Málsnúmer 1809013

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 196. fundur - 05.09.2018

Lögð fram umsókn Orra Árnasonar arkitekts, f.h. Sigurðar Sigurbergssonar, um byggingu vélageymslu á lóðinni, ásamt tveimur umboðum, dags. 4. september 2018 og aðaluppdráttum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.


Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir vélageymslu í samræmi við umsókn að uppfylltum hefðbundnum skilyrðum laga um mannvirki og byggingarreglugerðar. Fyrri umsókn um byggingu á sömu lóð er felld úr gildi. Lagfæra þarf skráningu lóðarinnar. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna umsóknina þar sem bygging skemmunnar hefur ekki áhrif á hagsmuni annarra en landeiganda sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.