19. fundur 22. nóvember 2018 kl. 16:15 - 19:47 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Birna Þórhallsdóttir (UBÞ) formaður
  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir (SSB)
  • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir (SKÓ)
  • Tómas Logi Hallgrímsson (TLH)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018

Málsnúmer 1801045Vakta málsnúmer

Ljósmyndir bárust frá 12 einstaklingum. Í dómnefnd sitja Unnur Birna Þórhallsdóttir formaður og Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir varaformaður menningarnefndar, auk Tómasar Freys Kristjánssonar. Nefndin mun ljúka störfum sínum á næstu dögum. Tilkynnt verður um úrslit í samkeppninni á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 2. desember nk.

2.Rökkurdagar 2018

Málsnúmer 1801046Vakta málsnúmer


Farið var yfir reynsluna af menningarhátíðinni Rökkurdögum 2018. Nefndin ræddi um lærdóm af hátíðinni í ár og hvaða veganesti ætti að hafa fyrir næstu hátíð/hátíðir.
Menningarnefnd vill færa þakkir öllum þeim sem lögðu til hátíðarinnar í ár fyrir sitt dýrmæta framlag.

3.Menningarnefnd - Yfirlit félags- og menningarstarfs í Grf. Haust 2018

Málsnúmer 1811043Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir félags- og menningarstarf í bænum (drög) haust 2018, til að vinna með, sbr. fund nefndarinnar í september.
Nefndin mun kalla saman félagasamtök í bænum til fundar í janúar nk. og mun ræða við íþrótta- og æskulýðsnefnd sem hefur einnig áform um að kalla íþróttafélög og félagasamtök til fundar.

4.Myndasafn Bærings Cecilssonar

Málsnúmer 1709030Vakta málsnúmer

Rætt um ljósmyndasafn Bærings Cecilssonar og að ná þurfi utan um stöðu á þeirri vinnu sem búið er að leggja í safnið. Það sé nauðsynlegt til að ákveða hvernig staðið skuli að frekari varðveislu og vinnu með myndir safnsins. Nefndin telur mikilvægt að verðmætin sem felast í myndasafni Bærings verði gerð aðgengilegri og fólk fái að njóta þeirra. Talsverða vinnu þurfi að leggja í safnið og leggur nefndin til að sú vinna fari af stað sem fyrst.

5.Önnur mál - menningarnefnd

Málsnúmer 1811045Vakta málsnúmer

Nefndin ræddi um ýmis atriði sem geta stuðlað að fjölbreyttara menningar-, félags- og mannlífi í bænum okkar. Nefndin telur mikilvægt að viðburðir í bæjarlífinu séu vel auglýstir, en einnig að reynt sé að vera með nýjungar inná milli í bland við góðar hefðir.

Nefndin samþykkti að setja af stað eftirfarandi á aðventunni:

- Jólaratleikur; Skoðað verði hvort félagasamtök í bænum vilji taka að sér að sjá um jólaratleik fyrir börn, um miðjan desember.

- Jólaskreytingar; nefndin mun gangast fyrir því að veittar verði viðurkenningar fyrir hátíðlegar, fallegar eða eftirtektarverðar skreytingar húsa og umhverfis í sveitarfélaginu í desember. Skipuð verði dómnefnd íbúa í bænum, á öllum aldri. Bæjarbúar geti skilað inn ábendingum eða tilnefningum í þar til gerðan kassa sem komið verði fyrir á góðum stað í bænum. Tilkynnt verði um viðurkenningar á Þorláksmessu.

- Jóladagatal; nefndin mun undirbúa og gefa út viðburðadagatal fyrir viðburði í desember. Leitað verði eftir ábendingum um það sem í boði verður í bænum og gefið út á vef bæjarins. Dagatalið verður lifandi og bæta má viðburðum inná það, auk þess sem gert verði ráð fyrir því að fólk geti prentað það út og bætt inná, hver fyrir sig.

6.Stefna um menningarmál

Málsnúmer 1809030Vakta málsnúmer

Samþykkt bæjarstjórnar frá því í september 2018, um mótun stefnu í menningarmálum, var skoðuð og rædd. Nefndin mun taka þátt í þeirri vinnu.

7.Mennta- og menningarmálaráðun.- Menningarstefna

Málsnúmer 1811027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð upp lesin og staðfest.

Fundi slitið - kl. 19:47.