8. fundur 15. maí 2018 kl. 10:00 - 11:45 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Móses Geirmundsson formaður
  • Jensína Guðmundsdóttir
  • Þórunn Kristinsdóttir
  • Hildur Sæmundsdóttir
  • Steinunn Hansdóttir varaformaður
Fundargerð ritaði: Sigríður Hjálmarsdóttir menningar- og markaðsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setur fund og gengið er til dagskrár.

1.Heilsuefling fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1805018Vakta málsnúmer

Í vetur hefur mikið verið rætt um heilsueflingu fyrir eldri borgara á fundum öldungaráðs. Ráðið hefur lagt til að horft verði til samnings landlæknis við Janus Guðlaugsson og hann hafður sem fyrirmynd að starfi fyrir eldri borgara í Grundarfirði.

Öldungaráð leggur til að hafist verði handa við gerð púttvallar í Paimpol garði í samstarfi við golfklúbbinn Vestarr hið fyrsta svo hann verði tilbúinn til notkunar í byrjun sumars.

Öldungaráð kallar eftir því að ráðinn verði starfsmaður til að skipuleggja hreyfingu og heilsueflingu fyrir eldri borgara á vetrum. Óskað er eftir að búið verði að undirbúa vetrarstarfið í byrjun september svo hægt sé að ganga að ákveðinni dagskrá um hreyfingu og almennri heilsueflingu vísri.

2.Snjómokstur

Málsnúmer 1805019Vakta málsnúmer

Rætt um snjómokstur á vetrum þar sem eldri borgarar hafa oft lent í að vera fastir heima hjá sér vegna þess að snjór er fyrir útidyrum og leiðinni út að götu. Margir hafa ekki heilsu til að moka frá sjálfir og mikilvægt er að þeim sé veitt aðstoð við að komast til og frá heimili sínu.

Óskað er eftir að sett verði upp svipað fyrirkomulag og með garðslátt. Hægt verði að skrá sig á bæjarskrifstofu til að vera á lista yfir þá sem þiggja snjómokstur á vetrum. Hér er fyrst og fremst átt við gönguleið til og frá heimilum.

3.Akstur fyrir eldri borgara

Málsnúmer 1805020Vakta málsnúmer

Í vetur fjallaði öldungaráð um akstur fyrir eldri borgara. Enn eru þau mál rædd og óskar ráðið eftir því að bæjarstjórn taki afstöðu til þess hvort hægt sé að veita þá þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.

4.Sjúkraþjálfari í Grundarfjörð

Málsnúmer 1805021Vakta málsnúmer

Umsókn sjúkraþjálfara liggur nú fyrir hjá HVE og strandar framganga málsins á því að ekki finnst viðunandi íbúðarhúsnæði fyrir sjúkraþjálfarann í Grundarfirði.

Öldungaráð lýsir vonbrigðum sínum með að ekki skuli finnast úrlausn á þessu máli því ljóst er að mikil þörf er á að fá sjúkraþjálfara til starfa í sveitarfélaginu.

5.Heimaþjónusta

Málsnúmer 1805022Vakta málsnúmer

Öldungaráð vill ítreka mikilvægi þess að ráðið verði afleysingafólk sem getur gripið inn í heimilisþrif og aðra heimilisþjónustu þegar þeir sem almennt sinna þeirri þjónustu taka sumarfrí eða verða veikir.

Mikilvægt er að öldungaráð ásamt bæjaryfirvöldum fylgi því eftir að HVE, félags- og skólaþjónustan og Grundarfjarðarbær eigi samstarf um samþættingu þjónustu við eldri borgara.
Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 11:45.