Málsnúmer 1902001Fa

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019

Til máls tóku JÓK og BÁ.
  • .1 1809047 Störf ungmennaráðs á kjörtímabilinu
    Ungmennaráð - 5 Fjallað verður um næstu verkefni ungmennaráðs.
    Ungmennaráðið stefnir á að halda bingo til styrktar dvalarheimilisins Fellaskjóls, sem auglýst verður síðar.
    Hreyfidagur fyrir krakka á öllum aldri verður síðan skipulagður í vor.

  • .2 1902024 UMFÍ ungmennaráðstefna Ungt fólk og lýðræði
    Ungmennaráð - 5 Ungmennaráð hefur mikinn áhuga á þessari ráðstefnu og stefnir því á það að senda 2 - 4 fulltrúa frá Grundarfjarðarbæ á UMFÍ ungmennaráðstefnuna. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að sendir verði 2-4 fulltrúar á vegum ungmennaráðs á ungmennaráðstefnu UMFÍ í Borgarnesi.
  • .3 1903007 Ungt fólk í Grundarfirði
    Ungmennaráð - 5 Eftir að hafa skoðað núverandi fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar finnst okkur mikilvægt að leggja áherslu á að betrumbæta félagslíf og tómstundir fyrir unglinga.
    Einnig þarf að bæta samgöngur á milli bæjarfélaga fyrir þau ungmenni sem æfa íþróttir í Ólafsvík og Stykkishólmi.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.

    Bæjarstjórn tekur undir bókun ungmennaráðs um nauðsyn bættra samgangna milli bæjarfélaga á Snæfellsnesi og leggur til að málið verði tekið til umræðu í Byggðasamlagi Snæfellinga bs.

    Samþykkt samhljóða.