515. fundur 19. júlí 2018 kl. 16:30 - 20:26 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og lagði til að tekinn yrði með afbrigðum dagskrárliðurinn FISK Seafood - Uppsögn starfsmanna. Liðurinn yrði nr. 21 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, sat fundinn undir lið 21.

Gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1501066Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Launaáætlun janúar-júní 2018

Málsnúmer 1807012Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samanburður á launaáætlun og útgreiddum launum fyrstu sex mánuði ársins 2018.

3.Tíu ára yfirlit 2008-2017

Málsnúmer 1807013Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar tíu ára fjárhagsyfirlit með upplýsingum úr ársreikningi og lykiltölum áranna 2008-2017.

4.Á góðri stund, umsögn

Málsnúmer 1807010Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi frá 10. júlí sl. þar sem óskað er umsagnar um tækifærisleyfi fyrir bæjarhátíðina "Á góðri stund" sem haldin verður 26.-29. júlí nk.

Bæjaráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

5.Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

Málsnúmer 1807015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála frá 26. júní sl., ásamt fylgigögnum. Jafnframt lögð fram drög að svari til nefndarinnar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda svarbréfið til nefndarinnar.

Samþykkt samhljóða.

6.Consello ehf., tryggingaráðgjöf

Málsnúmer 1807002Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Consello ehf., tryggingaráðgjöf, þar sem fyrirtækið bíður fram þjónustu sína varðandi tryggingarmál sveitarfélagsins.

Bæjarráð telur ekki ástæðu til þess að farið verði í slíka vinnu fyrr en að loknum samningstíma við núverandi tryggingafélag.

Samþykkt samhljóða.

7.Umhverfisrölt

Málsnúmer 1806022Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir umhverfisrölti 2018, þar sem fulltrúar bæjarstjórnar og skipulags- og umhverfisnefndar röltu um bæinn með bæjarbúum. Lögð fram samantekt með ábendingum um ýmsa þætti sem betur mega fara og nauðsynlegt er að lagfæra.

Bæjarráð felur skipulags- og byggingafulltrúa í samráði við áhaldahús bæjarins að forgangsraða verkefnum og lagfæra það sem unnt er að lagfæra strax.

Bæjarráð sendir jafnframt samantektina til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.

8.Gatnagerð, Nesvegur/Sólvellir

Málsnúmer 1807017Vakta málsnúmer

Lagðar fram teikningar og gerð grein fyrir nauðsynlegum gatnagerðarframkvæmdum milli Nesvegar og Sólvalla. Jafnframt lögð fram drög að samningi við Ístak, þar sem fyrirtækið býðst til að hafa yfirumsjón með því að bjóða verkið út og sjá til þess að það sé unnið.

Samþykkt samhljóða að ganga til samninga við Ístak á grundvelli framlagðra gagna.

9.Kirkjufellsfoss, hönnun

Málsnúmer 1806035Vakta málsnúmer

Lögð fram hönnunargögn vegna nýs bílaplans við Kirkjufellsfoss, sem unnin eru af Landslagi ehf., landslagsarkitektum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að farið verði í útboð á jarðvinnu bílaplans og frágangi þess. Styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til verksins.

10.Bakkastofa Culture center

Málsnúmer 1807018Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Bakkastofu, Culture center, þar sem óskað er eftir þátttöku Grundarfjarðarbæjar í kostnaði við upptöku á lagi Valgeirs Guðjónssonar í hljóðveri, en lagið er tileinkað Grundarfirði.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk að fjárhæð 120.000 auk virðisaukaskatts.

Styrkurinn tekur mið af því að höfundur lags og texta komi til Grundarfjarðar og flytji lagið opinberlega, t.d. á Rökkurdögum.

11.Persónuverndarmál

Málsnúmer 1803006Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir nýrri löggjöf um persónuverndarmál, sem byggja á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Jafnframt gerð grein fyrir því að sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa unnið að samkomulagi um ráðningu sameiginlegs persónuverndarfulltrúa fyrir Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Snæfellsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshrepp. Sá sem ráðinn verður heitir Sigurður Már Eggertsson, lögfræðingur. Send hefur verið tilkynning um málið til Persónuverndar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gengið verið frá endanlegu samkomulagi í samvinnu við sveitarfélögin á Snæfellsnesi.

Jafnframt lögð fram drög að persónuverndarstefnu Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarráð vísar drögunum til nýs persónuverndarfulltrúa til yfirferðar.

Samþykkt samhljóða.

12.Skipulagsstofnun, tillaga að deiliskipulagi við Grundarfjarðarflugvöll

Málsnúmer 1807019Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 10. júlí sl., varðandi tillögu að deiliskipulagi við Grundarfjarðarflugvöll. Skipulagsstofnun kemur með ábendingar í bréfinu um það að deiliskipulagstillagan sé í ósamræmi við aðalskipulag Grundarfjarðar 2003-2015, dreifbýlishluta, sem staðfest var 12. febrúar 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.

13.Hrannarstígur 18, íbúð nr. 104

Málsnúmer 1806032Vakta málsnúmer

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 18, nr. 104, var auglýst laus til umsóknar. Ein umsókn barst.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Steinunni Hansdóttur íbúðinni og felur skrifstofustjóra að ganga frá samningi.

14.Nesvegur 13

Málsnúmer 1801023Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra til Landslaga vegna Nesvegar 13 varðandi deiliskipulag á Sólvallarreit.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að úrlausn málsins.

Samþykkt samhljóða.

15.Námsferð til Danmerkur

Málsnúmer 1807021Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga með upplýsingum um fyrirhugaða námsferð til Danmerkur 2.-6. september nk. Ferðin er skipulögð í samvinnu við Samtök stjórnenda á stjórnsýslu- og fjármálasviðum sveitarfélaga (SSSFS). Áætlaður kostnaður ferðarinnar er um 150 þús. kr.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að skrifstofustjóri fari í ferðina.

16.Skólaakstur

Málsnúmer 1409024Vakta málsnúmer

Gerð grein fyrir skólaakstri vegna Grunnskóla Grundarfjarðar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að gerður verði nýr samningur til þriggja ára við núverandi rekstraraðila. Samningurinn taki mið af því að skólabifreið verði endurnýjuð fyrir haustið 2018. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi um skólaakstur.

17.Gangstéttir 2018

Málsnúmer 1807011Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um verð vegna gerðar gangstétta sem skipulags- og byggingafulltrúi hefur kallað eftir. Verðtilboð barst frá tveimur aðilum, Almennu umhverfisþjónustunni ehf. og JK&co slf.

Bæjarráð leggur til að ráðist verði í gerð gangstéttar frá Fellasneið, niður Ölkelduveg og að Hrannarstíg. Gangstéttin verði ofan við götu.

Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að ganga frá samningum við lægstbjóðanda, JK&co slf.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt verði kallað eftir verðtilboðum í jarðvegsskipti á göngustíg yfir Paimpol garð, yfir að grunnskóla. Bæjarstjóra og skipulags- og byggingafulltrúa falið að leita eftir verðtilboðum.

Samþykkt samhljóða.

18.Starfsmannastefna Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1807024Vakta málsnúmer

Lögð fram og kynnt drög að starfsmannastefnu Grundarfjarðarbæjar. Í framhaldinu er ætlunin að kalla eftir aðkomu starfsmanna bæjarins.

Bæjarráð lýsir yfir ánægju með vinnuna og felur skrifstofustjóra að vinna að endanlegum frágangi stefnunnar.

Samþykkt samhljóða.

19.Söguskilti, tillaga

Málsnúmer 1807025Vakta málsnúmer

Kynnt tillaga að söguskiltum um þróun byggðar í Grundarfirði, sem unnin hefur verið af Inga Hans Jónssyni í samvinnu við menningar- og markaðsfulltrúa. Jafnframt kynnt hugmynd að staðsetningu skiltanna.

Bæjarráð þakkar góða vinnu og vísar áframhaldandi vinnu til menningarnefndar.

Samþykkt samhljóða.

20.Skipulags- og byggingafulltrúi, starf

Málsnúmer 1804039Vakta málsnúmer

Bæjarráð leggur til að starf skipulags- og byggingafulltrúa verði auglýst að nýju. Jafnframt er bæjarstjóra falið að skoða möguleika á að kaupa þjónustu á sviði skipulags- og byggingamála og ennfremur að skoða samstarf á Snæfellsnesi

Samþykkt samhljóða.

21.FISK Seafood ehf. - Uppsögn starfsmanna

Málsnúmer 1807026Vakta málsnúmer

Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir miklum áhyggjum af lokun rækjuvinnslu FISK Seafood á staðnum, þar sem 21 starfsmanni var sagt upp.

Rekja má rætur FISK Seafood í Grundarfirði frá kaupum þess á Hraðfrystihúsi Grundarfjarðar fyrir rúmum 20 árum og síðar útgerð Farsæls SH-30 og nú síðast Soffaníasi Cecilssyni ehf. Ljóst er að þessi uppsögn er mikið högg fyrir atvinnulíf bæjarins.

FISK Seafood er einn stærsti atvinnurekandi og fasteignaeigandi bæjarins og ber því mikla samfélagslega ábyrgð í Grundarfirði.

Bæjarráð lýsir yfir vilja til góðs samstarfs við fyrirtækið og kallar eftir mótvægisaðgerðum af hálfu fyrirtækisins til að lágmarka skaða samfélagsins.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir öðrum fundi með framkvæmdastjóra og forsvarsmönnum fyrirtækisins, þar sem rætt verði mögulegt samstarf til framtíðar.

Samþykkt samhljóða.

22.Íslensk orkumiðlun ehf., fyrirspurn um raforkukaup

Málsnúmer 1807008Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Íslenskrar orkumiðlunar ehf. frá 4. júní sl., vegna fyrirspurnar um raforkukaup.

Bæjarráð lýsir yfir áhuga á að kannaðir verði möguleikar á að lækka raforkukostnað bæjarins.

23.Vegagerðin, svar við umsókn um fjárveitingu til styrkvega 2018

Málsnúmer 1807006Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar frá 27. júní sl., vegna fjárveitinga til styrkvega 2018. Grundarfjarðarbær fékk úthlutað 1.000.000 kr.

24.Samband ísl. sveitarfélaga, fundargerð 860. fundar stjórnar

Málsnúmer 1807016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 860. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 18. maí sl.

25.Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerð 861. fundar stjórnar

Málsnúmer 1807014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 861. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, frá 29. júní sl.

26.Leikskólinn, alþrif

Málsnúmer 1807004Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur við Starfsmannafélag leikskólans Sólvalla um alþrif á stofnuninni.

27.HSH, þakkarbréf

Málsnúmer 1807001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar þakkarbréf Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu (HSH) til bæjarstjórar Grundarfjarðar, þar sem HSH þakkar stuðning á undanförnum árum.

28.Ríkisstjórn Íslands, fundur 16. júlí 2018

Málsnúmer 1807023Vakta málsnúmer

Lagðir fram minnispunktar frá fundi Ríkisstjórnar Íslands sem haldinn var í Langaholti 16. júlí sl.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:26.