Málsnúmer 1806009

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Lögð var fram skýrsla kjörstjórnar Grundarfjarðarbæjar um sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí sl. Á kjörskrá voru samtals 626 og af þeim greiddu atkvæði 481 eða 76,84%.

D-listi Sjálfstæðisfélags Grundarfjarðar og óháðra hlaut 260 atkvæði sem er 56,15% og fjóra fulltrúa í bæjarstjórn.

L-listi Bæjarmálafélagsins Samstöðu hlaut 203 atkvæði sem er 43,85% og þrjá fulltrúa í bæjarstjórn.

Auðir seðlar voru 16 og ógildir 2.

Eftirtaldir voru kjörnir í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar kjörtímabilið 2018-2022:

Aðalmenn:

Af D-lista:
Jósef Ó. Kjartansson
Heiður Björk Fossberg Óladóttir
Unnur Þóra Sigurðardóttir
Rósa Guðmundsdóttir

Af L-lista:
Hinrik Konráðsson
Sævör Þorvarðardóttir
Garðar Svansson

Varamenn:

Af D-lista:
Bjarni Sigurbjörnsson
Eygló Bára Jónsdóttir
Bjarni Georg Einarsson
Runólfur J. Kristjánsson

Af L-lista:
Berghildur Pálmadóttir
Vignir Smári Maríasson
Signý Gunnarsdóttir