Málsnúmer 1811030

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 2. fundur - 20.11.2018

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2019. Til samanburðar er raunstaða 20. nóvember 2018 og raunniðurstaða ársins 2017.

Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun hafnarinnar fyrir árið 2019 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði settar 133 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um nánari kostnaðaráætlun siglingasviðs Vegagerðarinnar.

Hafnarstjórn - 5. fundur - 24.05.2019

Fjögurra mánaða uppgjör hafnarinnar lagt fram. Tekjuaukning hefur orðið meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og rekstrarkostnaður er undir áætlun.
Hafnarstjórn lýsir ánægju með útkomuna.