Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri er einn þriggja fulltrúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt í starfshóp á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem á að móta tillögur um endurskoðun ákvæða laga um fjármál sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. ágúst sl. þar sem kynnt er tilnefning í starfshóp um mótun endanlegra tillagna um endurskoðun ákvæða laga um fjármál sveitarfélaga.