220. fundur 13. september 2018 kl. 16:30 - 22:21 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
 • Berghildur Pálmadóttir (BP)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Bæjarstjórn minnist gengins Grundfirðings.
Elna Bárðarson, fædd 18. mars 1922, látin 23. júní 2018.

Fundarmenn risu úr sætum.

Gengið var til dagskrár.

1.Leikskólinn Sólvöllum, breyting

Málsnúmer 1803057Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.
Farið yfir framkvæmdir við leikskólabyggingu.
Farið yfir endurbætur og framkvæmdir á húsnæði Leikskólans Sólvalla. Framkvæmdir eru komnar fram yfir fjárhagsáætlun ársins.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn áréttar að þeim framkvæmdum sem farnar eru af stað verði lokið, en vísar þó ákvörðun um uppsetningu dótaskúrs á lóðinni til næsta fundar bæjarráðs, sem skoðar málið með hliðsjón af heildarhönnun lóðarinnar og í samráði við leikskólastjóra.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

 • Gunnar Jóhann Elísson umsjónarmaður fasteigna
 • Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Fyrir liggur vinnuskjal frá bæjarstjóra um áhersluverkefni bæjarstjórnar, í samræmi við fyrri umræðu. Á þessum hluta bæjarstjórnarfundar, sem er vinnufundur, fer bæjarstjórn yfir skjalið og ræðir um áherslur í starfi sínu. Byggt á vinnu á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Lokaður dagskrárliður.

Farið yfir áhersluatriði bæjarstjórnar á kjörtímabilinu.

3.Skipulags- og umhverfisnefnd - 196

Málsnúmer 1808007FVakta málsnúmer

 • Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga Zeppilin arkitekta, dags. 13. ágúst 2008, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí og 17. ágúst 2018, bréf Zeppilin arkitekta, dags. 19. júlí 2018, minnisblað Alta 13. ágúst 2018, bréf Grundarfjarðarbæjar, dags. 14. ágúst og athugasemd landeiganda, dags. 15. júlí 2018. Skipulags- og umhverfisnefnd - 196 Tillögu að deiliskipulagi hafnað með vísan til bréfa Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí og 17. ágúst. Embætti skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemd landeiganda með vísan til þess.

  Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við vinnu á endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir.
  Bókun fundar BÁ vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  BÁ tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • Lögð fram umsókn Orra Árnasonar arkitekts, f.h. Sigurðar Sigurbergssonar, um byggingu vélageymslu á lóðinni, ásamt tveimur umboðum, dags. 4. september 2018 og aðaluppdráttum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 196 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.


  Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir vélageymslu í samræmi við umsókn að uppfylltum hefðbundnum skilyrðum laga um mannvirki og byggingarreglugerðar. Fyrri umsókn um byggingu á sömu lóð er felld úr gildi. Lagfæra þarf skráningu lóðarinnar. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna umsóknina þar sem bygging skemmunnar hefur ekki áhrif á hagsmuni annarra en landeiganda sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um byggingarleyfi vegna breytingar á þaki. Skipulags- og umhverfisnefnd - 196 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Skipulagsdagurinn 2018 verður haldinn 20. september og eru fulltrúar nefndarinnar hvattir til að mæta. Skipulags- og umhverfisnefnd - 196 Lagt fram.
 • Skipulagslýsing fyrir Skerðingsstaði lögð fram til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 196 Lagt fram.
  Bókun fundar SÞ vék af fundi undir þessum lið.

  Til máls tóku JÓK, RG, UÞS, BP, GS og BÁ.

  Bæjarstjórn leggur til að fengin verði skipulagsráðgjöf í málinu. Í framhaldi af því taki bæjarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd lýsinguna fyrir á sameiginlegum fundi.

  Samþykkt samhljóða.

  SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.

4.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85

Málsnúmer 1809001FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, RG, GS og BÁ.

Formaður bæjarráðs og forseti bæjarstjórnar mættu til skiptis á fyrstu fundi nefnda bæjarins, þar sem bæjarstjórn leggur áherslu á góð tengsl við nefndir og hvetur þær til að sýna frumkvæði.
 • 4.1 1806029 Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara
  Tillögur eru eftirfarandi:
  Formaður Bjarni Einarsson
  Varaformaður Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir
  Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú bæjarstjóri.
  Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Samþykkt samhljóða.
  Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
  Rósa hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir hana heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
  Nefndin mun á næsta fundi sínum fara yfir þau lög og reglur sem gilda um starfsemi sem undir nefndina heyrir. Sömuleiðis mun nefndin vinna að setningu markmiða fyrir málefni nefndarinnar, í samræmi við ákvæði í erindisbréfi.

  Bæjarstjóri sagði frá skipun ungmennaráðs og að ætlunin væri að bjóða ungmennaráði að sækja ráðstefnu fyrir ungt folk í Mosfellsbæ í næstu viku.
 • 4.2 1806019 Fundartími nefnda
  Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð. Fundartími verði á þriðjudögum kl. 16.30, en fundardagar verði ákveðnir fram í tímann af nefndinni.
  Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 9. október kl. 16.30.
 • 4.3 1406005 Stjórnsýslulög
  Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ frá mars 2014 og hæfisreglur sveitarstjórnarlaga.

  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
  Einnig farið yfir hæfisreglur sveitarstjórnarlaga sem gilda fyrir starf í nefndinni.
  Rætt um verklag nefndarinnar og væntingar nefndarfólks til starfs í nefndinni.
 • 4.4 1808016 Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar
  Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
  Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Farið var yfir fjölskyldustefnuna. Rætt var hvað þurfi að hafa í huga við endurskoðun hennar og rætt um aðkomu nefndarinnar. Nefndin mun taka fjölskyldustefnuna til skoðunar og umræðu á næsta fundi sínum.
 • 4.5 1809023 Aðalskipulagstillaga - til skoðunar hjá nefndum
  Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Farið var yfir helstu þætti sem fram koma í vinnslutillögu að aðalskipulagi og liggja á málefnasviði nefndarinnar. Rætt um opnu svæði bæjarins; Torfabót, Paimpolgarð og Þríhyrning. Farið yfir gamlar teikningar af Þríhyrningi.
  Varðandi aðalskipulag og framfylgd þess, þá leggur nefndin áherslu á að mikilvægt er að skapa aðstæður fyrir hreyfingu; að gönguleiðir séu greiðar og öruggar og tengi vel saman mikilvægar stofnanir, eins og skóla. Mikilvægt er einnig að hlutverk opinna svæða verði skilgreint og að skipulega sé unnið að uppbyggingu hvers svæðis. Varðandi opin svæði, þá telur nefndin heppilegt að uppbygging/umhverfisbætur í Þríhyrningi séu í forgangi, út frá aðstæðum á svæðinu og sögulegu samhengi.
 • 4.6 1808040 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - Göngum í skólann
  Átakið gengur út á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakið hófst 5. september og Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Rætt um mikilvægi hvatningar til barna og fullorðinna í þessa veru.
  Formaður og varaformaður munu fara og hitta skólastjóra grunnskóla og ræða við hann um möguleika til að ýta undir virkan ferðamáta.

 • 4.7 1808003 Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands. Íþróttavika Evrópu 23.-30. september 2018
  Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. - 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. ÍSÍ kallar eftir verkefnum hjá sambandsaðilum víða um land. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Tengist málinu sem rætt var í næsta lið á undan og verður einnig rætt við skólastjóra.
  Formaður og varaformaður munu sömuleiðis ræða við UMFG um möguleika til að taka þátt í íþróttavikunni, með viðburði eða öðru.
 • 4.8 1809027 Tilmæli Persónuverndar til skóla o.fl. um notkun samfélagsmiðla
  Persónuvernd hefur sent frá sér tilmæli til skóla, íþróttafélaga og fleiri um notkun viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting mynda af börnum á Facebook-síðum skóla, íþróttafélaga o.fl. getur falið í sér ólöglega birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting tilkynninga um viðburði er hins vegar í lagi.
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 85 Lagt fram og rætt.

5.Skólanefnd - 144

Málsnúmer 1808008FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og GS.
 • Lögð fram eftirfarandi tillaga:
  Formaður Sigríður G. Arnardóttir
  Varaformaður Garðar Svansson
  Ritari er starfsmaður nefndarinnar, sem er bæjarstjóri.

  Skólanefnd - 144 Tillaga samþykkt samhljóða.

  Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
  Sirrý sagði frá gögnum sem nefndin hefur haft aðgang að; lögum og reglum, leiðbeiningum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga o.fl.
  Jósef hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir hana heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
  Nefndin mun á næsta fundi sínum fara yfir þau lög og reglur sem gilda um starfsemi sem undir nefndina heyrir.
 • 5.2 1806019 Fundartími nefnda
  Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar er gert ráð fyrir að hún fundi að jafnaði einu sinni í mánuði.
  Skólanefnd - 144 Lagt er til að fundir nefndarinnar verði að jafnaði haldnir á mánudögum klukkan 16.30.
  Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 15. október.
 • Í gildi eru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
  Skólanefnd - 144 Farið yfir siðareglur og lagaákvæði um hæfi.

 • Skólanefnd - 144 Á fundinn mættu Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri og Anna Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi kennara. Formaður bauð þau velkomin.
  Skólastjóri óskaði nýrri nefnd velfarnaðar í starfi sínu og sagðist hlakka til samstarfsins.
  Skólastjóri fór yfir skýrslu sína um skólastarf grunnskóla. Í grunnskólanum eru 97 nemendur í upphafi skólaárs. Sigurður Gísli sagði frá nýjum kjarasamningum sem breyttu vinnutímaskilgreiningu kennara, frá breytingum sem gerðar voru innanhúss fyrir unglingastigið þar sem búin var til ein stofa úr tveimur. Hann minntist á ný persónuverndarlög sem taka þarf tillit til í skólastarfinu.
  Sigurður fór yfir gögn sem fyrir lágu; umbótaáætlun vegna ytra mats, vinnuskipan 2018-2019 og dagskipulag fyrir 2018-2019.

  Anna Kristín vék af fundi í lok þessa liðar.
 • Skólanefnd - 144 Skólastjóri gerði grein fyrir starfsemi Eldhamra. Í deildinni eru nú ellefu börn.

 • Skólanefnd - 144 Skólastjóri og deildarstjóri gerðu grein fyrir starfsemi Tónlistarskólans.

  Skólastjóri og deildarstjóri viku af fundi í lok þessa liðar.
 • Skólanefnd - 144 Leikskólastjóri var boðin velkomin til fundar.
  Hún gerði grein fyrir starfsemi skólans, sbr. áður senda minnispunkta. Nú í haust eru 45 börn í leikskólanum.
  Anna minntist á að reglur bæjarins um styrki til starfsmanna í leik- og grunnskóla sem stunda fjarnám við leikskólakennaraskor og kennaraskor KHÍ, séu orðnar úreltar og mætti endurskoða. Hún sagði frá því að hún hefði hug á að vinna með hugmyndafræði "Uppeldi til ábyrgðar".
  Anna gerði grein fyrir móttökuáætlun nýrra starfsmanna. Umræða var um framlagningu sakavottorða í tengslum við ráðningar.
  Farið var lauslega yfir stöðu húsnæðismála og framkvæmda sem nú standa yfir í skólanum.
  Á næsta fundi mun Anna gera grein fyrir námsferð starfsfólks til Finnlands.

  Anna vék af fundi í lok þessa liðar.
 • Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
  Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
  Skólanefnd - 144 Nefndin fagnar því að endurskoða eigi fjölskyldustefnuna og mun taka hana til umræðu á næsta fundi.

 • Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl. Skólanefnd - 144 Farið lauslega yfir viðfangsefni aðalskipulags. Til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

 • 5.10 1809028 Skólastefna
  Skólastefna Grundarfjarðarbæjar var samþykkt 2014 í samræmi við grunnskólalög og leikskólalög. Stefnan er lögð fram til kynningar og umræðu. Skólanefnd - 144 Nefndin telur að skólastefnuna þurfi að endurskoða og mælist til þess við bæjarstjórn að sú vinna fari fram.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.

  Bæjarstjórn tekur undir með skólanefnd um þörf þess að endurskoða skólastefnu bæjarins og vísar því til bæjarráðs að ákveða fyrirkomulag þeirrar vinnu. Höfð verði hliðsjón af því að nú þegar er búið að setja af stað vinnu við endurskoðun fjölskyldustefnu bæjarins og fleiri umfangsmikil verkefni eru í farvatninu.

  Samþykkt samhljóða.
 • Kynnt bókun frá 176. fundi félagsmálanefndar Snæfellinga þann 4. september sl. þar sem nefndin fagnar því að HVE bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna, að fenginni tilvísun heilsugæslulæknis. Fram kemur að nefndin væntir góðs aðgengis íbúa Snæfellsness að þjónustunni. Skólanefnd - 144 Lagt fram til kynningar.
  Nefndin fagnar því að HVE bjóði nú upp á aukna þjónustu og tekur undir með félagsmálanefnd um að hún væntir góðs aðgengis að þjónustunni fyrir Snæfellinga.

 • Skólanefnd - 144 Lagt fram til kynningar.
 • Átakið gengur út á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakið hófst 5. september og Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október.
  Skólanefnd - 144 Nefndin tekur undir bókun íþrótta- og æskulýðsnefndar á fundi dags. 10. september, þar sem undirstrikað er mikilvægi hvatningar til barna og fullorðinna um að nýta sér virka ferðamáta.
  Í tengslum við þetta vill skólanefnd minna á mikilvægi þess að umferðarleiðir barna til og frá skóla séu greiðar og öruggar, og að umferðarhraða sé haldið í lágmarki.

 • Persónuvernd hefur sent frá sér tilmæli til skóla, íþróttafélaga og fleiri um notkun viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting mynda af börnum á Facebook-síðum skóla, íþróttafélaga o.fl. getur falið í sér ólöglega birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting tilkynninga um viðburði er hins vegar í lagi. Skólanefnd - 144 Lagt fram til kynningar.

6.Menningarnefnd - 17

Málsnúmer 1809002FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og RG.
 • Tillögur eru eftirfarandi:
  Formaður Unnur Birna Þórhallsdóttir
  Varaformaður Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir
  Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú bæjarstjóri.


  Menningarnefnd - 17 Samþykkt samhljóða.

  Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
  Rósa hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir nefndina heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
  Nefndin mun á næstu fundum fara betur yfir verkefni og gögn sem undir nefndina heyra. Auk þess mun nefndin vinna að setningu markmiða fyrir málefni sem undir hana heyra, í samræmi við ákvæði í erindisbréfi.
  Nefndin mun taka saman yfirlit yfir menningar- og félagsstarf í bæjarfélaginu, viðburði og hátíðir - til að fá betri yfirsýn yfir þetta.
  Rætt um ljósmyndasamkeppnina sem er í gangi til 8. nóvember nk. Nefndin er reiðubúin að halda utan um framkvæmd þessarar keppni.
  Ennfremur rætt um viðburði/hátíðarhöld vegna 1. des. 2018. • 6.2 1806019 Fundartími nefnda
  Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð. Menningarnefnd - 17 Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16.30.
  Stefnt er að sérstökum vinnufundi vegna Rökkurdaga og fleiri mála í fyrstu viku október.

 • Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ frá mars 2014 og hæfisreglur sveitarstjórnarlaga.

  Menningarnefnd - 17 Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
  Rætt um verklag nefndarinnar og væntingar nefndarfólks til starfs í nefndinni.

 • Bæjarstjórn samþykkti í júlí sl. að fresta ráðningu menningar- og markaðsfulltrúa og móta betur starf/starfslýsingu þess starfsmanns. Menningarnefnd - 17 Bæjarstjóri upplýsti nefndina um ákvörðun bæjarstjórnar og stöðu málsins.

 • Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
  Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
  Menningarnefnd - 17 Rósa kynnti áform bæjarstjórnar um endurskoðun fjölskyldustefnu. Hún hvatti nefndarfólk til að rýna hana m.t.t. breyttra aðstæðna og þeirra mála sem undir nefndina heyra. Einnig hvatti hún til þess að fólk ræddi efni hennar á vinnustöðum og víðar, til að fá inn sem fjölbreyttust sjónarmið við endurskoðunina.
  Nefndin mun taka fjölskyldustefnuna til skoðunar og umræðu síðar.

 • Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl. Menningarnefnd - 17 Nefndin mun skoða þetta út frá sínum málaflokki og ræða á næsta fundi.
 • Á 208. fundi bæjarstjórnar þann 1. nóvember 2017 var fjallað um fundargerð menningarnefndar og bókað að bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins.
  Á fundi bæjarstjórnar á morgun liggur fyrir tillaga um að móta stefnu um menningarmál sem skilgreini hlutverk bæjarins í menningarmálum, helstu samstarfsaðila, markmið og forgangsverkefni á kjörtímabilinu og hlutverk menningarhúsa/-miðstöðva.
  Bókun bæjarstjórnar á fundi sínum 1. nóvember 2017, þar sem bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins, fellur inní þessa vinnu.

  Menningarnefnd - 17 Nefndin fagnar hugmyndum um að móta stefnu í menningarmálum og lýsir sig reiðubúna að taka þátt í því starfi.
 • Eins og bókað var á fundi nefndarinnar 13. apríl sl. fékk Grundarfjarðarbær styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands til að útbúa sögu- og upplýsingaskilti í Grundarfirði. Verkefnið var unnið í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes og er fyrsta skrefið í samræmdu útliti söguskilta á Snæfellsnesi. Menningarnefnd - 17 Nefndin tók liði 8 og 9 saman til umræðu. Sjá dagskrárlið 9.
 • Á 515. fundi bæjarráðs var kynnt tillaga að söguskiltum um þróun byggðar í Grundarfirði, sem unnin hafði verið af Inga Hans Jónssyni í samvinnu við menningar- og markaðsfulltrúa. Jafnframt var kynnt hugmynd að staðsetningu skiltanna. Bæjarráð vísaði áframhaldandi vinnu til menningarnefndar.
  Menningarnefnd - 17 Ný menningarnefnd fagnar þessu verkefni. Nefndin fór yfir fyrirliggjandi gögn og verkefnislýsingu/umsókn vegna verkefnisins. Nefndin mun afla sér frekari upplýsinga og tekur málið fyrir sem fyrst.

 • 6.10 1801046 Rökkurdagar 2018
  Á 12. fundi menningarnefndar þann 1. febrúar sl. var ákveðið að hinir árlegu Rökkurdagar verði haldnir í kringum tímabilið 10. - 20. október. Menningarnefnd - 17 Samþykkt að Rökkurdagar verði haldnir dagana 14.-20. október nk.
  Rætt um fyrirkomulag. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði eftir framlagi og frumkvæði frá íbúum og öðrum áhugasömum, og að skapa breidd í dagskrána.
  Samþykkt að auglýst verði eftir verkefnisstjóra til að halda utan um ákveðna þætti í undirbúningi Rökkurdaga. Nefndin er reiðubúin að vera sterkt bakland fyrir verkefnisstjóra og taka þátt í mótun dagskrár.

 • Menningarnefnd - 17 Fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 20. október nk. í Frystiklefanum á Rifi.

7.Fjallskilaboð og fundargerð vegna fjallskila 2018

Málsnúmer 1808044Vakta málsnúmer

Lögð voru á fjallskil fyrir árið 2018 og ákveðnir gangnadagar/réttardagar: Fyrri leit fari fram laugardaginn í 22. viku sumars, 15. september 2018, og réttað sama dag.
Síðari leit fari fram laugardaginn í 24. viku sumars, 29. september 2018, og réttað sama dag. Réttað verður að Hrafnkelsstöðum og Mýrum.
Fundargerð og álagning fjallskila samþykkt samhljóða.

8.Tengiliður ungmennaráðs

Málsnúmer 1809026Vakta málsnúmer

Lagt er til að Heiður Björk Fossberg Óladóttir bæjarfulltrúi verði tengiliður bæjarstjórnar/bæjarins við nýskipað ungmennaráð. Hlutverk tengiliðar sé að annast samskipti við ráðið, boða það til funda og setja upp dagskrá, í samvinnu við formann ráðsins, sjá til þess að mál sem það snerta rati á dagskrá ráðsins o.fl. Tengiliður fylgi ráðinu eftir í starfi þess, t.d. þegar ráðið sækir fundi eða viðburði.
Til máls tóku JÓK og HBÓ.

Samþykkt samhljóða að Heiður Björk Fossberg Óladóttir verði tengiliður bæjarstjórnar við ungmennaráð.

9.Kjör fulltrúa í stjórn SSV

Málsnúmer 1809031Vakta málsnúmer

Kjör fulltrúa Grundarfjarðarbæjar, eins aðalmanns og eins varamanns, í stjórn SSV.
Lagt til að Jósef Ó. Kjartansson verði aðalmaður í stjórn SSV og Hinrik Konráðsson til vara.

Samþykkt samhljóða.

10.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1809025Vakta málsnúmer

Siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í bæjarstjórn, nefndum og ráðum voru samþykktar af bæjarstjórn 13. mars 2014, í samræmi við 29. gr. sveitarstjórnarlaga. Nýjar sveitarstjórnir eiga meta hvort ástæða sé til endurskoðunar reglnanna. Ef ekki er talið að siðareglurnar þarfnist endurskoðunar halda þær gildi sínu, en tilkynna skal samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um þá niðurstöðu.
Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ.

Bæjarstjóra falið að gera tillögur að breytingum og leggja fyrir bæjarráð.

Samþykkt samhljóða.

11.Stefna um menningarmál

Málsnúmer 1809030Vakta málsnúmer

Lagt er til að mótuð verði stefna um menningarmál. Stefnan verði einföld og skilgreini hlutverk bæjarins í menningarmálum, helstu samstarfsaðila, markmið og forgangsverkefni á kjörtímabilinu. Stefnan taki á því hvernig bærinn vilji stuðla að því að varðveita, nýta og gera aðgengilega sögu byggðar og samfélags. Einnig hvert eigi að vera hlutverk menningarhúsa/-miðstöðva og hvernig megi varðveita og gera enn aðgengilegra ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar, sem bærinn hefur umsjón með. Stefnan verði unnin í samstarfi við menningarnefnd og hagsmunaaðila.
Bókun bæjarstjórnar á fundi sínum 1. nóvember 2017, þar sem bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins, fellur inní þessa vinnu.

Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS, BP og RG.

Bæjarstjórn leggur til að mótuð verði stefna um menningarmál. Bæjarstjóra falið að hefja undirbúning. Höfð verði hliðsjón af öðrum umfangsmiklum verkefnum sem eru í gangi.

Samþykkt samhljóða.

12.Óbyggðanefnd - Þjóðlendumál á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1808031Vakta málsnúmer

Lögð eru fram gögn vegna kröfugerðar ríkisins fyrir óbyggðanefnd varðandi jörðina Hrafnkelsstaði í Kolgrafafirði, sem er í eigu Grundarfjarðarbæjar. Farin var vettvangsferð á svæðið þann 31. ágúst sl.
Til kynningar er yfirlit (hornpunktaskrá) yfir merki jarðarinnar.
Til umræðu er fyrirliggjandi tilboð sem borist hefur frá ríkinu.
Farið yfir framlögð gögn. Bæjarstjóri greindi frá tilboði ríkisins um málslok sem felast í að ákveða landamerkin með því að draga línu milli Eyrarbotns og Hrafnkelsstaða um fjallseggjar Gunnólfsfells og í vörðu við sjó. Jafnframt greindi hún frá því að bændur sem teldu sig eiga beitarrétt á Eyrarbotni ættu að halda þeim rétti fram fyrir óbyggðanefnd.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra áframhaldandi heimildaöflun. Jafnframt verði skoðað, í samráði við lögmann bæjarins, hvernig beitarrétti á Eyrarbotni verði haldið fram.

Samþykkt samhljóða.

13.Landslög - Deiliskipulag á Sólvallarreit

Málsnúmer 1803029Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Landslögum f.h. eiganda n.h. fasteignarinnar Nesvegar 13, þar sem óskað er eftir að bærinn leysi til sín eignina á fram settu matsverði. Framhald máls.
RG vék af fundi undir þessum lið.

Farið yfir mál varðandi fasteignina að Nesvegi 13, neðri hæð.

Til máls tóku JÓK, BP, BÁ, UÞS og SÞ.

Bæjarstjórn tekur að sinni ekki afstöðu til framlagðs erindis.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að vinna áfram í málinu og leggja fram tillögu til bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum.

14.Umhverfisstofnun - Áætlun um úrbætur í fráveitumálum

Málsnúmer 1808048Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 30. ágúst 2018 óskar Umhverfisstofnun eftir upplýsingum Grundarfjarðarbæjar um áætlanir/úrbætur í fráveitumálum.
Til máls tóku JÓK, UÞS og BÁ.

Bæjarstjórn felur formanni skipulags- og umhverfisnefndar að afla upplýsinga um fyrirspurnina og upplýsa bæjarráð.

Samþykkt samhljóða.

15.Lárperla slf. - Ný umsókn um rekstrarleyfi að Sæbóli 46

Málsnúmer 1808029Vakta málsnúmer

Embætti Sýslumannsins á Vesturlandi óskar eftir umsögn bæjarstjórnar um umsókn Lárperlu ehf. um rekstrarleyfi nýs rekstraraðila til reksturs gististaðar í flokki II, íbúðir undir nafninu Sæból, að Sæbóli 46, Grundarfirði. Um er að ræða nýjan rekstraraðila sem keypt hefur húsið Sæból 46 af Eyrarsveit ehf. sem rekur þar gististað undir nafninu Kirkjufell og hefur til þess gilt rekstrarleyfi (fyrir 10 gesti).
Fyrir liggur umsókn dags. 14. ágúst 2018, ásamt teikningu, yfirlýsingu og umsagnarbeiðni, en auk þess beiðni um breytingu dags. 24. ágúst 2018 þar sem sótt er um leyfi fyrir 10 gestum í stað 14 í upphaflegri umsókn.
Ennfremur liggur fyrir jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra vegna úttektar.

Til máls tóku JÓK, SÞ, BÁ, UÞS, GS og RG.

Þrátt fyrir bókun í fundargerð bæjarstjórnar frá 14. des. 2017 um gistirými í Grundarfirði, telur bæjarstjórn að afgreiða verði erindið með jákvæðum hætti, þar sem í húseigninni að Sæbóli 46 er nú þegar gilt rekstrarleyfi.

Bæjarstjórn gerir því ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

16.SSV, fundargerð 139. stjórnarfundar

Málsnúmer 1809009Vakta málsnúmer

Fundargerðin er til kynningar.
Lögð fram til kynningar fundargerð 139. fundar stjórnar SSV frá 29. ágúst sl.

17.Jeratún ehf. - Fundargerð stjórnarfundar og árshlutareikningur 01.01.2018-30.06.2018

Málsnúmer 1808043Vakta málsnúmer

Gögn til kynningar.
Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Jeratúns ehf. frá 28. ágúst sl. ásamt árshlutareikningi félagsins fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2018.

18.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Bókun vegna sálfræðiþjónustu HVE

Málsnúmer 1809020Vakta málsnúmer

Með bókun á 176. fundi félagsmálanefndar Snæfellinga þann 4. september sl. fagnar nefndin því að HVE bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna, að fenginni tilvísun heilsugæslulæknis. Fram kemur að félagsmálanefnd væntir góðs aðgengis íbúa Snæfellsness að þjónustunni.
Lagt fram til kynningar bréf frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga frá 5. september sl, varðandi bókun félagsmálanefndar Snæfellinga sem fagnar því að HVE bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna.

Til máls tóku JÓK, UÞS og BP.

Bæjarstjórn fagnar því að HVE bjóði nú upp á aukna þjónustu og tekur undir með félagsmálanefnd um að hún vænti góðs aðgengis Snæfellinga að þjónustunni á svæðinu.

Samþykkt samhljóða.

19.Samband íslenskra sveitafélaga - Tilnefning í starfshóp um mótun endanlegra tillagna um endurskoðun ákvæða laga um fjármál sveitarfélaga

Málsnúmer 1808039Vakta málsnúmer

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri er einn þriggja fulltrúa sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt í starfshóp á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sem á að móta tillögur um endurskoðun ákvæða laga um fjármál sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. ágúst sl. þar sem kynnt er tilnefning í starfshóp um mótun endanlegra tillagna um endurskoðun ákvæða laga um fjármál sveitarfélaga.

20.Mosfellsbær - Ungt fólk og jafnréttismál

Málsnúmer 1809011Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boð á ráðstefnu um ungt fólk og jafnréttismál, sem fram fer í Mosfellsbæ 20. og 21. september 2018.
Lagt fram til kynningar tilkynning um landsfund sveitarfélaga um jafnréttismál.

Til máls tóku JÓK og HBÓ.

Bæjarstjórn samþykkir að bjóða ungmennaráði að sækja þessa ráðstefnu. Ráðið njóti leiðsagnar nýs tengiliðar síns, sem er Heiður Björk Fossberg Óladóttir.

21.SSV. Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis um endursk. laga um landshlutasamtök

Málsnúmer 1808027Vakta málsnúmer

Kynnt fréttabréf SSV þar sem fram kemur að Rakel Óskarsdóttir formaður SSV hafi verið skipuð í starfshóp á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um hlutverk og stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar fréttabréf SSV varðandi starfshóp á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um endurskoðun laga um landshlutasamtök.

22.Þjóðskrá Íslands, skjalavarsla og skjalastjórn afhendingarskyldra aðila í kjölfar nýrra laga um persónuvernd og miðlun persónuupplýsinga

Málsnúmer 1808038Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, dags. 16. ágúst 2018.
Lagt fram til kynningar bréf frá Þjóðskrá Íslands frá 16. ágúst sl. um skjalavörslu og skjalastjórn.

23.Skipulagsstofnun - Skipulagsdagur 2018

Málsnúmer 1808041Vakta málsnúmer

Dagskrá og boð á Skipulagsdaginn 20. september 2018. Erindið hefur einnig verið kynnt í skipulagsnefnd og nefndarmönnum boðið að sækja daginn.
Lögð fram til kynningar dagskrá Skipulagsdagsins sem haldinn verður 20. september 2018.

24.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Göngum í skólann

Málsnúmer 1808040Vakta málsnúmer

Erindið hefur einnig verið kynnt í skólanefnd og íþrótta- og æskulýðsnefnd, sjá bókanir í fundargerðum nefndanna.
Lagt fram til kynningar bréf Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands frá 25. ágúst sl. varðandi átakið "Göngum í skólann."

25.Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands - Íþróttavika Evrópu 23.-30. september 2018

Málsnúmer 1808003Vakta málsnúmer

Erindið hefur einnig verið kynnt í íþrótta- og æskulýðsnefnd. Sjá bókun í fundargerð nefndarinnar sem er til afgreiðslu hér á fundinum.
Lagt fram til kynningar póstur frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands frá 8. ágúst sl. varðandi íþróttaviku í Evrópu.

26.Félags-/skólaþjón Snæfellinga - Upptökur af kynningarfundi um ný lög um félagsþjónustu

Málsnúmer 1809007Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um upptökur erinda fundar sambandsins vegna breytinga á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

27.Samband íslenskra sveitafélaga - Upptökur af málþingi um akstursþjónustu f. fatlað fólk

Málsnúmer 1809008Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um upptökur erinda fundar sambandsins frá málþingi um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk.

28.Náttúruhamfaratrygging Íslands - Breyting á lögum og upprifjun á hlutverki stofnunarinnar

Málsnúmer 1809003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands frá 21. ágúst sl. vegna breytinga á lögum og upprifjun á hlutverki stofnunarinnar.

29.Samband íslenskra sveitafélaga - Veitt umsögn um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun

Málsnúmer 1809015Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar póstur Sambands íslenskrar sveitarfélaga frá 5. september sl. vegna umsagnar um frumvarp til laga um Þjóðgarðastofnun.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

30.Hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina - kynning - Arkitektar Hjördís og Dennis

Málsnúmer 1809012Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá ARKHD arkitektum varðandi hagkvæm íbúðarhús fyrir landsbyggðina.

31.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:21.