Málsnúmer 1805042

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 217. fundur - 07.06.2018

Lögð fram gögn frá kjörstjórn Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí sl. Á kjörskrá voru 626 manns, 315 karlar og 311 konur. Kjósendur sem greiddu atkvæði voru 481, þar af 228 karlar og 253 konur. Gildir seðlar voru 463, auðir seðlar 16 og ógildir 2. Kjörsókn var því 76,84%.

Tveir listar voru í framboði, D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra og L-listi Samstöðu, bæjarmálafélags. D-listinn hlaut 260 atkvæði, eða 56,16% og fjóra menn kjörna. L-listinn hlaut 203 atkvæði, eða 43,84% og þrjá menn kjörna.

Eftirtaldir voru kjörnir í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar kjörtímabilið 2018-2022: Jósef Ó. Kjartansson (D), Heiður Björk Fossberg Óladóttir (D), Unnur Þóra Sigurðardóttir (D), Rósa Guðmundsdóttir (D), Hinrik Konráðsson (L), Sævör Þorvarðardóttir (L) og Garðar Svansson (L).