Málsnúmer 1805019

Vakta málsnúmer

Öldungaráð - 8. fundur - 15.05.2018

Rætt um snjómokstur á vetrum þar sem eldri borgarar hafa oft lent í að vera fastir heima hjá sér vegna þess að snjór er fyrir útidyrum og leiðinni út að götu. Margir hafa ekki heilsu til að moka frá sjálfir og mikilvægt er að þeim sé veitt aðstoð við að komast til og frá heimili sínu.

Óskað er eftir að sett verði upp svipað fyrirkomulag og með garðslátt. Hægt verði að skrá sig á bæjarskrifstofu til að vera á lista yfir þá sem þiggja snjómokstur á vetrum. Hér er fyrst og fremst átt við gönguleið til og frá heimilum.