Málsnúmer 1810007

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 86. fundur - 09.10.2018

Bréf verða send til íþróttafélaga um að þau tilnefni íþróttafólk ársins 2018, til nefndarinnar, í síðasta lagi föstudag 2. nóvember nk. Stefnt verði að fundi föstudag 9. nóvember til að velja íþróttamann ársins skv. reglum um kjörið.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 87. fundur - 09.11.2018

Tilnefningar til íþróttamanns Grundarfjarðar 2018. Kjör íþróttamanns.
Fyrir lágu alls fimm tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2018 frá íþróttafélögum og frá deildum UMFG. Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglur þar að lútandi. Niðurstaða lá fyrir en verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei í samkomuhúsinu sunnudag 2. des. nk.
Bæjarstjóri mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.

Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.

Gestir

  • Sigurður Gísli Guðjónsson f.h. knattspyrnuráðs UMFG
  • Valdís Ásgeirsdóttir f.h. fimleikadeildar UMFG
  • Heiðar Bjarnason f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar
  • Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir f.h. Skotfélags Snæfellsness, í síma á fundinum