221. fundur 18. október 2018 kl. 16:30 - 22:36 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Páll S. Brynjarsson og Vífill Karlsson, frá SSV, sátu fundinn undir lið 1.

Forseti setti fund.

Forseti lagði fram tillögu þess efnis að teknar yrðu á dagskrá fundarins með afbrigðum tvær fundargerðir, fundargerð 4. fundar ungmennaráðs og fundargerð 1. fundar hafnarstjórnar, sem dagskrárliðir 7 og 8. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2018 - Viðauki 1

Málsnúmer 1710010Vakta málsnúmer

Lagður fram og kynntur viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018. Breytingar á rekstri eru vegna aukins framlags til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, breytinga á starfsmannahaldi, aukningar lífeyrisskuldbindinga, kaups og sölu eigna, aukinnar lántöku, m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga og jafnframt aukins framlags frá Jöfnunarsjóði.

Útgjaldaauki í rekstri er 33,6 millj. kr. Hækkun tekna er um 36,0 millj. kr. Nettó hækkun á rekstrarniðurstöðu er um 2,4 millj. kr. Aukin fjárfesting er 9,3 millj. kr., aukin lántaka er 251 millj. kr., sem er annars vegar vegna uppgjörs lífeyrisskuldbindinga við Brú lífeyrissjóð og hins vegar vegna framkvæmda.

Allir tóku til máls.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur samhljóða.

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

3.Byggðasamlag Snæfellinga - Fundargerð stjórnarfundar 05.10.2018

Málsnúmer 1810025Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Byggðasamlags Snæfellinga frá 5. október sl.

4.Ungmennaþing Vesturlands

Málsnúmer 1809039Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúum á Vesturlandi er boðið að sitja þingið, sem styrkt er af Uppbyggingarsjóði Vesturlands.
Lögð fram til kynningar dagskrá Ungmennaþings Vesturlands sem haldið verður á Laugum í Sælingsdal 2.-3. nóvember nk.

Til máls tóku JÓK og HBÓ.

5.Ársfundur fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness 23.10.2018

Málsnúmer 1810021Vakta málsnúmer

Ársfundur fulltrúaráðs Svæðisgarðsins Snæfellsness fer fram þriðjudaginn 23. október nk. kl. 12.00 í Bæringsstofu, Grundarfirði.
Kjörnir fulltrúar Grundarfjarðarbæjar í fulltrúaráð Svæðisgarðsins Snæfellsness eru Jósef Ó. Kjartansson og Hinrik Konráðsson, til vara Heiður Björk Fossberg Óladóttir og Sævör Þorvarðardóttir.

Bæjarstjóri mun ennfremur sækja fulltrúaráðsfundinn.

Björg Ágústsdóttir er tilnefnd sem fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í stjórn Svæðisgarðsins.

6.Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum - Ársreikningur 2017

Málsnúmer 1810019Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum fyrir árið 2017.

Til máls tóku JÓK, HK og BÁ.

7.Ríkislögreglustjórinn - Fundur almannavarnanefndar 31. ágúst 2018

Málsnúmer 1810014Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað SSV um málefni almannavarna á Vesturlandi ásamt lista yfir nefndarmenn sameinaðrar almannavarnarnefndar á Vesturlandi og samantekt frá fundi sameinaðrar almannavarnarnefndar á Vesturlandi frá 31. ágúst sl.

8.Félagsráðgjafafélag Íslands - Breyting á lögum félagsþjónustu sveitarfélaga

Málsnúmer 1809043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Félagsráðgjafafélags Íslands frá 7. september sl. varðandi breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Til máls tóku JÓK, HK og BÁ.

9.HSH - Bréf til sveitarfélaga og ársskýrsla

Málsnúmer 1809040Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn þakkar erindið og ársskýrsluna.

Til máls tóku JÓK, HK, RG, UÞS og BÁ.

Erindi um hækkun framlags til HSH er vísað til Byggðasamlags Snæfellinga til afgreiðslu. Bæjarstjórn mælist til þess að HSH upplýsi byggðasamlagið nánar um fyrirhuguð verkefni á næsta starfsári.

Samþykkt samhljóða.

10.Atvinnuvega- og nýsköpunarráðun - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018-2019

Málsnúmer 1810010Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 2. október sl. vegna auglýsingar á umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018-2019.

Til máls tóku JÓK, UÞS, HK og VM.


Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins fyrir hönd Grundarfjarðarbæjar.

Samþykkt samhljóða.

11.Fossahlíð 3 - Sala

Málsnúmer 1804019Vakta málsnúmer

Lagt fram kauptilboð í eignina Fossahlíð 3, en Grundarfjarðarbær er eigandi 15% hlutar í eigninni á móti Ríkissjóði Íslands.

Til máls tóku JÓK, RG, UÞS, HK og SÞ.


Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tilboð fyrir sitt leyti.

12.Úttekt SSV á tekjum og fjárhagsþáttum Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1810022Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skýrslu um þróun tekna og helstu fjárhagsstærða Grundarfjarðarbæjar sem SSV hefur unnið að.
Lokaður dagskrárliður.

Páll S. Brynjarsson og Vífill Karlsson, frá SSV, sátu fundinn undir þessum lið.

Farið yfir drög að skýrslu, sem á eftir að fullklára.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að leita til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að taka til athugunar framlög til Grundarfjarðarbæjar úr sjóðnum.

13.Skipulags- og umhverfisnefnd - 197

Málsnúmer 1809004FVakta málsnúmer

  • Lögð fram til afgreiðslu skipulagslýsing vegna deiliskipulags fyrir Skerðingsstaði, unnin af Zeppelin Arkitektum að ósk landeigenda sem áður hafði verið veitt leyfi til að vinna að gerð deiliskipulags skv. 2. mgr. 38. gr skipulagslaga.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 197
    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að skipulagslýsing verði sett í kynningu skv. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar SÞ vék af fundi undir þessum lið.

    Til máls tóku JÓK, UÞS, RG og VM.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    SÞ tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • Páll Mar Magnússon og Örn Beck Eiríksson sækja um lóðina Fellabrekku 11-13. Skipulags- og umhverfisnefnd - 197
    Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að veita umsækjendum lóðirnar að Fellabrekku 11-13.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Sótt er um framkvæmdarleyfi á Hrannarstíg 1. Skipulags- og umhverfisnefnd - 197
    Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og óskar eftir frekari gögnum.

    Helena María Jónsdóttir Stolzenwald vék af fundi undir þessum lið.
  • Sótt er um f.h. Grundarfjarðarbæjar framkvæmdaleyfi vegna gerð nýrra bílastæða ásamt fleiru við áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss, sbr. hönnun Þráins Haukssonar hjá Landslagi í tillögu samþykktri af bæjarráði í júlí 2018. Skipulags- og umhverfisnefnd - 197
    Skipulags- og umhverfisvernd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi vegna þessa áfanga.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Lögð er fram ósk íbúa í Hamrahlíð um að götunni verði lokað austan megin og hún gerð að botnlangagötu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 197
    Skipulags- og umhverfisnefnd er mótfallin því að gera Hamrahlíð að botnlangagötu.

    Nefndin telur að leysa þurfi umferðarmál með öðrum hætti en með lokun götunnar og bendir á að í vinnslutillögu aðalskipulags er að hluta til að finna áform um úrbætur vegna umferðar og lagningar stórra bíla.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

14.Hafnarstjórn - 1

Málsnúmer 1809003FVakta málsnúmer

  • Kjör varaformanns. Hafnarstjórn - 1 Í hafnarreglugerð kemur fram að bæjarstjórn ákveði hver hinna kjörnu fulltrúa í hafnarstjórn skuli vera formaður og hver varaformaður. Hafnarstjórn skipti að öðru leyti með sér verkum.
    Í samþykktum Grundarfjarðarbæjar segir að bæjarstjóri skuli vera formaður hafnarstjórnar.
    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að Runólfur Guðmundsson verði varaformaður.
  • 14.2 1806019 Fundartími nefnda
    Umræða um fundartíma hafnarstjórnar. Hafnarstjórn - 1 Hafnarstjórn mun ekki hafa fasta fundartíma, en mun funda eftir því sem viðfangsefni kalla á.
  • Fyrir liggja siðareglur Grundarfjarðarbæjar fyrir kjörna fulltrúa, m.a. í nefndum og ráðum, frá mars 2014.
    Hafnarstjórn - 1 Farið yfir siðareglurnar.
    Rætt um verklag nefndar og fleira.
  • Fyrir fundinum lá átta mánaða uppgjör hafnarstjóra. Hafnarstjórn - 1 Farið yfir framlagt uppgjör og rætt um stöðuna. Tekjur og gjöld eru í samræmi við áætlun ársins. Tekjur hafnarsjóðs fram í byrjun september eru á svipuðu róli og var á árinu 2016. Árið 2017 er ekki hæft til samanburðar vegna áhrifa sjómannaverkfalls á tekjurnar.
  • Yfirferð Hafnarstjórn - 1 Hafnarstjóri sýndi gátlista um verkefni hafnarinnar í viðhaldi og framkvæmdum.
  • Kosning tveggja fulltrúa Grundarfjarðarhafnar á Hafnasambandsþing, sem haldið verður í Reykjavík 25.-26. október 2018. Hafnarstjórn - 1 Í tengslum við þingið heldur Hafnasambandið málþing 24. október í tilefni 100 ára fullveldisafmælis.
    Samþykkt að hafnarstjóri og bæjarstjóri verði fulltrúar Grundarfjarðarhafnar á Hafnasambandsþinginu.
  • Reglugerð lögð fram.
    Hafnarstjórn - 1 Rætt um öryggismál á höfn.
    Hafnarstjórn stefnir á að fara í vettvangsferð um hafnarsvæðin okkar og skoða, m.a. með tilliti til öryggismála.
  • 14.8 1710054 Lenging Norðurgarðs
    Rósa Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs sat fundinn undir þessum lið vegna tengingar við bæjarstjórn.
    Hafnarstjóri lagði fram kostnaðaráætlun fyrir framkvæmd við 130 metra lengingu Norðurgarðs.
    Hafnarstjórn - 1 Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir fullnaðarhönnun og útboðsgögnum fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar, sem er dæling púða og stefnt er að því að geti hafist fyrir lok árs. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2018 er gert ráð fyrir 15 milljónum í framkvæmdafé.
  • Umræða um hreinlætisaðstöðu á hafnarsvæði.
    Hafnarstjórn - 1 Rætt um fyrirliggjandi hugmyndir um staðsetningu á almenningssalernum á hafnarsvæðinu. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að vinna áfram að undirbúningi.
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Fundargerð lögð fram til kynningar. Hafnarstjórn - 1
  • Hafnarstjórn - 1 Lagt fram til kynningar.

15.Ungmennaráð - 4

Málsnúmer 1809006FVakta málsnúmer

  • Ungmennaráð - 4 Tillögur eru eftirfarandi:
    Formaður Daníel Husgaard Þorsteinsson
    Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú Heiður Björk Fossberg Óladóttir.
    Erindisbréf nefndarinnar lagt fram og kynnt.

    Samþykkt samhljóða.
  • Ungmennaráð felur Heiði Björk Fossberg Óladóttur að vinna betur í málinu og auglýsa þingið þegar dagskrá er tilbúin. Ungmennaráð - 4 Dagskrá þingsins er ekki tilbúin. Ungmennaráð felur Heiði Björk Fossberg Óladóttur að kynning þingið fyrir ungmennum þegar dagskrá er tilbúin.

  • Ungmennaráð - 4 Landsfundur sveitarfélaga um jafnréttismál verður haldinn í Mosfellsbæ fimmtudaginn 20. september nk.

    Fulltrúar ungmennaráðs þau Daníel Husgaard Þorsteinsson, Tanja Lilja Jónsdóttir og Alma Jenný Arnarsdóttir ásamt Heiði Björk Fossberg Óladóttur, bæjarfulltrúa, munu sækja fundinn.
  • Ungmennaráð - 4 Á kjörtímabilinu stefnir ungmennaráð á að vera virkt, halda viðburði og leitast eftir samstarfi við nærliggjandi sveitarfélög.

    Ungmennaráð vill að ungmenni viti af ráðinu og að þau geti komið hugmyndum á framfæri til þess.
  • Ungmennaráð - 4 Lagðar fram og kynntar siðareglur kjörinnar fulltrúa í Grundarfjarðarbæ.

16.Menningarnefnd - 18

Málsnúmer 1809011FVakta málsnúmer

  • 16.1 1801046 Rökkurdagar 2018
    Fyrir liggja drög að dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga sem haldin verður 14.-20. okt. Menningarnefnd - 18 Farið var yfir einstaka dagskrárliði í fyrirliggjandi drögum að dagskrá.
    Einn einstaklingur er að skoða hvort hann sjái sér fært að halda utanum dagskrána.

    Ragnhildur Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness kom á fundinn kl. 17.00 og ræddi um liði sem fallið geta inní dagskrá Rökkurdaga.
    Barnamenningarhátíð mætti tengja inní dagskrána. Ragnhildur mun athuga með að fá stjörnufræðing til okkar sem hluta af dagskránni í samstarfi við grunnskólann og framhaldsskólann. Einnig rætt um örnefnagöngu og bæjargöngu, um útfærslur og umsjónarfólk.

    Um annað, óskylt Rökkurdögum, var eftirfarandi rætt:
    Strandmenningarhátíð: verður haldin 2019 og dreifast viðburðir um Snæfellsnes.
    Söguskiltin: Svæðisgarðurinn tekur þátt í skiltaverkefni en unnið er að sameiginlegri stefnu á Snæfellsnesi um gerð og útlit skilta. Skiltin verða öll á íslensku og ensku og frönsku í Grundarfirði. Svæðisgarðsmerkið verður á öllum skiltum. Menningarnefnd þyrfti að skoða lokasamning um verkefnið, sem styrkt var af Uppbyggingarsjóði Vesturlands, og lýsingu á fyrsta áfanga verksins sem átti að vinnast í ár. Rætt um frágang áfangaskýrslu til sjóðsins, sem Ragnhildur er tilbúin að ganga frá að fengnum tilskildum gögnum.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og RG.

    Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með störf menningarnefndar við gerð dagskrár Rökkurdaga.
  • Til skoðunar. Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.
    Menningarnefnd - 18 Menningarnefnd fagnar endurskoðun á fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Þar er margt gott sem nýta má áfram. Helst mætti skoða hugmyndir að verkefnum sem mörg eru orðin úrelt og ákveða ný í staðinn.
    Menningarnefnd mun skoða fjölskyldustefnuna betur fyrir næsta fund.
  • Til skoðunar. Framhald umræðu á síðasta fundi.
    Menningarnefnd - 18 Menningarnefnd vill gera steinkrossinum á Grundarkampi hærra undir höfði. Passa þarf uppá gömul hús í Grundarfirði. Einnig leggur nefndin til að myndasafn Bærings Cecilssonar verði flokkað og komið fyrir á varanlegum stað. Finna þarf varanlegan stað fyrir fallbyssuna sem geymd er í Sögumiðstöðinni en hún liggur undir skemmdum.
    Menningarnefnd vill sjá meiri menningarstarfsemi í Sögumiðstöðinni, þar sem gert er ráð fyrir námskeiða-, fundahaldi og samkomum. Mikilvægt er að bæjarbúar hafi greiðan aðgang að Sögumiðstöðinni í þessum tilgangi.
    Menningarnefnd vill sjá að Samkomuhúsinu sé vel við haldið. Það er einstakt að eiga slíkt hús og það má ekki glatast.

    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, RG og BÁ.

17.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 86

Málsnúmer 1809012FVakta málsnúmer

  • 17.1 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin eigi að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í málaflokkum sem undir nefndina heyra og hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 86 Nefndin skilgreindi málaflokka og verkefni sem undir hana heyra og vann drög að markmiðum og verkefnum. Höfð var hliðsjón af stefnumörkun nefndarinnar fyrir árin 2015-2017 og fjölskyldustefnu Grundfirðinga.
    Vinnu verður framhaldið á næsta fundi.
  • 17.2 1810007 Íþróttamaður ársins 2018
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 86 Bréf verða send til íþróttafélaga um að þau tilnefni íþróttafólk ársins 2018, til nefndarinnar, í síðasta lagi föstudag 2. nóvember nk. Stefnt verði að fundi föstudag 9. nóvember til að velja íþróttamann ársins skv. reglum um kjörið.
  • 17.3 1808016 Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar
    Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 86 Nefndarmenn hafa lesið í gegnum fjölskyldustefnuna.
    Rætt um nálgun og yfirferð um efni stefnunnar. Nefndin mun fara yfir stefnuna á næsta fundi sínum.

  • 17.4 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
    Formaður UMFG kom á fundinn og kynnti starfsemi félagsins. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 86 Formaður UMFG fór yfir starfsemina og kynnti handbók félagsins sem er í vinnslu, en í henni er að finna allar grunnupplýsingar um stjórn og starfsemi, leiðbeiningar til þjálfara, siðareglur fyrir stjórnendur, starfsfólk, iðkendur, foreldra og stuðningsfólk, o.fl.
    Hún sagði frá vel heppnuðum íþróttadegi sem félagið gekkst fyrir í íþróttahúsinu í september, í tilefni af Íþróttadegi Evrópu. Nk. mánudag býður UMFG upp á fyrirlestur fyrir foreldra um skjáfíkn, en fyrirlesturinn verður hluti af dagskrá Rökkurdaga.
    Bæjarstjóri sagði frá vinnu við áætlunargerð um íþróttamannvirki og óskaði eftir samvinnu við UMFG um það. Nefndin fagnar fjölbreyttu og góðu starfi UMFG og hvetur félagið til dáða.

    Formanni UMFG var þökkuð koman á fundinn.

18.Bæjarráð - 519

Málsnúmer 1809008FVakta málsnúmer

  • 18.1 1809048 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 519 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 18.2 1804051 Greitt útsvar 2018
    Bæjarráð - 519 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2018. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur hækkað um 13,1% milli ára, miðað við sömu mánuði fyrra árs.
  • 18.3 1809056 Rekstraryfirlit 2018
    Bæjarráð - 519 Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar-ágúst 2018.
  • Bæjarráð - 519 Lagður fram og kynntur viðauki við fjárhagsáætlun 2018. Breytingar eru vegna aukins framlags til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, breytinga á starfsmannahaldi, aukningar lífeyrisskuldbindingar, kaups og sölu eigna, og aukinnar lántöku, m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga.

    Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.
  • Bæjarráð - 519 Farið yfir fyrirkomulag vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og sett niður áætlun.
  • 18.6 1809050 Fasteignagjöld 2019
    Bæjarráð - 519 Lagðar fram forsendur fyrir álagningu fasteignagjalda ársins 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.
  • 18.7 1809051 Gjaldskrár 2019
    Bæjarráð - 519 Farið yfir gjaldskrár og lagðar línur að breytingum á þeim. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

  • Bæjarráð - 519 Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2019.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

    Samþykkt samhljóða.
  • 18.9 1710054 Lenging Norðurgarðs
    Bæjarráð - 519 Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Bæjarráð tekur undir bókun hafnarstjórnar frá 24. september sl. sem segir:

    "Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir fullnaðarhönnun og útboðsgögnum fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar, sem er dæling púða og stefnt er að því að geti hafist fyrir lok árs. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2018 er gert ráð fyrir 15 milljónum í framkvæmdafé."

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 519 Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

    Lagt fram tilboð Símans hf. í fjarskiptaþjónustu.

    Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að ganga frá málinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • Tillaga um að sækja um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum, sbr. auglýsingu. Bæjarráð - 519 Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 11. september sl. varðandi þátttöku sveitarfélaga í tilraunaverkefni í húsnæðismálum.

    Lagt til að Grundarfjarðarbær sæki um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum. Nýttar verði upplýsingar úr húsnæðisumfjöllun í aðalskipulagstillögu og kafla úr skýrsludrögum SSV um tekjur og fjárhag (óbirt) sem grunn að húsnæðisáætlun.

    Bæjarstjóra er falið að koma umsókn á framfæri við ÍLS.

    Samþykkt samhljóða.
  • Umræða um fyrirkomulag við endurskoðun fjölskyldustefnu Bæjarráð - 519 Rætt um fyrirkomulag við endurskoðun á fjölskyldustefnu bæjarins.

    Nefndir bæjarins hafa fengið stefnuna til umfjöllunar.

    Bæjarráð mun skilgreina hagsmunaaðila og verkferli, auk næstu skrefa, að lokinni fjárhagsáætlanagerð.

    Samþykkt samhljóða.
  • 18.13 1809028 Skólastefna
    Bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs umræðu um endurskoðun skólastefnu og fyrirkomulag vinnu við það. Frumumræða. Bæjarráð - 519 Bæjarráð er sammála því að fara þurfi í endurskoðun skólastefnu, en vill forgangsraða verkefnum þannig að endurskoðun fjölskyldustefnu og gerð stefnu um menningarmál hafi forgang. Skólastefna komi þó að einhverju leyti til skoðunar við endurskoðun fjölskyldustefnu.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 519 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Fiskistofu dags. 31. ágúst sl., varðandi úthlutun á aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2018-2019.
  • Bæjarráð - 519 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. september sl. varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem haldinn verður 11.-12. október nk.
  • Bæjarráð - 519 Lögð fram til kynningar fundargerð 96. fundar stjórnar FSS sem haldinn var 17. september sl.
  • Bæjarráð - 519 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá SSV dags. 23. september sl. varðandi fund með þingmönnum Norðvesturkjördæmis 1. október nk.

19.Bæjarráð - 518

Málsnúmer 1809009FVakta málsnúmer

  • Umræða um leikfangaskúr og heildarfyrirkomulag/hönnun á lóð Leikskólans Sólvalla. Framhald umræðu á 220. fundi bæjarstjórnar. Bæjarráð - 518 Bæjarráð hélt fund með leikskólastjóra og umsjónarmanni fasteigna fyrr um daginn og fór í vettvangsskoðun í leikskóla.

    Ákveðið að lokið verði við að steypa stétt upp við leikskólann, setja niður staura fyrir sólpall og að leggja þökur til að loka lóð. Jafnframt var ákveðið að fresta framkvæmdum við sólpall og við leikfangaskúr á leikskólalóð, ásamt steyptri stétt undir hann.
    Bæjarráð stefnir að því að farið verði yfir hönnun og fyrirkomulag á leikskólalóð með viðeigandi aðilum fyrir vorið.

    Samþykkt samhljóða.
  • Kjör fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Breyting frá 218. fundi bæjarstjórnar.
    Bæjarráð - 518 Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert.

    Fyrir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019 hafa verið kosin:

    Aðalmenn:
    Jósef Ó. Kjartansson
    Hinrik Konráðsson
    Unnur Þóra Sigurðardóttir

    Varamenn:
    Rósa Guðmundsdóttir
    Sævör Þorvarðardóttir
    Heiður Björk Fossberg Óladóttir

    Vegna haustfundar er samþykkt að Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi í stað Hinriks Konráðssonar.

    Samþykkt samhljóða.

20.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

Umræða um atvinnumál, um málefni Arionbanka sérstaklega en útibúi bankans í Grundarfirði verður lokað í byrjun nóvember nk. Einnig rædd málefni VÍS og um ljósleiðara í þéttbýli.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða endurskoðun vátryggingasamnings við Vátryggingafélag Íslands hf. (VÍS).

21.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

Umræða um störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu.
Fundargerð lesin upp á samþykkt.

Fundi slitið - kl. 22:36.