Málsnúmer 1809023

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 85. fundur - 10.09.2018

Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl.
Farið var yfir helstu þætti sem fram koma í vinnslutillögu að aðalskipulagi og liggja á málefnasviði nefndarinnar. Rætt um opnu svæði bæjarins; Torfabót, Paimpolgarð og Þríhyrning. Farið yfir gamlar teikningar af Þríhyrningi.
Varðandi aðalskipulag og framfylgd þess, þá leggur nefndin áherslu á að mikilvægt er að skapa aðstæður fyrir hreyfingu; að gönguleiðir séu greiðar og öruggar og tengi vel saman mikilvægar stofnanir, eins og skóla. Mikilvægt er einnig að hlutverk opinna svæða verði skilgreint og að skipulega sé unnið að uppbyggingu hvers svæðis. Varðandi opin svæði, þá telur nefndin heppilegt að uppbygging/umhverfisbætur í Þríhyrningi séu í forgangi, út frá aðstæðum á svæðinu og sögulegu samhengi.

Skólanefnd - 144. fundur - 11.09.2018

Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl.
Farið lauslega yfir viðfangsefni aðalskipulags. Til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

Menningarnefnd - 17. fundur - 12.09.2018

Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl.
Nefndin mun skoða þetta út frá sínum málaflokki og ræða á næsta fundi.

Menningarnefnd - 18. fundur - 03.10.2018

Til skoðunar. Framhald umræðu á síðasta fundi.
Menningarnefnd vill gera steinkrossinum á Grundarkampi hærra undir höfði. Passa þarf uppá gömul hús í Grundarfirði. Einnig leggur nefndin til að myndasafn Bærings Cecilssonar verði flokkað og komið fyrir á varanlegum stað. Finna þarf varanlegan stað fyrir fallbyssuna sem geymd er í Sögumiðstöðinni en hún liggur undir skemmdum.
Menningarnefnd vill sjá meiri menningarstarfsemi í Sögumiðstöðinni, þar sem gert er ráð fyrir námskeiða-, fundahaldi og samkomum. Mikilvægt er að bæjarbúar hafi greiðan aðgang að Sögumiðstöðinni í þessum tilgangi.
Menningarnefnd vill sjá að Samkomuhúsinu sé vel við haldið. Það er einstakt að eiga slíkt hús og það má ekki glatast.

Fleira ekki gert. Fundargerð upp lesin og samþykkt.