222. fundur 12. nóvember 2018 kl. 16:30 - 23:19 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness, sat fundinn undir lið 3.

Forseti sett fund og lagði fram tillögu þess efnis að tekinn verði með afbrigðum á dagskrá dagskrárliðurinn Grundargata 31 - Kaupsamningur sem yrði nr. 16 á dagskrá fundarins. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer

Lögð fram til fyrri umræðu fjárhagsáætlun ársins 2019 ásamt þriggja ára áætlun áranna 2020-2022, sem innifelur rekstraryfirlit, málaflokkayfirlit, efnahagsyfirlit og sjóðstreymi. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir áætlaðar fjárfestingar ársins 2019 og samanburður á deildum milli áætlana 2018 og 2019.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun áranna 2020-2022 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

2.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.

3.Samband ísl. sveitarfélaga - Drög að leiðbeiningum um úthlutun félagslegs íbúðahúsnæðis

Málsnúmer 1811015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að leiðbeiningum Sambands ísl. sveitarfélaga um úthlutun félagslegs íbúðahúsnæðis.

4.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Ísland ljóstengt - umsóknarfrestur um styrki

Málsnúmer 1811013Vakta málsnúmer

Fjarskiptasjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki í átaksverkefninu Ísland ljóstengt fyrir árið 2019.
Markmið verkefnisins er að byggja upp ljósleiðarakerfi utan markaðssvæða í dreifbýli um allt land. Sveitarfélögum stendur nú einnig til boða að sækja um samvinnustyrk sem valkost við umsókn á grundvelli samkeppnisfyrirkomulags.

Móttöku umsóknargagna vegna A-hluta lýkur 23. nóvember 2018.

Til máls tóku JÓK, UÞS og BÁ.

5.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Fundargerð 152. stjórnarfundar

Málsnúmer 1811008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 152. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands, frá 29. október sl.

6.Deloitte ehf. - Ráðningarbréf um endurskoðun

Málsnúmer 1810030Vakta málsnúmer

Árlegt ráðningarbréf endurskoðenda, lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar ráðningarbréf endurskoðenda bæjarins.

7.SSV - Fundargerð, fundur framkvæmdarstjóra sveitarfélaga á Vesturlandi 24.10.2018

Málsnúmer 1811004Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Grundargata 31 - Kaupsamningur

Málsnúmer 1810031Vakta málsnúmer

Lagður fram kaupsamningur um Grundargötu 31, en bæjarráð hafði áður samþykkt kaup á eigninni.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

9.Beiðni bæjarfulltrúa um tímabundið leyfi frá störfum

Málsnúmer 1811010Vakta málsnúmer

Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi óskar eftir tímabundinni lausn úr sveitarstjórn, skv. 2. mgr. 30. gr. sveitarstjórnarlaga, vegna mikilla anna í starfi sínu.
Lagt fram bréf Rósu, þar sem hún óskar lausnar úr bæjarstjórn frá næstu áramótum og til loka ágúst á næsta ári.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að veita Rósu tímabundna lausn frá störfum. Bjarni Sigurbjörnsson mun taka sæti Rósu í bæjarstjórn.

10.Umhverfisvottun Snæfellsness - Tilnefning fulltrúa bæjarins í teymi Umhverfisvottunar Snæfellsness

Málsnúmer 1811011Vakta málsnúmer

Óskað er eftir tilnefningu á fulltrúa frá Grundarfjarðarbæ í teymi Umhverfisvottunar Snæfellsness.
Bæjarstjóra falið að ganga frá tilnefningu í teymið.

Samþykkt samhljóða.

11.Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga - Tilnefning fulltrúa í samráðshóp um byggingu þjónustuíbúðakjarna fatlaðra

Málsnúmer 1811014Vakta málsnúmer

FSS óskar eftir tilnefningu á fulltrúa frá Grundarfjarðarbæ í samráðshóp um byggingu þjónustuíbúðakjarna fyrir fatlaða
Lögð fram tillaga um Eygló Báru Jónsdóttur sem fulltrúa í samráðshóp um byggingu þjónustuíbúðakjarna fatlaðra.

Samþykkt samhljóða.

12.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður
Umræður um störf bæjarstjórnar.

13.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2019

Málsnúmer 1810003Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir næsta árs ásamt tillögum að styrkveitingum ársins, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.

Yfirlitið samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn fagnar jafnframt erindi UMFG og samþykkir að vinna með UMFG að áætlun um markviss skref við uppbyggingu íþróttaaðstöðu til lengri tíma.

14.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1809051Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir tillögur bæjarráðs að þjónustugjaldskrám næsta árs ásamt yfirliti með samanburði á helstu þjónustugjaldskrám 2018 milli nokkurra nágrannasveitarfélaga.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi þjónustugjaldskrár fyrir árið 2019, með áorðnum breytingum, en vísar gjaldskrám vegna útleigu húsnæðis til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

15.Fasteignagjöld 2019

Málsnúmer 1809050Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um að álagningarprósenta fasteignagjalda 2019 verði óbreytt frá fyrra ári.

Samþykkt samhljóða.

16.Álagning útsvars 2019

Málsnúmer 1809052Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs um álagningu útsvars, þar sem lagt er til við bæjarstjórn að álagningarprósenta verði óbreytt frá fyrra ári, eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

17.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87

Málsnúmer 1811002FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, BÁ, HK og SÞ.

Afgreiðsla fundargerðar 87. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar frestað til næsta fundar.

Samþykkt samhljóða.

  • 17.1 1810007 Íþróttamaður ársins 2018
    Tilnefningar til íþróttamanns Grundarfjarðar 2018. Kjör íþróttamanns. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87
  • 17.2 1802013 Ungmennaþing á Vesturlandi 2018 Áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands.
    Ragnheiður Dröfn gerði að umræðuefni, að enginn fulltrúi úr ungmennaráði Grundarfjarðarbæjar hefði tekið þátt í ungmennaþingi Vesturlands 2.-3. nóvember sl.
    Heiður, fulltrúi með ungmennaráði, kom á fundinn og
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87
  • 17.3 1808016 Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87 Umræða varð um ýmis atriði sem snerta fjölskyldumál:
    - samskipti kynslóða
    - forvarnir - samþykkt að fá forvarnafulltrúa FSN til að koma og ræða við nefndina
    - skák
    - 100 ára fullveldi
    - fræðsla inní grunnskóla um vímugjafa -
    -
  • 17.4 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 87

18.Bæjarráð - 522

Málsnúmer 1811001FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 522 Lögð fram samantekt á stöðugildum hjá bænum í október 2018 og áætlun um stöðugildi að meðaltali fyrir árið 2019. Jafnframt lögð fram uppfærð launaáætlun.

    Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2019 og 3ja ára áætlun áranna 2020-2022. Ljóst er að útsvarstekjur sveitarfélagins eru ekki að hækka í samræmi við launaþróun á landinu og fyrirséða útgjaldaþörf bæjarsjóðs. Farið yfir breytingar sem gerðar verða á fyrirliggjandi drögum.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að fjárhagsáætlun 2019-2022 og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
  • Bæjarráð - 522 Lögð fram fleiri erindi sem borist hafa til viðbótar við fyrri styrkbeiðnir, sem bæjarráð hafði tekið afstöðu til, ásamt yfirliti yfir áætlaða styrki árið 2019.

    Bæjarráð samþykkir yfirlitið og vísar því til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 522 Lögð fram gögn í vinnslu frá formanni skipulags- og umhverfisnefndar, vegna bréfs Umhverfisstofnunar og beiðni um svör við spurningum um stöðu og áform í fráveitumálum bæjarins.

    Farið yfir spurningar og þeim svarað. Formanni skipulags- og umhverfisnefndar falið að ganga frá svari til Umhverfisstofnunar.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 522 Lagt fram til kynningar bréf mennta- og menningarmálaráðherra um dag íslenskrar tungu sem haldinn verður 16. nóvember nk.

    Bæjarráð vísar bréfinu til skólanefndar.
  • Bæjarráð - 522 Lagt fram til kynningar boð kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga sem boðar til umræðu- og samráðsfundar um kjaraviðræður 2019, þriðjudaginn 13. nóvember nk. kl. 14:00-16:00.

19.Bæjarráð - 521

Málsnúmer 1810002FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 521 Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri grunnskóla og Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri sátu fundinn undir þessum lið, í sitt hvoru lagi.

    Farið yfir drög að launa- og rekstraráætlun 2019. Frekari vinnu vísað til næsta fundar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

  • 19.2 1809051 Gjaldskrár 2019
    Bæjarráð - 521 Farið yfir þjónustugjaldskrár sem vísað er til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 521 Farið yfir styrkumsóknir vegna ársins 2019 og vísað til bæjarstjórnar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 521 Lögð fram beiðni leikskólastjóra um tímabundið viðbótarstöðugildi á leikskólanum vegna veikinda.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar bæjarráðs í samræmi við umræður fyrr á fundinum með leikskólastjóra.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 521 Lagt fram til kynningar fundarboð Umhverfisstofnunar um ársfund Umhverfisstofnunar náttúruverndarnefnda sveitarfélaga og forstöðumanna náttúrustofa sem haldinn verður 8. nóvember nk.
  • Bæjarráð - 521 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 521 Lagt fram til kynningar.
  • Bæjarráð - 521 Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Ildi ehf. um skrifstofuaðstöðu að Grundargötu 30.

  • Bæjarráð - 521 Lagður fram til kynningar húsaleigusamningur við Ríkeyju Konráðsdóttur og Aðalgeir Vignisson um skrifstofuaðstöðu að Grundargötu 30.

20.Bæjarráð - 520

Málsnúmer 1809013FVakta málsnúmer

  • 20.1 1710023 Framkvæmdir 2018
    Bæjarráð - 520 Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss og Gunnar Jóhann Elísson, umsjónarmaður fasteigna, sátu fundinn í sitthvoru lagi undir þessum lið.

    Farið yfir og forgangsraðað framkvæmdum og fjárfestingum ársins 2018, auk fjárfestingaóska fyrir árið 2019 sem falla undir áhaldahús og umsjónarmann fasteigna.

  • Bæjarráð - 520 Farið yfir áætlun um tekjur, staðgreiðsluáætlun 2019 og álagningarhlutfall. Jafnframt farið yfir fjárfestingaóskir ársins 2019.

  • 20.3 1809050 Fasteignagjöld 2019
    Bæjarráð - 520 Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Skv. álagningunni hækka fasteignagjöld í heild um 10,2% milli áranna 2018 og 2019 miðað við óbreytta álagningu.

    Lagður fram samanburður skrifstofustjóra á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga. Samanburðurinn gefur til kynna ákveðinn jöfnuð í álagningu sveitarfélaganna.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að leggja til við bæjarstjórn að álagning fasteignagjalda verði óbreytt milli áranna 2018 og 2019.
  • 20.4 1809051 Gjaldskrár 2019
    Bæjarráð - 520 Lagðar fram tillögur að breytingum á þjónustugjaldskrám.

    Eftir yfirferð á gjaldskránum er þeim vísað til næsta fundar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 520 HK vék af fundi undir hluta þessa liðar.

    Lagðar fram og farið yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2019.

    Bæjarráð vísar yfirliti með tillögum að styrkveitingum til næsta fundar bæjarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 520 Lagt fram yfirlit yfir ógreiddar viðskiptakröfur 30.06.2018.
  • Bæjarráð - 520 Hlutaréttaríbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 28 hefur verið sagt upp. Við skil íbúðarinnar verður unnið að viðhaldsviðgerðum áður en henni verður úthlutað að nýju. Gert er ráð fyrir að íbúðinni verði úthlutað frá 1. desember 2018.

    Bæjarráð felur skrifstofustjóra að auglýsa íbúðina lausa til umsóknar.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 520 Lögð fram beiðni Slysavarnarfélagsins Landbjargar um 50 þús. kr. styrk vegna útgáfu blaðs í tilefni af 90 ára afmæli félagsins.

    Bæjarráð samþykkir að veita félaginu umbeðinn styrk.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 520 Lögð fram beiðni Félags eldri borgara í Eyrarsveit um styrk að fjárhæð 100 þús. kr. vegna handverks á vegum félagsins.

    Bæjarráð samþykkir að veita Félagi eldri borgara umbeðinn styrk.

    Samþykkt samhljóða.

  • 20.10 1810031 Grundargata 31
    Bæjarráð - 520 Greint frá möguleika á kaupum húseignarinnar Grundargötu 31 en eigandi eignarinnar bauð Grundarfjarðarbæ hana til kaups þann 16. október sl., eins og kynnt var á bæjarstjórnarfundi 18. október sl.

    Bæjarráð samþykkir að ganga til kaupa á húseigninni Grundargötu 31 og felur bæjarstjóra umsjón málsins.

    Samþykkt samhljóða.

  • Bæjarráð - 520 Lagður fram til kynningar verksamningur Grundarfjarðarbæjar við Ístak hf. vegna gatnagerðar og lagna við Sólvelli-Nesveg.

  • Bæjarráð - 520 Lagt fram til kynningar boð til bæjarstjórnar á Northern Wave hátíðina.

21.Umhverfisvottun Snæfellsness - Staða og kynning

Málsnúmer 1811012Vakta málsnúmer


Guðrún Magnea Magnúsdóttir, verkefnastjóri Umhverfisvottunar Snæfellsness, sat fundinn undir þessum lið.

Guðrún fór yfir stöðu verkefnisins og kynnti það.

Bæjarstjórn þakkar Guðrúnu komuna og greinargóða kynningu.

22.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður
Umræða um atvinnumál. Rætt um málefni Arionbanka eftir lokun útibús bankans í byrjun nóvember sl. Bæjarstjóri hefur verið í sambandi við stjórnendur bankans um þjónustuþætti eftir lokun útibúsins. Rætt um atvinnumál almennt. Ennfremur rætt um húsnæðismál, en skortur er á íbúðarhúsnæði, einkum minni íbúðum. Rætt um lóðamál í því samhengi og möguleika á byggingu íbúða.

Bæjarstjórn stefnir á að fara í heimsóknir í fyrirtæki í bænum eftir að fjárhagsáætlunargerð lýkur - rætt um fyrirkomulag.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 23:19.