144. fundur 11. september 2018 kl. 16:30 - 20:09 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Thor Kolbeinsson
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 1806029Vakta málsnúmer

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
Formaður Sigríður G. Arnardóttir
Varaformaður Garðar Svansson
Ritari er starfsmaður nefndarinnar, sem er bæjarstjóri.

Tillaga samþykkt samhljóða.

Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
Sirrý sagði frá gögnum sem nefndin hefur haft aðgang að; lögum og reglum, leiðbeiningum á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga o.fl.
Jósef hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir hana heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
Nefndin mun á næsta fundi sínum fara yfir þau lög og reglur sem gilda um starfsemi sem undir nefndina heyrir.

Gestir

  • Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar

2.Fundartími nefnda

Málsnúmer 1806019Vakta málsnúmer

Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar er gert ráð fyrir að hún fundi að jafnaði einu sinni í mánuði.
Lagt er til að fundir nefndarinnar verði að jafnaði haldnir á mánudögum klukkan 16.30.
Næsti fundur verður haldinn mánudaginn 15. október.

Gestir

  • Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar

3.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1809025Vakta málsnúmer

Í gildi eru siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
Farið yfir siðareglur og lagaákvæði um hæfi.

Gestir

  • Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar

4.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Á fundinn mættu Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri og Anna Kristín Magnúsdóttir, fulltrúi kennara. Formaður bauð þau velkomin.
Skólastjóri óskaði nýrri nefnd velfarnaðar í starfi sínu og sagðist hlakka til samstarfsins.
Skólastjóri fór yfir skýrslu sína um skólastarf grunnskóla. Í grunnskólanum eru 97 nemendur í upphafi skólaárs. Sigurður Gísli sagði frá nýjum kjarasamningum sem breyttu vinnutímaskilgreiningu kennara, frá breytingum sem gerðar voru innanhúss fyrir unglingastigið þar sem búin var til ein stofa úr tveimur. Hann minntist á ný persónuverndarlög sem taka þarf tillit til í skólastarfinu.
Sigurður fór yfir gögn sem fyrir lágu; umbótaáætlun vegna ytra mats, vinnuskipan 2018-2019 og dagskipulag fyrir 2018-2019.

Anna Kristín vék af fundi í lok þessa liðar.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskólans
  • Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara

5.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 1808036Vakta málsnúmer

Skólastjóri gerði grein fyrir starfsemi Eldhamra. Í deildinni eru nú ellefu börn.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskólans

6.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 1808035Vakta málsnúmer

Skólastjóri og deildarstjóri gerðu grein fyrir starfsemi Tónlistarskólans.

Skólastjóri og deildarstjóri viku af fundi í lok þessa liðar.

Gestir

  • Linda María Nielsen deildarstjóri Tónlistaskólans
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri

7.Málefni leikskólans

Málsnúmer 1808033Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri var boðin velkomin til fundar.
Hún gerði grein fyrir starfsemi skólans, sbr. áður senda minnispunkta. Nú í haust eru 45 börn í leikskólanum.
Anna minntist á að reglur bæjarins um styrki til starfsmanna í leik- og grunnskóla sem stunda fjarnám við leikskólakennaraskor og kennaraskor KHÍ, séu orðnar úreltar og mætti endurskoða. Hún sagði frá því að hún hefði hug á að vinna með hugmyndafræði "Uppeldi til ábyrgðar".
Anna gerði grein fyrir móttökuáætlun nýrra starfsmanna. Umræða var um framlagningu sakavottorða í tengslum við ráðningar.
Farið var lauslega yfir stöðu húsnæðismála og framkvæmda sem nú standa yfir í skólanum.
Á næsta fundi mun Anna gera grein fyrir námsferð starfsfólks til Finnlands.

Anna vék af fundi í lok þessa liðar.

Gestir

  • Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri

8.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Nefndin fagnar því að endurskoða eigi fjölskyldustefnuna og mun taka hana til umræðu á næsta fundi.

9.Aðalskipulagstillaga - til skoðunar hjá nefndum

Málsnúmer 1809023Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl.
Farið lauslega yfir viðfangsefni aðalskipulags. Til umræðu á næsta fundi nefndarinnar.

10.Skólastefna

Málsnúmer 1809028Vakta málsnúmer

Skólastefna Grundarfjarðarbæjar var samþykkt 2014 í samræmi við grunnskólalög og leikskólalög. Stefnan er lögð fram til kynningar og umræðu.
Nefndin telur að skólastefnuna þurfi að endurskoða og mælist til þess við bæjarstjórn að sú vinna fari fram.

11.Félags-/skólaþjón Snæfellinga - Erindi frá félagsmálanefnd Snæfellinga

Málsnúmer 1809020Vakta málsnúmer

Kynnt bókun frá 176. fundi félagsmálanefndar Snæfellinga þann 4. september sl. þar sem nefndin fagnar því að HVE bjóði nú upp á sálfræðiþjónustu fyrir börn og fullorðna, að fenginni tilvísun heilsugæslulæknis. Fram kemur að nefndin væntir góðs aðgengis íbúa Snæfellsness að þjónustunni.
Lagt fram til kynningar.
Nefndin fagnar því að HVE bjóði nú upp á aukna þjónustu og tekur undir með félagsmálanefnd um að hún væntir góðs aðgengis að þjónustunni fyrir Snæfellinga.

12.Menntamálastofnun - Samstarfsverkefni um snemmtæka íhlutun

Málsnúmer 1808010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - Göngum í skólann

Málsnúmer 1808040Vakta málsnúmer

Átakið gengur út á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakið hófst 5. september og Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október.
Nefndin tekur undir bókun íþrótta- og æskulýðsnefndar á fundi dags. 10. september, þar sem undirstrikað er mikilvægi hvatningar til barna og fullorðinna um að nýta sér virka ferðamáta.
Í tengslum við þetta vill skólanefnd minna á mikilvægi þess að umferðarleiðir barna til og frá skóla séu greiðar og öruggar, og að umferðarhraða sé haldið í lágmarki.

14.Tilmæli Persónuverndar til skóla o.fl. um notkun samfélagsmiðla

Málsnúmer 1809027Vakta málsnúmer

Persónuvernd hefur sent frá sér tilmæli til skóla, íþróttafélaga og fleiri um notkun viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting mynda af börnum á Facebook-síðum skóla, íþróttafélaga o.fl. getur falið í sér ólöglega birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting tilkynninga um viðburði er hins vegar í lagi.
Lagt fram til kynningar.

Fundargerð upplesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 20:09.