Málsnúmer 1807018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Lagt fram erindi frá Bakkastofu, Culture center, þar sem óskað er eftir þátttöku Grundarfjarðarbæjar í kostnaði við upptöku á lagi Valgeirs Guðjónssonar í hljóðveri, en lagið er tileinkað Grundarfirði.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn styrk að fjárhæð 120.000 auk virðisaukaskatts.

Styrkurinn tekur mið af því að höfundur lags og texta komi til Grundarfjarðar og flytji lagið opinberlega, t.d. á Rökkurdögum.