Máli var frestað á síðasta fundi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Farið var yfir málið en ljóst er að ráðist var í framkvæmdir án þess að sótt hafi verið um byggingarleyfi og/eða að skilað hafi verið inn gögnum og teikningum, sem er forsenda umsóknar.
Í byggingarreglugerð sjá grein 2.3.1. er fjallað um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir. Þar segir að óheimilt sé að grafa grunn fyrir mannvirki, reisa það, rífa eða flytja, breyta því, burðarkerfi þess eða lagnakerfum eða breyta notkun þess, útliti eða formi nema að fengnu leyfi viðkomandi leyfisveitanda, sbr. þó grein 2.3.5.
Umsækjandi, eigandi og framkvæmdaraðili er byggingarstjóri með tilskilin leyfi frá Mannvirkjastofnun og er hér vísað í ábyrgð hans, sbr. grein 2.4.4, sem kveður á um undirritun ábyrgðaryfirlýsinga byggingarstjóra og meistara fyrir einstökum verkþáttum. Greinin kveður einnig á um að tryggja eigi að skráð hafi verið í gagnasafn Mannvirkjastofnunar að byggingarstjóri og iðnmeistarar hafi gæðastjórnunarkerfi í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. Ábyrgð eiganda kemur fram í kafla 2.7 og grein 2.9.3. Rétt er einnig að minna á ábyrgð hönnuðar sjá kafla 4.1, einkum grein 4.1.1.
Byggingarfulltrúi hefur að ósk nefndarinnar farið í vettvangsskoðun og hefur auk þess átt fund með eiganda (byggingarstjóra) og hönnuði. Í framhaldi af þeim fundi ákváðu byggingarstjóri og hönnuður að leggja fram þau gögn sem nú liggja fyrir nefndinni , ásamt teikningum og myndum af framvindu verksins til að bera saman við framlagðar teikningar. Fyrir fundinum liggja því reyndarteikningar ásamt þeim gögnum sem þarf til að veita byggingarleyfi. Ljóst er hinsvegar að búið var að framkvæma verkið án tilskilinna leyfa. Skipulags- og umhverfisnefnd átelur verklag byggingarstjóra og minnir á ábyrgð hans. Rétt þykir að tilkynna framvindu verksins til Mannvirkjastofnunar og er vísað í 3. mgr. greinar 2.9.3 í byggingarreglugerð í því sambandi og 1. mgr. greinar 3.7.5.
Rétt er að minna á ábyrgð og verksvið byggingarstjóra, sjá grein 4.7.7. Ljóst er að alvarleiki málsins er umtalsverður.
Nefndin leggur hinsvegar til við bæjarstjórn að byggingarleyfið verði gefið út enda liggja öll formleg gögn nú fyrir til skoðunar.
Nefndin felur byggingarfulltrúa að ræða við Mannvirkjastofnun um stjórnvaldssekt á eiganda og byggingarstjóra. Vísað er hér í grein 2.9.2 en þar er rætt um aðgerðir til að knýja fram úrbætur.
Byggingarfulltrúa er einnig falið að framkvæma lokaúttekt og sannreyna að framkvæmdin sé í samræmi við reyndarteikningar um leið og nefndin ítrekar að allar lögbundnar úttektir séu á ábyrgð byggingarstjóra.
Bókun fundarTil máls tóku JÓK, BÁ, UÞS og GS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að gefið sé út byggingarleyfi fyrir Grund 2 að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Lagðar fram teikningar sem sýna fyrirhugaða byggingu ofan við Búlandshöfða.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða að gefið sé út byggingarleyfi fyrir Búlandshöfða að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Óskað er eftir framkvæmdaleyfi til þess að snyrta og laga skotæfingasvæði félagsins. Steypa stoðveggi, steypa gangstéttir, fylla bílastæðið með fínni grús og þökuleggja önnur svæði umhverfis skothúsið og bílastæðið.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Sótt er um stöðuleyfi fyrir matvagn á Grundargötu 33 líkt og áður hefur verið.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.
Bókun fundarTil máls tóku JÓK, GS, UÞS og HK.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð fram fyrirspurn eigenda að Sólbakka um hvort reisa meigi samliggjandi tveggja íbúða parhús á lóð B.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingafulltúa að koma á fundi með lóðareigendum þar sem nánar er farið yfir málin.
Lögð fram fyrirspurn vegna fyrirhugaðrar byggingu sumarbústaðar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við framkomna fyrirspurn og felur byggingarfulltrúa að upplýsa málsaðila um næstu skref.
Lögð er fram fyrirspurn er varðar viðbyggingu á Hrannarstíg 5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki tekið afstöðu til framkvæmda þegar ekki liggja fyrir hönnunargögn og teikningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða málið nánar með lóðarhafa og eða tilvonandi kauppanda.
Óskað er eftir leyfi til þess að setja upp útilistaverk í tengslum við listasýningu sem haldin verður í Grundarfirði 22. júní og fram í lok september.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.
Bókun fundarTil máls tóku JÓK, GS, UÞS og BÁ.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Sótt er um byggingarleyfi vegna fyrirhugaðrar einangrunar og klæðningar á húsi Soffaníasar Cecilssonar hf. að Borgarbraut 1.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Byggingarfulltrúi hefur gefið út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundarTil máls tóku JÓK og UÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt er fram bréf skipulags- og byggingarfulltrúa þar sem farið er fram á stöðvun framkvæmda í óleyfi við Sólvelli 5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Lagt fram til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að lögð verði fram fullnægjandi umsókn og meðfylgjandi gögn sbr. ákvæði um stöðuleyfi í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Lagður fram til kynningar úrskurður frá því 1. mars sl. vegna vatnslagnar á Berserkseyri. Úrskurðarnefndin vísaði málinu frá vegna aðildarskorts kærenda. Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Úrskurður lagður fram til kynningar.
Lögð fram til kynningar, svarbréf bæjarstjóra dags. 19. mars 2019 og bréf lögreglustjóraembættisins á Vesturlandi með beiðni um upplýsingar um hvort þörf hafi verið á framkvæmdaleyfi vegna lagningar vatnslagnar á Berserkseyri 2018.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 199Lagt fram til kynningar.