Málsnúmer 1807019

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 515. fundur - 19.07.2018

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 10. júlí sl., varðandi tillögu að deiliskipulagi við Grundarfjarðarflugvöll. Skipulagsstofnun kemur með ábendingar í bréfinu um það að deiliskipulagstillagan sé í ósamræmi við aðalskipulag Grundarfjarðar 2003-2015, dreifbýlishluta, sem staðfest var 12. febrúar 2010.

Bæjarráð vísar erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.

Samþykkt samhljóða.