Málsnúmer 1809058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 519. fundur - 25.09.2018

Tillaga um að sækja um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum, sbr. auglýsingu.
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 11. september sl. varðandi þátttöku sveitarfélaga í tilraunaverkefni í húsnæðismálum.

Lagt til að Grundarfjarðarbær sæki um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum. Nýttar verði upplýsingar úr húsnæðisumfjöllun í aðalskipulagstillögu og kafla úr skýrsludrögum SSV um tekjur og fjárhag (óbirt) sem grunn að húsnæðisáætlun.

Bæjarstjóra er falið að koma umsókn á framfæri við ÍLS.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 224. fundur - 10.01.2019

Lagt fram til kynningar bréf Íbúðalánasjóðs frá 12. desember sl., þar sem tilkynnt er að Grundarfjarðarbær sé ekki meðal þeirra sveitarfélaga sem fyrst verða tekin inn í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum landsbyggðarinnar. Íbúðalánasjóður auglýsti eftir þátttakendum í verkefnið í haust og sóttu 33 sveitarfélög um þátttöku, en einungis sjö sveitarfélög voru samþykkt. Íbúðalánasjóður mun í kjölfarið bjóða hinum sveitarfélögunum 26 til samtals fljótlega með það fyrir augum að hægt verði að ráðast í uppbyggingu á sambærilegum forsendum.