Málsnúmer 1902002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019

  • .1 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Unnið í skjali nefndarinnar um hlutverk, markmið og verkefni nefndarinnar. Nefndin mun vinna áfram í skjalinu milli funda. M.a. mun nefndin skoða nýleg drög að velferðarstefnu Vesturlands og taka úr henni ýmis atriði sem nefndin telur að samræmist markmiðum nefndarinnar.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd stefnir að því að efna til heilsuviku á sama tíma og hreyfivika UMFÍ stendur yfir, þ.e. 27. maí til 2. júní. Ennfremur mun nefndin hvetja bæjarbúa til þátttöku í átaki ÍSÍ, "Hjólað í vinnuna", sem stendur yfir dagana 8. til 28. maí nk.

    Bæjarstjóri mun leita eftir verkefnisstjóra til að halda utan um skipulagningu þessara viðburða.


  • .2 1808016 Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Bæjarstjóri sagði frá því að bæjarstjórn skoði nú þann möguleika að vinna eina heildarstefnu sem taki á fjölskyldustefnu, stefnu um menningarmál, íþrótta- og æskulýðsmálum og fleiru. Nefndin mun fylgjast með framvindunni.


  • .3 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Í framhaldi af næsta lið á undan:
    Fyrirhuguðum fundi með íþrótta- og menningarfélögum í bænum hefur verið frestað í bili, þar sem fyrirkomulag við að móta heildstæða stefnu bæjarins er til skoðunar hjá bæjarstjórn. Efni og fyrirkomulag þessa fundar getur að einhverju leyti ráðist af því hvernig staðið verður að mótun heildstæðrar stefnu bæjarins. Fundurinn bíður þar til þetta skýrist.

  • .4 1902015 Sumarnámskeið fyrir börn 2019
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Rætt um fyrirkomulag sumarnámskeiða fyrir yngri börn og ýmsar hugmyndir um útfærslu.
    Bæjarstjóri sér fyrir sér að ráða verkefnisstjóra til að hefja undirbúning og skipulagningu sumarnámskeiðanna sem fyrst. Nú í vikunni verður svo auglýst eftir starfsfólki til sumarstarfa hjá bænum. M.a. verður auglýst eftir umsjónarmanni með sumarnámskeiðunum og aðstoðarmanneskju.

  • .5 1903011 Vinnuskóli 2019
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Boðað hefur verið til árlegs samráðsfundar vinnuskóla sveitarfélaganna þann 27. mars nk. í Reykjavík. Á þeim tíma verður ekki búið að ráða umsjónarmann vinnuskóla bæjarins fyrir sumarið 2019, en skoðað verður hvort bærinn geti sent fulltrúa á fundinn.


  • .6 1902025 Umboðsmaður barna - Niðurstöður könnunar um vinnuskóla fyrir ungmenni
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Lagt fram til kynningar.

  • .7 1902045 Félagsmálaráðuneytið - Bréf félags- og barnamálaráðherra vegna vinnu við stefnumótun í málefnum barna
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 89 Lagt fram til kynningar.