196. fundur 05. september 2018 kl. 17:00 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Arnar Kristjánsson (AK)
Fundargerð ritaði: Unnur Þóra Sigurðardóttir formaður
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Vélargeymsla - Byggingarleyfi

Málsnúmer 1809013Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn Orra Árnasonar arkitekts, f.h. Sigurðar Sigurbergssonar, um byggingu vélageymslu á lóðinni, ásamt tveimur umboðum, dags. 4. september 2018 og aðaluppdráttum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.


Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi fyrir vélageymslu í samræmi við umsókn að uppfylltum hefðbundnum skilyrðum laga um mannvirki og byggingarreglugerðar. Fyrri umsókn um byggingu á sömu lóð er felld úr gildi. Lagfæra þarf skráningu lóðarinnar. Ekki er talin þörf á að grenndarkynna umsóknina þar sem bygging skemmunnar hefur ekki áhrif á hagsmuni annarra en landeiganda sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga.2.Fagurhólstún 4 - Byggingarleyfi

Málsnúmer 1809010Vakta málsnúmer

Sótt er um byggingarleyfi vegna breytingar á þaki.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Grundarfjarðarflugvöllur-deiliskipulag

Málsnúmer 1802038Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu, tillaga Zeppilin arkitekta, dags. 13. ágúst 2008, bréf Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí og 17. ágúst 2018, bréf Zeppilin arkitekta, dags. 19. júlí 2018, minnisblað Alta 13. ágúst 2018, bréf Grundarfjarðarbæjar, dags. 14. ágúst og athugasemd landeiganda, dags. 15. júlí 2018.
Tillögu að deiliskipulagi hafnað með vísan til bréfa Skipulagsstofnunar, dags. 10. júlí og 17. ágúst. Embætti skipulagsfulltrúa falið að svara athugasemd landeiganda með vísan til þess.

Samþykkt að vísa tillögunni til skoðunar við vinnu á endurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins sem nú stendur yfir.

4.Skipulagsstofnun - Skipulagsdagur 2018

Málsnúmer 1808041Vakta málsnúmer

Skipulagsdagurinn 2018 verður haldinn 20. september og eru fulltrúar nefndarinnar hvattir til að mæta.
Lagt fram.

5.Skerðingsstaðir: Deiliskipulag

Málsnúmer 1803056Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing fyrir Skerðingsstaði lögð fram til kynningar.
Lagt fram.
Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:30.