Málsnúmer 1809009F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 221. fundur - 18.10.2018

  • Umræða um leikfangaskúr og heildarfyrirkomulag/hönnun á lóð Leikskólans Sólvalla. Framhald umræðu á 220. fundi bæjarstjórnar. Bæjarráð - 518 Bæjarráð hélt fund með leikskólastjóra og umsjónarmanni fasteigna fyrr um daginn og fór í vettvangsskoðun í leikskóla.

    Ákveðið að lokið verði við að steypa stétt upp við leikskólann, setja niður staura fyrir sólpall og að leggja þökur til að loka lóð. Jafnframt var ákveðið að fresta framkvæmdum við sólpall og við leikfangaskúr á leikskólalóð, ásamt steyptri stétt undir hann.
    Bæjarráð stefnir að því að farið verði yfir hönnun og fyrirkomulag á leikskólalóð með viðeigandi aðilum fyrir vorið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Kjör fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Breyting frá 218. fundi bæjarstjórnar.
    Bæjarráð - 518 Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert.

    Fyrir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019 hafa verið kosin:

    Aðalmenn:
    Jósef Ó. Kjartansson
    Hinrik Konráðsson
    Unnur Þóra Sigurðardóttir

    Varamenn:
    Rósa Guðmundsdóttir
    Sævör Þorvarðardóttir
    Heiður Björk Fossberg Óladóttir

    Vegna haustfundar er samþykkt að Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi í stað Hinriks Konráðssonar.

    Samþykkt samhljóða.