Málsnúmer 1902007F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 226. fundur - 14.03.2019

  • Lagt fram til kynningar.
    Hafnarstjórn - 4
  • Fundargerð lögð fram til kynningar.

    Hafnarstjórn - 4
  • Framhald máls frá síðasta fundi. Gögn frá lögmanni lögð fram á fundinum um ákvæði í gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem hér ræðir um.
    Fulltrúum í hafnarstjórn er veitt umboð milli funda, til að ljúka afgreiðslu málsins.

    Hafnarstjórn - 4
  • Fulltrúar í bæjarráði sitja fundinn undir þessum lið.
    Hafnarstjórn - 4 Til umræðu er staðan í hafnarframkvæmdum, en í janúar var boðinn út áfangi við dælingu efnis í púða undir lengingu Norðurgarðs. Eitt tilboð barst, frá Björgun ehf. Vegagerðin hefur fyrir hönd hafnarinnar átt í viðræðum við bjóðandann á grundvelli frávikstilboðs. Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðunni eftir samningaviðræður Vegagerðarinnar við Björgun.
    Farið var yfir áætlun fyrir framkvæmdina í heild, sem lá fyrir við gerð fjárhagsáætlunar sl. haust. Jafnframt rætt um stöðu hafnarinnar.
    Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að samið verði á grundvelli fyrirliggjandi tilboðsskrár, sem hafnarstjóri kynnti og er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins.