Málsnúmer 1805012

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 215. fundur - 08.05.2018

Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar hefur fest kaup á nýjum tankbíl fyrir slökkvliðið. Af því tilefni var fundarmönnum boðið á slökkvistöðina, neðri hæð ráðhússins, þar sem bæjarstjórn f.h. Grundarfjarðarbæjar veitti tankbílnum viðtöku.

Bæjarstjórn fagnar frábæru framtaki starfsmannafélagsins og þakkar kærlega góða gjöf. Jafnframt er þakkað fyrir aðrar gjafir sem starfsmannafélagið hefur fært slökkviliðinu gegnum tíðina.