Undanfarna mánuði hefur menningarnefnd setið fundi ásamt rekstraraðilum Kaffi Emils sem leigja aðstöðu í Sögumiðstöðinni. Viðræður við rekstraraðila hafa gengið illa þar sem samskiptin hafa ekki verið sem skyldi. Samningur við rekstraraðilann, Svansskála, er útrunninn en ekki hefur gengið að semja að nýju þar sem rekstraraðili hefur ekki svarað samningstilboði menningarnefndar innan þess frests sem gefinn var upp, þrátt fyrir ítrekanir.Menningarnefnd - 16Menningarnefnd leggur til við bæjarstjórn að ekki verði endurnýjaður samningur við Svansskála og rekstraraðilum gefinn frestur til að skila af sér húsnæðinu.Bókun fundarTil máls tóku JÓK, RG, ÞS, BS og HK.
Bæjarstjórn vísar málinu til frekari úrvinnslu í bæjarráði.
Samþykkt samhljóða.
.2180503617. júní 2018
Farið yfir dagskrá hátíðarhaldanna á 17. júní og verkaskiptingu vegna þeirra.Menningarnefnd - 16Samþykkt samhljóða