5. fundur 24. maí 2019 kl. 12:30 - 14:31 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Hafnargerð 2019-2020, Lenging Norðurgarðs

1901030

Staða hafnargerðar. Ýmislegt.
Staða hafnarframkvæmdar og næstu skref eru áætluð þessi:
Í lok maí verður stálþil boðið út og áætlað að í september verði það komið til landsins.
Í lok maí verða gerðar prufur á námasvæði í Lambakróarholti.
Í fyrstu viku ágúst verður dæling seinni áfanga fyllingar undir lengdan hafnargarð.

2.Vegagerðin - Samgönguáætlun 2020-2024, beiðni um upplýsingar

1905012


Farið yfir framkvæmdir sem höfnin sækir um að komi inn á samgönguáætlun 2020-2024, en Vegagerðin hefur leitað eftir upplýsingum frá höfnum. Samþykkt fyrirliggjandi drög sem send verða Vegagerðinni.

3.Gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar 2019

1811031

Ræddar voru breytingar á gjaldskrá.

Bætt verði inn nýju ákvæði vegna mengunarslysa, að tillögu hafnarstjóra. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að uppfæra gjaldskrá m.v. þetta.

Rætt um kostnað við móttöku veiðarfæra, sem hefur hækkað verulega þar sem nú þarf að keyra veiðarfæraúrgang í Álfsnes. Gjaldskrá verði breytt til að vega upp á móti hluta af kostnaðaraukningu þessari. Breyting verði gerð á 14. gr. gjaldskrárinnar, þ.e. úrgangs- og förgunargjaldi, sem hækki um 20%.

Samþykkt samhljóða.

Hér vék Sólrún af fundi.


4.Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2019

1811030

Fjögurra mánaða uppgjör hafnarinnar lagt fram. Tekjuaukning hefur orðið meiri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun og rekstrarkostnaður er undir áætlun.
Hafnarstjórn lýsir ánægju með útkomuna.

5.Farþegagjöld Grundarfjarðarhafnar - innheimta

1901032

Sagt var frá niðurstöðu í máli vegna innheimtu farþegagjalda, eftir samtal hafnarstjórnarfulltrúa við framkvæmdastjóra fyrirtækisins, sbr. fyrri umræðu í hafnarstjórn.


6.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir Siglingarráðs

1904020

Fundargerðir 10. til 13. fundar Siglingaráðs lagðar fram til kynningar.

7.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 411. fundar

1905013

Fundargerð lögð fram til kynningar.

8.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 412. fundar

1905014

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fleira ekki gert.

Fundi slitið - kl. 14:31.