Málsnúmer 1806018

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 218. fundur - 21.06.2018

Vilji er til þess að ráða bæjarstjóra sem hefur sterk tengsl við sveitarfélagið. Með vísan til 54. gr. sveitarstjórnarlaga leggja bæjarfulltrúar til að Björg Ágústsdóttir verði ráðin í starf bæjarstjóra Grundarfjarðarbæjar.

Björg er Grundfirðingur, lögfræðingur að mennt, með meistaragráðu í verkefnastjórnun, MPM og diploma í opinberri stjórnsýslu og stjórnun. Björg var bæjarstjóri í Grundarfirði á árunum 1995-2006. Björg hefur frá árinu 2006 starfað hjá ráðgjafafyrirtækinu Alta með aðsetur í Grundarfirði. Hún hefur auk þess kennt stefnumótun o.fl. á styttri og lengri námskeiðum. Björg hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum samhliða störfum sínum á vettvangi sveitarstjórnarmála og nú síðari árin m.a. í íþróttastarfi og í skólanefnd Fjölbrautaskóla Snæfellinga.

Bæjarstjórn samþykkir að ráða Björgu Ágústsdóttur sem bæjarstjóra
fyrir kjörtímabilið 2018-2022. Forseta bæjarstjórnar falið að ganga frá ráðningarsamningi við Björgu. Samningurinn verði lagður fyrir bæjarstjórn/bæjarráð þegar hann liggur fyrir.

Gert er ráð fyrir að nýr bæjarstjóri hefji störf í byrjun ágúst nk. Núverandi bæjarstjóri mun gegna starfi bæjarstjóra fram að þeim tíma.

Samþykkt samhljóða.