215. fundur 08. maí 2018 kl. 16:30 - 22:23 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Eyþór Garðarsson (EG) forseti bæjarstjórnar
 • Bjarni Georg Einarsson (BGE)
 • Elsa Bergþóra Björnsdóttir (EBB)
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
Starfsmenn
 • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Hólmgrímur Bjarnason og Kristinn Kristófersson frá Deloitte sátu fundinn undir lið 5.

Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings:
Vigdís Gunnarsdóttir, fædd 21. nóvember 1929, dáin 12. apríl 2018.

Fundarmenn risu úr sætum.

Bæjarstjórn fagnar nýjum Grundfirðingi:
Drengur fæddur 1. maí 2018. Foreldrar hans eru Valgerður Helga Ísleifsdóttir og Guðni Leifur Friðriksson.

Fundarmenn fögnuðu með lófaklappi.

Gengið var til dagskrár.

1.Bæjarráð - 511

Málsnúmer 1804004FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð - 511 Lagður fram ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017.
  Bæjarráð samþykkir ársreikninginn með áritun sinni og telst hann tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

  Samþykkt samhljóða.

2.Bæjarráð - 512

Málsnúmer 1804006FVakta málsnúmer

 • 2.1 1501066 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 512 Lagt fram og yfirfarið yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 2.2 1804051 Greitt útsvar 2018
  Bæjarráð - 512 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar - mars 2018. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur hækkað um 11,1% milli ára, miðað við sömu mánuði fyrra árs.
 • Bæjarráð - 512 Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um afskriftir útsvarsskulda að fjárhæð 74.591 kr. auk vaxta að fjárhæð 137.239 kr., alls er fjárhæðin því 211.830 kr.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða beiðni sýslumanns.
 • 2.4 1710023 Framkvæmdir 2018
  Bæjarráð - 512 Lagt fram framkvæmdayfilit yfir fyrirhugaðar framkvæmdir skv. fjárhagsáætlun ársins 2018. Farið yfir stöðu helstu verkefna og hvernig hugmyndin væri að vinna þau verkefni sem framundan eru. Sérstaklega var rætt um framkvæmdir við leik- og grunnskóla, gangstéttir og gatnagerð, aðalskipulagsvinnu og ýmislegt fleira.

  Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa að fá verðtilboð í götumálun og önnur verkefni sem framundan eru til samræmis við umræður á fundinum. Jafnframt vinni hann yfirlit yfir forgangsröðun verkefna og geri tímaáætlun.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 512 Skipulags- og byggingafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að auglýst verði staða skipulags- og byggingafulltrúa.
 • Bæjarráð - 512 Lögð fram og kynnt stefna Snæfellsness um meðferð varnarefna samþykkt af Byggðasamlagi Snæfellinga.

  Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti.
 • Bæjarráð - 512 Lögð fram fundargerð aðalfundar Snæfrosts hf. sem haldinn var 11. apríl sl. Í fundargerðinni kemur fram að fyrirtækið sé í verulegum rekstrarefiðleikum og nauðsynlegt sé að auka rekstrarfé þess. Jafnframt lagður fram ársreikningur Snæfrosts hf. fyrir árið 2017.

  Stjórn fyrirtækisins leggur til að fyrirtækið sé auglýst til sölu og á sama tíma sé athugað með niðurfærslu á núverandi hlutafé og leitað til stærstu hluthafa með aukið hlutafé í reksturinn.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða tillögu stjórnar, en vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.
 • Bæjarráð - 512 Farið yfir möguleika á leigu eða kaupum á húsnæði fyrir áhaldahús og slökkvilið, en veruleg þörf er á auknu rými fyrir starfsemina.

  Bæjarstjóra falið að kanna frekar möguleika á leigu eða kaupum á umræddu húsnæði.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 512 Farið yfir fund sem bæjarstjóri átti með Mílu vegna sölu og reksturs á ljósleiðarakerfi bæjarins í dreifbýli. Jafnframt lögð fram drög að samningi.

  Bæjarstjóra falið að vinna að endanlegum frágangi samnings.

  Samþykkt samhljóða.
 • 2.10 1703037 Refa- og minkaveiðar
  Bæjarráð - 512 Farið yfir stöðu refa- og minkaveiða.

  Bæjarstjóra falið að gera samninga á sambærilegum nótum og á síðasta ári.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram bréf frá Skákfélaginu Hróknum sem fagnar 20 ára afmæli á árinu.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerast bronsbakhjarl í tilefni afmælisins með greiðslu styrks að fjárhæð 25.000 kr.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram bréf þjóðleikhússtjóra varðandi leikferð Þjóðleikhússins og Brúðuheima um landið.

  Bæjarráð tekur vel í erindið og felur menningar- og markaðsfulltrúa umsjón þess.

  Samþykkt samhljóða.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar frá 11. apríl sl. um efnisnámur á landi og sjó vegna lengingar Norðurgarðs.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram til kynningar bréf slökkviliðsstjóra varðandi starfmannabreytingar stjórnenda hjá slökkviliðinu.
 • Bæjarráð - 512 Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Íbúðalánasjóð vegna íbúðar að Ölkelduvegi 9.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram til kynningar fundarboð Íbúðalánasjóðs vegna fundar um úthlutun stofnframlaga.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram til kynningar áætlun um framvindu framkvæmda Rarik vegna lagningar strengs frá nýrri aðveitustöð um Grundargötu og niður á hafnarsvæði.

  Jafnframt greint frá samningaumleitunum um yfirtöku Grundarfjarðarbæjar á húsnæði gömlu aðveitustöðvarinnar.
 • Bæjarráð - 512 Lögð fram til kynningar umsókn um efnistöku Grundarfjarðarhafnar hjá Orkustofnun.
 • Bæjarráð - 512 Lagður fram til kynningar tölvupóstur um ráðstefnuna "Verndarsvæði og þróun byggðar" sem haldin verður föstudaginn 27. apríl nk.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga frá 9. apríl sl. varðandi arðgreiðslu 2018. Hlutur Grundarfjarðarbæjar í arðgreiðslunni er 1.853.088 kr.
 • Bæjarráð - 512 Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra frá 20. apríl sl. til Skipulagsstofnunar vegna kostnaðarframlags stofnunarinnar vegna endurskoðunar aðalskipulags fyrir Grundarfjarðarbæ.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 189

Málsnúmer 1804007FVakta málsnúmer

 • Sótt er um byggingarleyfi fyrir byggingu frístundahús að Sólbakka. Skipulags- og umhverfisnefnd - 189 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Grundargata 2-28. Breikkun og breyting gangstétta við Grundargötu.Lögð er fram ný útfærsla á framkvæmdinni. Skipulags- og umhverfisnefnd - 189
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillöguteikningu frá vegagerðinni þar sem fram kemur að gangstétt er breikkuð í 1,8 metra. Miðlína götunnar færð þannig að bílastæði haldi sér austan götunnar. Vestan við götuna mun bílastæðum fækka.

  Lækka þarf kantstein við Grundargötu 4 við niðurkeyrslu sunnan við hús. Gera þarf ráð fyrir innkeyrslu á bílskúr við Grundargötu 5.

  Skipulags- og umhverfisnefnd áréttar að gert sé ráð fyrir bílastæðum innan lóðar. Byggingafulltrúa falið að kynna framkvæmdina.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, en leggur áherslu á að framkvæmdaáætlun sé kynnt fyrir íbúum beggja vegna götunnar sem allra fyrst.
 • Listamaðurinn Lúðvík Karlsson biður um leyfi til að fá að setja upp listaverk sín á völdum stöðum í bænum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 189 Skipulags- umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að vinna að framkvæmd verkefnisins í samráði við bæjarstjóra. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar. Jafnframt fagnar bæjarstjórn framtaki listamannsins Lúðvíks Karlssonar.
 • Hamrahlíð 5: sótt er um leyfi til að klæða húsið Hamrahlíð 5 með bárustáli/timbur Skipulags- og umhverfisnefnd - 189 Skipulags- umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingafulltrúa að veita framkvæmdaleyfið Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

4.Menningarnefnd - 14

Málsnúmer 1804005FVakta málsnúmer

 • 4.1 1804014 Sögumiðstöðin
  Menningarnefnd - 14 Farið yfir minnispunkta frá fundi menningarnefndar með rekstraraðilum Kaffi Emils. Fram hefur komið óánægja af hálfu rekstraraðila þar sem þeim þykir Grundarfjarðarbær ekki koma nægilega til móts við þarfir kaffihússins. Svo sem að setja vegg milli vestursalar og miðsalar hússins sem hægt sé að hafa lokaðan ef fundir eru í Bæringsstofu utan opnunartíma kaffihússins. Menningarnefndin er ósammála því vegna þess að slíkt væri verulega takmarkandi fyrir hlutverk Sögumiðstöðvarinnar sem menningarhúss. Hins vegar er nefndin sammála um að dytta þurfi að ýmsu í húsinu og verður unnið að því á næstu vikum og mánuðum.

  Til stendur að endurskoða samning milli Grundarfjarðarbæjar og Svansskála ehf. sem rekur Kaffi Emil. Menningarnefnd telur að skerpa þurfi á ákveðnum atriðum áður en gengið verður til samninga. Eins telur menningarnefndin að endurskoða þurfi leiguverðið og stöðugildi vegna upplýsingamiðstöðvar.

  Menningarnefndin er almennt ánægð með það fyrirkomulag að reka saman kaffihús, bókasafn, upplýsingamiðstöð og annað það sem Sögumiðstöðin hýsir í dag. Nefndin harmar þó þann stirðleika sem verið hefur í samskiptum rekstraraðila og Grundarfjarðarbæjar og vonast til að það muni nú breytast til batnaðar.
  Bókun fundar Til máls tóku EG og ÞS.

  Bæjarstjórn óskar eftir því að menningarnefnd vinni áfram að lausn mála.

  Samþykkt samhljóða.
 • Menningarnefnd - 14 Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með mikla aukningu í notkun á Samkomuhúsinu undanfarið ár. Þar hefur aðstaðan verið bætt; s.s. sett upp nýtt brunavarnarkerfi, hljóðkerfi, uppþvottavél og skjávarpi. Þá er húsið hreinna og snyrtilegra en hefur verið í langan tíma. Enn þarf margt að bæta og er þar brýnast að bæta vinnuaðstöðu í eldhúsi.
  Samkomuhúsið er menningarhús samfélagsins, til þess gert að ýta undir menningu, samkomur og skemmtun bæjarbúa. Þess vegna telur menningarnefndin að það eigi að koma til móts við þá sem vilja nota húsið, eins og hægt er.

  Sögumiðstöðin er einnig menningarhús bæjarins. Sjá lið nr. 1 í fundargerð.
 • Grundarfjarðarbær fékk úthlutað styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands til að útbúa sögu- og upplýsingaskilti í Grundarfirði. Verkefnið verður unnið í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes og er fyrsta skrefið í samræmdu útliti slíkra skilta á Snæfellsnesi. Menningarnefnd - 14 Menningarnefnd fagnar þessum styrk og hlakkar til að sjá útkomuna þegar líður á vorið.
 • Fyrirtækið TSC í Grundarfirði hefur lýst áhuga á að styrkja Bæringsstofu um ákveðna hluti. Annars vegar að færa allt filmusafn Bærings yfir á stafrænt form og hins vegar að breyta útstillingum verka hans í Sögumiðstöðinni. Menningarnefnd - 14 Menningarnefnd er afar jákvæð og þakklát fyrir styrk til yfirfærslu mynda Bærings yfir á rafrænt form. Það boð er þegið með þökkum.
  Til að hægt verið að hefjast handa við verkið þarf að flytja eldvarða skápinn með myndum og filmum Bærings, sem allra fyrst, á stað þar sem auðvelt er að athafna sig og vinna með myndirnar.
  Bókun fundar Bæjarstjórn tekur undir með nefndinni þakklæti til TSC vegna fyrirhugaðs styrks.
 • Listamaðurinn Lúðvík Karlsson hefur lagt inn fyrirspurn um hvort hengja megi upp listaverk á girðingu við leikskólann um helgar og meðan skólinn er í sumarfríi. Einnig að fá að setja upp skúlptúra við sjóinn og fjölga steinskúlptúrum við bæinn. Auk þess hefur hann áhuga á að hressa upp á víkingasvæðið í miðbænum. Menningarnefnd - 14 Menningarnefndin er jákvæð fyrir þessum hugmyndum Lúðvíks og felur menningar- og markaðsfulltrúa að setja sig í samband við skipulags- og byggingarnefnd varðandi framvindu málsins.
 • Hópur nemenda frá Paimpol, vinabæ Grundarfjarðar, kemur í heimsókn um miðjan maí og verður í vikutíma á heimilum nemenda úr Grunnskóla Grundarfjarðar. Menningarnefnd - 14 Nefndin er ánægð með að samskiptin milli vinabæjanna séu viðvarandi og hlakkar til að sjá nemendur frá Paimpol í Grundarfirði í maí.

5.Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar 2017

Málsnúmer 1804016Vakta málsnúmer

Hólmgrímur Bjarnason og Kristinn Kristófersson frá Deloitte sátu fundinn undir þessum lið og kynntu ársreikning ársins 2017, sem tekinn er til síðari umræðu, endurskoðunarskýrslu og samanburð á ársreikningum sveitarfélaga á Snæfellsnesi fyrir árið 2017.

Allir tóku til máls.

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2017 samþykktur samhljóða og undirritaður.

6.Lánasjóður sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1801020Vakta málsnúmer

Lagt fram lánstilboð frá Lánasjóði sveitarfélaga ásamt fleiri gögnum.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð allt að kr. 70.000.000, með lokagjalddaga þann 5. apríl 2034, í samræmi við skilmála lánstilboðs sem liggur fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.

Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Er lánið tekið til endurfjármögnunar á afborgunum eldri lána Lánasjóðsins sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Jafnframt er Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra, kt. 110254-4239, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Grundarfjarðarbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Samþykkt samhljóða.

7.Slökkvibíll, afhending

Málsnúmer 1805012Vakta málsnúmer

Starfsmannafélag Slökkviliðs Grundarfjarðar hefur fest kaup á nýjum tankbíl fyrir slökkvliðið. Af því tilefni var fundarmönnum boðið á slökkvistöðina, neðri hæð ráðhússins, þar sem bæjarstjórn f.h. Grundarfjarðarbæjar veitti tankbílnum viðtöku.

Bæjarstjórn fagnar frábæru framtaki starfsmannafélagsins og þakkar kærlega góða gjöf. Jafnframt er þakkað fyrir aðrar gjafir sem starfsmannafélagið hefur fært slökkviliðinu gegnum tíðina.

8.Áhaldahús, húsnæði o.fl

Málsnúmer 1804046Vakta málsnúmer

Farið yfir húsnæðismál Áhaldahúss Grundarfjarðar, en mikil þörf er á auknu rými fyrir starfsemina. Á bæjarráðsfundi 25. apríl sl., var bæjarstjóra falið að kanna möguleika á leigu eða kaupum á húsnæði fyrir starfsemina.

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra varðandi málið, þar sem gerð er grein fyrir valkostum sem skoðaðir hafa verið í þessum efnum. Fýsilegast fyrir starfsemi áhaldahúss er talið húsnæði að Nesvegi 19. Gerð grein fyrir möguleikum á annars vegar kaupum á húsnæðinu og hins vegar leigu. Eignin er tveir eignarhlutar sem eru hvor um sig u.þ.b 180 fermetrar. Í upphafi væri nægjanlegt að fá afnot af öðrum eignarhlutanum, en æskilegt væri að hafa forleigu eða forkaupsrétt af hinum hlutanum.

Til máls tóku EG, ÞS, RG, EBB, HK, SGA og BGE.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að gera kauptilboð í eignina.

Samþykkt samhljóða.

9.Lögmenn Höfðabakka - Skipulagstillögur

Málsnúmer 1804049Vakta málsnúmer

SÞ vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram bréf Lögmanna, Höfðabakka, dags. 23 apríl sl. fyrir hönd eiganda jarðarinnar Sólbakka í Grundarfirði, landnr. 2188039. Bréfið varðar landamerki milli jarðanna Sólbakka og Kirkjufells, sem bréfritari telur vera ágreining um. Jafnframt lagt fram minnisblað um deiliskipulag við Kirkjufellsfoss og upplýsingar um landamerki.

Til máls tóku EG, ÞS, RG og HK.

Bæjarstjóra falið að svara bréfritara í samráði við lögmann bæjarins.

Samþykkt samhljóða.

SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.

10.Snæfrost

Málsnúmer 1804045Vakta málsnúmer

Fundurinn var lokaður undir þessum lið.

Lögð fram samþykkt frá hluthafafundi Snæfrosts frá 11. apríl sl., þar sem lagt er til að Snæfrost verði sett á sölu jafnhliða öðrum aðgerðum.

Til máls tóku EG og ÞS.

Fundurinn var opnaður að nýju.

11.Menningar- og markaðsfulltrúi, uppsögn

Málsnúmer 1805008Vakta málsnúmer

Menningar- og markaðsfulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn vísar starfslýsingu menningar- og markaðsfulltrúa til frekari úrvinnslu í bæjarráði.

Samþykkt samhljóða.

12.Rekstrarleyfi, Grundargötu 43

Málsnúmer 1706016Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 23. maí 2017, varðandi rekstrarleyfi að Grundargötu 43, Grundarfirði. Um málið hefur áður verið fjallað í bæjarráði 26. júní 2017, þar sem afgreiðslu málsins var frestað vegna vöntunar á nauðsynlegum gögnum. Jafnframt var fjallað um málið á fundi bæjarstjórnar 11. janúar 2018. Ekki var þá unnt að veita jákvæða umsögn um málið þar sem enn vantaði umbeðin gögn.

Umbeðin gögn hafa nú borist og hafa skipulags- og byggingafulltrúi og slökkviliðsstjóri sannreynt gögnin og farið í vettvangskönnun á staðinn.

Til máls tóku EG, ÞS, RG og HK.

Að fengnum ráðleggingum lögmanns bæjarins er málið tekið upp að nýju og svofelld tillaga lögð fram:

"Bæjarstjórn samþykkir að veitt verði jákvæð umsögn til Sýslumannsins á Vesturlandi um umsókn Óla Smiðs ehf., dags. 22. maí 2017, um rekstrarleyfi til rekstrar gististaðar í flokki II, sbr. beiðni sýslumannsins þar um frá 23. maí 2017.

Á fundi bæjarráðs þann 26. júní 2017 var ákvörðun um veitingu umsagnar frestað þar sem nauðsynleg gögn skorti til að bæjarráð gæti tekið afstöðu til beiðninnar. Umrædd gögn hafa nú borist og slökkviliðsstjóri og skipulags- og byggingafulltrúi yfirfarið og sannreynt þau.

Þrátt fyrir bókun í fundargerð bæjarstjórnar frá 14. des. 2017 um gistirými í Grundarfirði, telur bæjarstjórn að afgreiða verði erindið með jákvæðum hætti, þar sem umrædd umsókn um rekstrarleyfi og beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn bárust sveitarfélaginu áður en umrædd bókun var gerð. Þá má gera ráð fyrir að umsækjandi hafi haft eðlilegar væntingar um afgreiðslu málsins í samræmi við málsmeðferð sambærilegra mála á þeim tíma.

Bæjarstjórn telur því að við meðferð málsins verði að miða við það verklag sem viðhaft var hjá sveitarfélaginu þegar umrædd umsókn barst, enda hafi öllum umbeðnum gögnum verið skilað."

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi bókun samhljóða.

13.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1805009Vakta málsnúmer

Lögð fram núgildandi samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar til umræðu.

Bæjarstjórn vísar samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar til vinnslu í bæjarráði, sem skilar tillögum til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

14.Nesvegur 13

Málsnúmer 1801023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Landslögum, dags. 7. mars sl., fyrir hönd eiganda fasteignarinnar að Nesvegi 13, fn. 211-5224, varðandi deiliskipulag á Sólvallarreit.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjóra falið að fylgja málinu eftir.

Samþykkt samhljóða.

15.Sveitarstjórnarkosningar 2018

Málsnúmer 1803050Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Grundarfjarðarbæjar til Sýslumannsins á Vesturlandi og dómsmálaráðuneytisins, dags. 3. maí sl., þar sem óskað er eftir lagfæringu á fyrirkomulagi atkvæðagreiðslu utan kjörfundar í Grundarfirði.

Bæjarstjórn mótmælir harðlega að ekki sé unnt að greiða atkvæði utan kjörfundar í Grundarfirði vegna sveitarstjórnarkosninga í maí. Bæjarstjórn krefst þess að nú þegar verði fundin lausn á málinu og að unnið verði að breytingu á reglugerð sem um þessi mál gilda.

Samþykkt samhljóða.

16.Jeratún ehf. - Hlutafjáraukning 2018

Málsnúmer 1803048Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Jeratúni ehf., dags. 21. mars sl., varðandi hlutafjáraukningu 2018. Vegna greiðslna á afborgunum lána er nauðsynlegt að kalla eftir því að sveitarfélögin sem standa að Jeratúni ehf. leggi til 8 millj. kr. Hlutur Grundarfjarðarbæjar er 28% eða 2.240 þús. kr.

Samþykkt samhljóða.

17.Líkamsræktin ehf.

Málsnúmer 1802018Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að leigusamningi Grundarfjarðarbæjar við Sigurhönnu Ágústu Einarsdóttur og Guðmund Þórðarson um húsnæði fyrir líkamsræktaraðstöðu að Borgarbraut 19.

Til máls tóku EG og ÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða samninginn.

18.Hrannarstígur 18, vegna Fellaskjóls

Málsnúmer 1805010Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Dvalarheimilisins Fellaskjóls um að fá afnot af íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18 sem er að losna um þessar mundir. Óskað er eftir afnotum af íbúðinni meðan á framkvæmdum við stækkun heimilisins stendur.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gerður sé tímabundinn leigusamningur við Fellaskjól um íbúðina.

19.Vinnuskóli 2018

Málsnúmer 1805011Vakta málsnúmer

Lögð fram auglýsing og reglur Vinnuskóla Grundarfjarðar sumarið 2018.

Vinnuskólinn verður starfræktur frá 4. júní til 6. júlí, alls í fimm vikur. Vinnuskólinn er fyrir unglinga sem lokið hafa 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Vinnutíminn er mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-12:00 og 13:00-16:00. Umsóknarfrestur er til 25. maí 2018. Umsóknareyðublöð munu liggja hjá skólaritara grunnskólans og á bæjarskrifstofu. Fyrirkomulag skólans er með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirkomulagið og óskar eftir starfsáætlun vinnuskólans í samstarfi við áhaldahús.

20.Breiðafjarðarnefnd, verndaráætlun

Málsnúmer 1805001Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar verndaráætlun Breiðafjarðarnefndar fyrir tímabilið 2018-2021.

21.Jöfnunarsjóður, Styrkur frá jöfnunarsjóði í tengslum við nýja persónuverndarlöggjöf

Málsnúmer 1804056Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs frá 26. apríl sl. varðandi styrkveitingar vegna innleiðingar á nýrri persónuverndarlöggjöf.

Bæjarstjóra falið að sækja um styrk til Jöfnunarsjóðs.

Samþykkt samhljóða.

22.Jeratún ehf., fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur 2017

Málsnúmer 1805013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Jeratúns frá 21. mars sl. ásamt ársreikningi félagsins fyrir árið 2017.

23.Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerð 859. stjórnarfundar

Málsnúmer 1805004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

24.Þjóðskrá Íslands, endurmat á fasteignamati, Landsnet hf.

Málsnúmer 1804060Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar endurmat á fasteignamati Ártúns 21, sem er í eigu Landsnets hf.

25.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1505019Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:23.