Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2019. Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Aflagjöld eru óbreytt milli ára. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
Bætt verði inn nýju ákvæði vegna mengunarslysa, að tillögu hafnarstjóra. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að uppfæra gjaldskrá m.v. þetta.
Rætt um kostnað við móttöku veiðarfæra, sem hefur hækkað verulega þar sem nú þarf að keyra veiðarfæraúrgang í Álfsnes. Gjaldskrá verði breytt til að vega upp á móti hluta af kostnaðaraukningu þessari. Breyting verði gerð á 14. gr. gjaldskrárinnar, þ.e. úrgangs- og förgunargjaldi, sem hækki um 20%.
Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.