Málsnúmer 1809050

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 519. fundur - 25.09.2018

Lagðar fram forsendur fyrir álagningu fasteignagjalda ársins 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Bæjarráð - 520. fundur - 24.10.2018

Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Skv. álagningunni hækka fasteignagjöld í heild um 10,2% milli áranna 2018 og 2019 miðað við óbreytta álagningu.

Lagður fram samanburður skrifstofustjóra á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Samanburðurinn gefur til kynna ákveðinn jöfnuð í álagningu sveitarfélaganna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2018 og 2019.

Bæjarstjórn - 222. fundur - 12.11.2018

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að álagningarprósenta fasteignagjalda 2019 verði óbreytt frá fyrra ári.

Samþykkt samhljóða.