Málsnúmer 1901001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 224. fundur - 10.01.2019

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 2. janúar sl. þar sem sveitarfélög eru minnt á að birta skrár yfir þau störf sem ekki hafa verkfallsheimild.

Jafnframt lögð fram uppfærð auglýsing um störf hjá Grundarfjarðarbæ sem undanþegin eru verkfallsheimild ásamt bréfi til stéttarfélaga, þar sem óskað er samráðs.

Auglýsing um störf sem undanþegin eru verkfallsheimild samþykkt samhljóða.