Málsnúmer 1811043

Vakta málsnúmer

Menningarnefnd - 19. fundur - 22.11.2018

Lagt fram yfirlit yfir félags- og menningarstarf í bænum (drög) haust 2018, til að vinna með, sbr. fund nefndarinnar í september.
Nefndin mun kalla saman félagasamtök í bænum til fundar í janúar nk. og mun ræða við íþrótta- og æskulýðsnefnd sem hefur einnig áform um að kalla íþróttafélög og félagasamtök til fundar.

Menningarnefnd - 32. fundur - 07.02.2022

Menningarnefnd ræddi um hvernig auka megi samstarf við félagasamtök og listafólk og ýta undir menningarstarf og viðburði í bænum.
Farið var yfir skjal nefndarinnar í tengslum við félagasamtök og viðburði og endurskoðað. Þetta skjal verður nýtt í vinnu við að efla samstarf við félagasamtök og listafólk í bænum.