Málsnúmer 1807011

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Lagðar fram upplýsingar um verð vegna gerðar gangstétta sem skipulags- og byggingafulltrúi hefur kallað eftir. Verðtilboð barst frá tveimur aðilum, Almennu umhverfisþjónustunni ehf. og JK&co slf.

Bæjarráð leggur til að ráðist verði í gerð gangstéttar frá Fellasneið, niður Ölkelduveg og að Hrannarstíg. Gangstéttin verði ofan við götu.

Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að ganga frá samningum við lægstbjóðanda, JK&co slf.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt verði kallað eftir verðtilboðum í jarðvegsskipti á göngustíg yfir Paimpol garð, yfir að grunnskóla. Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að leita eftir verðtilboðum.

Samþykkt samhljóða.