Grundarfjarðarhafnar á fyrirtækið Dagdísi ehf., samtals að fjárhæð 167.084 kr.
    Hafnarstjórn samþykkir að kröfurnar verði afskrifaðar.
  • Hafnarstjórn - 15 Tjónvaldur vegna mengunarslysa skal greiða kostnað sem hlýst af slíkri mengun í höfnum og hafnarsvæðum.
    Nauðsynlegt er að í gjaldskrá hafnarinnar séu ákvæði um innheimtu gjalds vegna slíkra atburða.
    Lagt er til að ákvæði verði sett inn í gjaldskrá hafnarinnar um það að heimilt sé að rukka fyrir mengunarvarnarbúnað sem þarf að nota við slíkar aðgerðir og að notuð verði gjaldskrá yfir útselda vinnu hafnarinnar hvað varðar vinnu starfsmanna hennar. Gjaldskrár annarra um útselda vinnu gilda fyrir vinnu þeirra. Hér er átt við vinnu slökkviliðs eða annarra björgunaraðila sem að málum koma.

    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra að setja inn ákvæði þessa efnis í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar.
  • Hafnarstjórn - 15 Lögð fram viðbragðsáætlun sem unnin hefur verið fyrir Grundarfjarðarhöfn af hafnarstjóra og dags. 20. febrúar 2018.
    Hafnarstjóri fór yfir áætlunina og gerði grein fyrir helstu atriðum hennar.
    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi viðbragðsáætlun fyrir Grundarfjarðarhöfn.
  • Hafnarstjórn - 15 Lagt fram bréf Orkustofnunar frá 20. mars. sl., varðandi umsögn stofnunarinnar um tilkynningu Grundarfjarðarhafnar um fyrihugaða efnistöku hafnarinnar á allt að 260.000 rúmetrum efnis á landi og hafsbotni í Grundarfirði. Efnistakan er áætluð vegna fyrirhugaðra hafnarframkvæmda við Norðurgarð.
    Jafnframt lögð fram drög að svari við umsögn Orkustofnunar, sem hafnaryfirvöld hafa unnið að í samvinnu við Vegagerðina.
    Hafnarstjórn felur hafnarstjóra ásamt stjórnarformanni að ljúka við svarið og senda það til Skipulagsstofnunar.
  • Hafnarstjórn - 15 Lagt fram bréf Grundarfjarðarhafnar til samgönguráðherra frá 12. des sl., varðandi fjárveitingar til lengingar Norðurgarðs í Grundarfirði. Í bréfinu er óskað eftir fjárveitingum þ.a. hefja megi framkvæmdir á árinu 2018 eins og ráðgert var í gildandi samgönguáætlun áranna 2015-2018.
    Hafnarstjóra og stjórnarformanni falið að vinna áfram í málinu og eiga fund með samgönguráðherra.
  • 1.7 1804010 Bílakaup
    Hafnarstjórn - 15 Lagðar fram upplýsingar um bílakaup fyrir Grundarfjarðarhöfn, en keyptur hefur verið nýr transporter pallbíll, sem leysir eldri bíl af hólmi.
    Hafnarstjórn samþykkir kaupin.
  • Hafnarstjórn - 15 Í vinnu við endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðarbæjar er gert ráð fyrir að hafnarsvæðið verði skert, við Nesveg 1, frá því sem er í gildandi skipulagi.
    Hafnarstjórn telur eðlilegt að hafnarsvæðið verði óbreytt miðað við gildandi aðalskipulag.
    Jafnframt telur hafnarstjórn mikilvægt að útrásarmál á svæðinu verði tekin til skoðunar.
  • Hafnarstjórn - 15 Hafnarstjóri fór yfir og kynnti hvernig staðið yrði að kynningar og markaðasmálum hafnarinnar.
  • Hafnarstjórn - 15 Lagt fram aðalfundarboð Snæfrosts h/f, vegna ársins 2017, sem haldinn veður í Sögumiðstöðinni Grundarfirði miðvikudaginn 11. apríl nk. kl. 16.30
    Fulltrúar hafnarinnar munu mæta fundinn.
  • Hafnarstjórn - 15 Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar Hafnasambans Íslands nr. 398 til 401
  • Hafnarstjórn - 15 Lögð fram til kynningar reglugerð nr. 580 frá 14. júní 2017 um slysavarnir og öryggisbúnað í höfnum.

2.Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar 2017

Málsnúmer 1804016Vakta málsnúmer

Kristinn Kristófersson og Marinó Mortensen frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið. Þeir fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2017 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.003,1 millj. kr., þar af voru 876,9 millj. kr. vegna A-hluta.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 12,2 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var neikvæð um 22,9 millj. kr.

Helsta ástæða fyrir taprekstri árið 2017 er vegna uppgjörs við Brú lífeyrissjóð að fjárhæð 180,6 millj. kr., en 49,1 millj. voru gjaldfærðar meðal launa og launatengdra gjalda á árinu 2017. Ef þessi gjaldfærsla hefði ekki átt sér stað hefði rekstrarniðurstaða ársins orðið jákvæð um 36,9 millj. kr.

Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 7,09%.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.428,7 millj. kr. og skuldaviðmið 138,25% en var 140,47% árið áður.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 673,8 millj. kr. í árslok 2017 og eiginfjárhlutfall var 32,5% en var 31,3% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 81,7 millj. kr. og handbært fé í árslok 9,9 millj. kr. en var 94,5 millj. kr. árið áður.

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2017 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

3.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, óskað eftir upplýsingum varðandi fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 1804002Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags. 26. mars sl., varðandi samanburð á fjárhagsáætlun 2016 og ársreikningi þess árs.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að svara bréfinu.

4.Líkamsræktin ehf., vegna leigusamnings

Málsnúmer 1802018Vakta málsnúmer

RG vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf frá rekstraraðila Líkamsræktarinnar ehf., sem rekur líkamsræktarstöðina í Íþróttahúsi Grundarfjarðar.

Til máls tóku EG, JÓK, HK, BGE og ÞS.

Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið og mun leitast við að gerður verði leigusamningur um húsið við þann aðila sem hefur reksturinn á hendi á hverjum tíma. Gera má ráð fyrir að leigufjárhæð verði svipuð.

Samþykkt samhljóða.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum.

5.Vestfjarðavíkingurinn 2018

Málsnúmer 1803019Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur vegna Vestfjarðarvíkingsins 2018 þar sem óskað er eftir fjárstyrki vegna mótsins.

Bæjarstjórn getur því miður ekki orðið við erindinu.

Samþykkt samhljóða.

6.Grundargata 12 og 14, fyrirspurn

Málsnúmer 1712013Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dags 5. apríl sl. frá lóðarhafa lóðanna Grundargötu 12 og 14 þar sem óskað er eftir heimild til þess að starfrækja gistingu fyrir ferðamenn í húsunum sem byggð verði á lóðunum, ef húsin hvorki seljast né leigjast á almennum markaði.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn telur sér ekki fært að verða við erindinu, en bendir á að við endurskoðun aðalskipulags bæjarins verður sett fram stefna um möguleika á rekstri gistiheimila fyrir ferðamenn í íbúðabyggð.

Samþykkt samhljóða.

7.Leigusamningur Grafarland/Lambakróarholt

Málsnúmer 1710024Vakta málsnúmer

BP vék af fundi undir þessum lið.

Lagður fram leigusamningur milli Grundarfjarðarbæjar og Bárðar Rafnssonar um leigu á landi við Lambakróarholt.

Til máls tóku EG og JÓK.

Bæjarstjórn samþykkir samninginn ásamt fylgigögnum.

BP tók aftur sæti sitt á fundinum.

8.Fossahlíð 3

Málsnúmer 1804019Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur frá Fjármálaráðuneytinu dags. 6. apríl sl. þar sem greint er frá því að ríkið hafi hug á að selja einbýlishús að Fossahlíð 3 í Grundarfirði og kaupa minna húsnæði í staðinn til afnota fyrir Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE). Húsið er 85% í eigu ríkisins og 15% í eigu sveitarfélagsins. Í erindinu er spurst fyrir um það hvort Grundarfjarðarbær hafi áhuga á að kaupa eignarhlut ríkisins í húsinu eða að selja sinn hlut samhliða sölu ríkisins.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn hefur ekki hug á því að kaupa hlut ríkisins í húsinu. Bæjarstjórn vill jafnframt leggja áherslu á að húsnæðið verði ekki selt fyrr en gengið verði frá kaupum á öðru húsnæði, fyrir lækni með fasta búsetu ásamt fjölskyldu.

Samþykkt samhljóða.

9.N4, samningur

Málsnúmer 1804020Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur þar sem óskað er eftir að gerður verði nýr samningur við N4.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gerður verði samningur á sömu nótum og á síðastliðnu ári.

10.Snæfell, félag smábátaeigenda

Málsnúmer 1804028Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Snæfells, félags smábátaeigenda á Snæfellsnesi, varðandi umsögn félagsins um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Óskað er eftir stuðningi sveitarstjórna á Snæfellsnesi við frumvarpið.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar tekur undir umsögn Snæfells, félags smábátaeigenda, um frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006.

Sérstaklega er tekið undir breytingu á ákvæðum 2. mgr. 6. gr. laganna, varðandi takmarkanir strandveiða við 12 veiðidaga fyrir hvert skip innan hvers mánaðar mánuðina maí-ágúst.

Með þessari breytingu verður sóknaröryggi mun meira en verið hefur fyrir strandveiðibáta heldur en er við núgildandi löggjöf. Áhætta við sjósóknina er mun minni ef bátarnir geta valið sér góðviðrisdaga í hverjum mánuði, frekar en að þurfa að róa við mismunandi góð veðurskilyrði.

Samþykkt samhljóða.

11.Félagsmálanefnd - Fundargerð 175. fundar stjórnar

Málsnúmer 1804012Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 175. stjórnarfundar Félagsmálanefndar Snæfellinga frá 3. apríl 2018.

12.SSV, fundargerð aðalfundar í mars 2018

Málsnúmer 1802037Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar SSV frá 19. mars 2018.

13.Aðalskipulag, fundargerðir starfshóps nr. 15-18

Málsnúmer 1804018Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 15.-18. funda starfshóps um endurskoðun aðalskipulags Grundarfjarðar.

14.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri gerði grein fyrir minnispunktum sínum.
Fundargerð lesin upp á samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:28.